Forsetinn staðfestir innleiðingu þriðja orkupakkans

Guðni Th. Jóhannesson hefur staðfest lög um breytingar á raforkulögum. Orkan okkar skoraði á forsetann að staðfesta ekki lögin og vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, hef­ur und­ir­ritað og stað­fest tvenn lög; lög um breyt­ingu á raf­orku­lög­um, nr. 65/2003, með síð­ari breyt­ingum (flutn­ings­kerfi raf­orku), og lög um breyt­ingu á raf­orku­lögum og lögum um Orku­stofnun (EES-­regl­ur, við­ur­laga­á­kvæð­i). Alþingi sam­þykkti lögin þann 2. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá for­set­an­um. 

Í henni seg­ir: „Frum­vörp til þess­ara laga voru lögð fram á Alþingi 1. apríl síð­ast­lið­inn, fyrir rúmum fimm mán­uð­um. Umræður um efni þeirra og skyld mál­efni höfðu varað mán­uðum saman fyrir það, ef ekki leng­ur. Í 26. grein stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins hefur frá upp­hafi verið kveðið á um þann rétt for­seta að synja lögum stað­fest­ingar þannig að þau öðlist gildi en verði lögð í dóm kjós­enda til sam­þykktar eða synj­un­ar. Frá lokum síð­ustu aldar hefur all­mörgum sinnum verið skorað á for­seta að beita þessum rétti, með og án til­ætl­aðs árang­urs eins og dæmin sanna.“

Auglýsing

7.643 skrif­uðu undir

Þá kemur fram hjá for­seta að í byrjun ágúst hafi verið birt áskorun til for­seta á vefnum Synj­un.is og haf­ist um leið söfnun und­ir­skrifta. Tekið hafi verið fram að hægt væri að „að skrá sig sjálfan, fjöl­skyldu­með­limi og vinnu­fé­laga“. Áskor­unin var svohljóð­andi:

„Við und­ir­rituð skorum á þig for­seta lýð­veld­is­ins Íslands Hr. Guðna Th. Jóhann­es­son að beita mál­skots­rétti þínum til þjóð­ar­innar skv. 26. grein stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins Íslands og synja stað­fest­ingar á hverjum þeim lögum sam­þykktum af Alþingi Íslend­inga sem fela í sér afsal á yfir­ráðum Íslend­inga yfir nátt­úru­auð­lindum okk­ar, svo sem orku vatns­afls­virkj­ana og jarð­hita­svæða, drykkj­ar­vatni og heitu vatni, og afsal á stjórn inn­viða tengdum þeim til erlendra aðila, hvort sem það eru ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, ríki eða ríkja­sam­bönd, og vísa þannig lögum til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.“

Guðni tók í gær á móti lista með nöfnum þeirra sem höfðu á raf­rænan hátt lýst yfir fylgi við þessa áskor­un, sam­tals 7.643 nöfn. Það eru rúm þrjú af hundraði kjós­enda. For­set­inn þakkar þeim sem lýstu þannig afstöðu sinni í „mik­il­væga álita­máli.“

Þann 2. sept­em­ber síð­ast­lið­inn sam­þykkti Alþingi einnig þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem heim­il­aði rík­is­stjórn að stað­festa fyrir Íslands hönd ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar, nr. 93/2017, um breyt­ingu á IV. við­auka (Orka) við EES-­samn­ing­inn, sem í almennri orð­ræðu kall­ast þriðji orku­pakk­inn.

Áskorun frá Orkunni okkar

Guðni tók þann 28. ágúst síð­ast­lið­inn á móti full­trúum sam­tak­anna Orkan okk­ar. Þeir afhentu svohljóð­andi áskor­un:

„Sam­tökin Orkan okkar skora á for­seta Íslands að stað­festa ekki upp­töku þriðja orku­pakk­ans inn í EES-­samn­ing­inn nema annað tveggja komi til: a) sam­eig­in­lega EES-­nefndin hafi veitt Íslandi und­an­þágu frá inn­leið­ingu eða b) þjóðin hafi í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu fall­ist á að und­ir­gang­ast skuld­bind­ing­ar orku­pakk­ans.“

Í til­kynn­ingu for­seta segir að full­trúar sam­tak­anna hafi átt fund með hon­um. Þeir hafi fært rök sín fram af kurt­eisi, festu og sann­girni. Það hafi fleiri gert sem haft hafa sam­band við for­set­ann vegna orku­pakka­máls­ins. „Ég þakka þeim fyrir að nýta þá leið til að láta skoðun sína í ljós,“ skrifar Guðn­i. 

Ákvarð­anir sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar eru teknar með stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara ef breyta þarf lögum vegna inn­leið­ingar þeirra.

Þá segir í yfir­lýs­ing­unni: „Slíkum fyr­ir­vara er aflétt með þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í sam­ræmi við 21. grein stjórn­ar­skrár­innar um það hvenær Alþingi þarf að koma að gerð þjóð­rétt­ar­samn­inga. Þings­á­lykt­un­ar­til­lögur Alþingis eru ekki lagðar fyrir for­seta, hvorki til upp­lýs­ingar né sam­þykktar eða synj­un­ar. Fari svo að Alþingi sam­þykki að aflétta stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara veitir þingið rík­is­stjórn hins vegar heim­ild til að stað­festa ákvarð­anir sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar. Slíkar ákvarð­anir eru lagðar fyrir for­seta til stað­fest­ing­ar, með vísan til áður­nefndar 21. greinar stjórn­ar­skrár­innar sem kveður á um að for­seti Íslands geri samn­inga við erlend ríki.

Má hér nefna til frek­ari upp­lýs­ingar að árin 2013 til 31. júlí 2016 stað­festi for­seti (eða hand­hafar for­seta­valds) 41 ákvörðun sam­eig­in­legu EES­nefnd­ar­innar með þessum hætti. Frá 1. ágúst 2016 til þessa dags hafa 32 ákvarð­anir verið stað­festar á sama hátt.“

Myndi ekki leiða til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu

Guðni seg­ist í dag hafa fall­ist á til­lögu um stað­fest­ingu ákvörð­unar sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­inn­ar, og end­urstað­fest þá til­lögu í rík­is­ráði. Kysi for­seti að stað­festa ekki form­lega með und­ir­ritun sinni þá ákvörðun Alþingis að heim­ila rík­is­stjórn að stað­festa fyrir Íslands hönd ákvörðun sam­eig­in­legu EES nefnd­ar­innar myndi sú afstaða ekki leiða til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, ólíkt því sem skýrt er kveðið á um í 26. grein stjórn­ar­skrár­innar um synjun stað­fest­ingar laga. Eng­inn réttur af því tagi yrði virkj­aður af því að hann er ekki að finna í stjórn­skipun lýð­veld­is­ins. 

„Í aðdrag­anda for­seta­kjörs 2016 lýsti ég stuðn­ingi við þá hug­mynd um breyt­ingu á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins að sett yrði ákvæði um að til­tek­inn fjöldi kjós­enda geti með beinum hætti kallað fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um lög Alþing­is.

Ég kvaðst einnig styðja aðrar stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, ekki síst að ákvæði um for­seta Íslands yrðu end­ur­skoðuð þannig að þau lýstu á skýr­ari hátt stöðu for­seta en bæru ekki sterkan keim af upp­runa í kon­ungs­ríki fyrir daga þing­ræðis og lýð­ræð­is. Í umræðum um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar frá því í byrjun þess­arar aldar hefur auk þess reglu­lega verið bent á að ákvæði hennar um for­seta Íslands séu orðuð þannig nú að þau dragi ekki upp rétta mynd af stjórn­skipun lands­ins nema þau séu lesin í fullu sam­hengi hvert við ann­að,“ skrifar hann. 

Þessum sjón­ar­miðum seg­ist hann einnig hafa lýst á for­seta­stóli. Þá megi finna stuðn­ing við þau í röðum flestra ef ekki allra stjórn­mála­flokka. Þess megi vænta að þessi sjón­ar­mið muni heyr­ast áfram nú þegar for­menn eða full­trúar allra flokka á Alþingi vinna saman að end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Því beri að fagna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent