200 milljónir króna í aukið skatteftirlit

Setja á aukna fjármuni úr ríkissjóði í skatteftirlit á næstu árum. Þeir fjármunir eiga að skila 250 milljónum króna í tekjur umfram það fjármagn sem setja á í málaflokkinn.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020 á föstudag.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020 á föstudag.
Auglýsing

Alls verða 200 millj­ónir króna settar í aukin fram­lög til skatt­eft­ir­lits verði nýtt fjár­laga­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að lög­um. 

­Féð á að renna til rík­is­skatt­stjóra og nýt­ast til að fyr­ir­byggja og draga úr skattsvik­um. Hin aukna fjár­heim­ild er í sam­ræmi við mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar í mála­flokknum og í fjár­laga­frum­varp­inu segir að gera megi ráð fyrir því að það muni skila „auknum tekjum rík­is­sjóðs á næstu árum og þannig jákvæðum áhrifum á afkomu rík­is­sjóðs.“

Sam­kvæmt áformunum er því áætlað að um nokk­urs konar fjár­fest­ingu sé að ræða, og til­greint er í fjárm­laga­frum­varp­inu að aðgerðin muni skila rík­is­sjóði um 250 millj­ónir króna í tekjur umfram til­kostnað á árinu 2020. 

Auglýsing

Því virð­ist gengið út frá því að skatt­svik upp á að minnsta kosti 450 millj­ónir króna árlega séu að eiga sér stað, en vegna skorts á eft­ir­liti sé ekki verið að opin­bera né upp­ræta þau.

Sam­staða í rík­is­stjórn um málið

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur var sér­stak­lega fjallað um að efla þyrfti skatt­rann­sóknir og að áhersla þyrfti sömu­leiðis að vera á „al­þjóð­legt sam­starf gegn skatt­und­anskotum og skattsvikum þannig að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja sem berj­ast gegn skatta­skjól­u­m.“

Skömmu eftir að rík­is­stjórnin var mynduð sagði Katrín, í við­tali í sjón­varps­þætti Kjarn­ans í des­em­ber 2017, að það væri átaks­þörf í skatt­eft­ir­liti. „Hver króna sem við setjum í þessi mál, hún mun skila sér marg­falt til baka. Ég held að það sé alveg sam­­staða um það í rík­­is­­stjórn­­inn­i.“

For­­sæt­is­ráð­herra sagði skattaund­anskotin væru tví­­þætt. Ann­­ars vegar séu hin alþjóð­­legu skattsvik, þar sem fjár­­muni séu til að mynda faldir í aflands­­fé­lög­um, og hins vegar sú svarta atvinn­u­­starf­­semi sem þrí­­f­ist hér á Ísland­i. 

Á báðu þyrfti að taka og það þýddi að fjár­­fram­lög til þeirra emb­ætta sem fara með eft­ir­lit og rann­­sóknir á skattaund­anskot­um, sem eru rík­­is­skatt­­stjóri og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri, myndu verða auk­in.

Nú virð­ist sem þau auknu fjár­fram­lög séu að verða að veru­leika. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Elín Hirst sækist eftir stöðu útvarpsstjóra
Elín hefur áratugareynslu af fjömiðlastörfum, og var um tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 9. desember 2019
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent