200 milljónir króna í aukið skatteftirlit

Setja á aukna fjármuni úr ríkissjóði í skatteftirlit á næstu árum. Þeir fjármunir eiga að skila 250 milljónum króna í tekjur umfram það fjármagn sem setja á í málaflokkinn.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020 á föstudag.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020 á föstudag.
Auglýsing

Alls verða 200 millj­ónir króna settar í aukin fram­lög til skatt­eft­ir­lits verði nýtt fjár­laga­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að lög­um. 

­Féð á að renna til rík­is­skatt­stjóra og nýt­ast til að fyr­ir­byggja og draga úr skattsvik­um. Hin aukna fjár­heim­ild er í sam­ræmi við mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar í mála­flokknum og í fjár­laga­frum­varp­inu segir að gera megi ráð fyrir því að það muni skila „auknum tekjum rík­is­sjóðs á næstu árum og þannig jákvæðum áhrifum á afkomu rík­is­sjóðs.“

Sam­kvæmt áformunum er því áætlað að um nokk­urs konar fjár­fest­ingu sé að ræða, og til­greint er í fjárm­laga­frum­varp­inu að aðgerðin muni skila rík­is­sjóði um 250 millj­ónir króna í tekjur umfram til­kostnað á árinu 2020. 

Auglýsing

Því virð­ist gengið út frá því að skatt­svik upp á að minnsta kosti 450 millj­ónir króna árlega séu að eiga sér stað, en vegna skorts á eft­ir­liti sé ekki verið að opin­bera né upp­ræta þau.

Sam­staða í rík­is­stjórn um málið

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur var sér­stak­lega fjallað um að efla þyrfti skatt­rann­sóknir og að áhersla þyrfti sömu­leiðis að vera á „al­þjóð­legt sam­starf gegn skatt­und­anskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berj­ast gegn skatta­skjól­u­m.“

Skömmu eftir að rík­is­stjórnin var mynduð sagði Katrín, í við­tali í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í des­em­ber 2017, að það væri átaks­þörf í skatt­eft­ir­liti. „Hver króna sem við setjum í þessi mál, hún mun skila sér marg­falt til baka. Ég held að það sé alveg sam­­staða um það í rík­­is­­stjórn­­inn­i.“

For­­sæt­is­ráð­herra sagði skattaund­anskotin væru tví­­þætt. Ann­­ars vegar séu hin alþjóð­­legu skattsvik, þar sem fjár­­muni séu til að mynda faldir í aflands­­fé­lög­um, og hins vegar sú svarta atvinn­u­­starf­­semi sem þrí­­f­ist hér á Ísland­i. 

Á báðu þyrfti að taka og það þýddi að fjár­­fram­lög til þeirra emb­ætta sem fara með eft­ir­lit og rann­­sóknir á skattaund­anskot­um, sem eru rík­­is­skatt­­stjóri og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri, myndu verða auk­in.

Nú virð­ist sem þau auknu fjár­fram­lög séu að verða að veru­leika. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent