200 milljónir króna í aukið skatteftirlit

Setja á aukna fjármuni úr ríkissjóði í skatteftirlit á næstu árum. Þeir fjármunir eiga að skila 250 milljónum króna í tekjur umfram það fjármagn sem setja á í málaflokkinn.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020 á föstudag.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020 á föstudag.
Auglýsing

Alls verða 200 millj­ónir króna settar í aukin fram­lög til skatt­eft­ir­lits verði nýtt fjár­laga­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að lög­um. 

­Féð á að renna til rík­is­skatt­stjóra og nýt­ast til að fyr­ir­byggja og draga úr skattsvik­um. Hin aukna fjár­heim­ild er í sam­ræmi við mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar í mála­flokknum og í fjár­laga­frum­varp­inu segir að gera megi ráð fyrir því að það muni skila „auknum tekjum rík­is­sjóðs á næstu árum og þannig jákvæðum áhrifum á afkomu rík­is­sjóðs.“

Sam­kvæmt áformunum er því áætlað að um nokk­urs konar fjár­fest­ingu sé að ræða, og til­greint er í fjárm­laga­frum­varp­inu að aðgerðin muni skila rík­is­sjóði um 250 millj­ónir króna í tekjur umfram til­kostnað á árinu 2020. 

Auglýsing

Því virð­ist gengið út frá því að skatt­svik upp á að minnsta kosti 450 millj­ónir króna árlega séu að eiga sér stað, en vegna skorts á eft­ir­liti sé ekki verið að opin­bera né upp­ræta þau.

Sam­staða í rík­is­stjórn um málið

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur var sér­stak­lega fjallað um að efla þyrfti skatt­rann­sóknir og að áhersla þyrfti sömu­leiðis að vera á „al­þjóð­legt sam­starf gegn skatt­und­anskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berj­ast gegn skatta­skjól­u­m.“

Skömmu eftir að rík­is­stjórnin var mynduð sagði Katrín, í við­tali í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í des­em­ber 2017, að það væri átaks­þörf í skatt­eft­ir­liti. „Hver króna sem við setjum í þessi mál, hún mun skila sér marg­falt til baka. Ég held að það sé alveg sam­­staða um það í rík­­is­­stjórn­­inn­i.“

For­­sæt­is­ráð­herra sagði skattaund­anskotin væru tví­­þætt. Ann­­ars vegar séu hin alþjóð­­legu skattsvik, þar sem fjár­­muni séu til að mynda faldir í aflands­­fé­lög­um, og hins vegar sú svarta atvinn­u­­starf­­semi sem þrí­­f­ist hér á Ísland­i. 

Á báðu þyrfti að taka og það þýddi að fjár­­fram­lög til þeirra emb­ætta sem fara með eft­ir­lit og rann­­sóknir á skattaund­anskot­um, sem eru rík­­is­skatt­­stjóri og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri, myndu verða auk­in.

Nú virð­ist sem þau auknu fjár­fram­lög séu að verða að veru­leika. 

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent