200 milljónir króna í aukið skatteftirlit

Setja á aukna fjármuni úr ríkissjóði í skatteftirlit á næstu árum. Þeir fjármunir eiga að skila 250 milljónum króna í tekjur umfram það fjármagn sem setja á í málaflokkinn.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020 á föstudag.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020 á föstudag.
Auglýsing

Alls verða 200 millj­ónir króna settar í aukin fram­lög til skatt­eft­ir­lits verði nýtt fjár­laga­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að lög­um. 

­Féð á að renna til rík­is­skatt­stjóra og nýt­ast til að fyr­ir­byggja og draga úr skattsvik­um. Hin aukna fjár­heim­ild er í sam­ræmi við mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar í mála­flokknum og í fjár­laga­frum­varp­inu segir að gera megi ráð fyrir því að það muni skila „auknum tekjum rík­is­sjóðs á næstu árum og þannig jákvæðum áhrifum á afkomu rík­is­sjóðs.“

Sam­kvæmt áformunum er því áætlað að um nokk­urs konar fjár­fest­ingu sé að ræða, og til­greint er í fjárm­laga­frum­varp­inu að aðgerðin muni skila rík­is­sjóði um 250 millj­ónir króna í tekjur umfram til­kostnað á árinu 2020. 

Auglýsing

Því virð­ist gengið út frá því að skatt­svik upp á að minnsta kosti 450 millj­ónir króna árlega séu að eiga sér stað, en vegna skorts á eft­ir­liti sé ekki verið að opin­bera né upp­ræta þau.

Sam­staða í rík­is­stjórn um málið

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur var sér­stak­lega fjallað um að efla þyrfti skatt­rann­sóknir og að áhersla þyrfti sömu­leiðis að vera á „al­þjóð­legt sam­starf gegn skatt­und­anskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berj­ast gegn skatta­skjól­u­m.“

Skömmu eftir að rík­is­stjórnin var mynduð sagði Katrín, í við­tali í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í des­em­ber 2017, að það væri átaks­þörf í skatt­eft­ir­liti. „Hver króna sem við setjum í þessi mál, hún mun skila sér marg­falt til baka. Ég held að það sé alveg sam­­staða um það í rík­­is­­stjórn­­inn­i.“

For­­sæt­is­ráð­herra sagði skattaund­anskotin væru tví­­þætt. Ann­­ars vegar séu hin alþjóð­­legu skattsvik, þar sem fjár­­muni séu til að mynda faldir í aflands­­fé­lög­um, og hins vegar sú svarta atvinn­u­­starf­­semi sem þrí­­f­ist hér á Ísland­i. 

Á báðu þyrfti að taka og það þýddi að fjár­­fram­lög til þeirra emb­ætta sem fara með eft­ir­lit og rann­­sóknir á skattaund­anskot­um, sem eru rík­­is­skatt­­stjóri og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri, myndu verða auk­in.

Nú virð­ist sem þau auknu fjár­fram­lög séu að verða að veru­leika. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent