Stjórnmálaflokkar fá 728 milljónir króna úr ríkissjóði

Framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði voru rúmlega tvöfölduð fyrir nokkrum árum. Auk þess hafa var hámark þeirra framlaga sem má gefa til þeirra hækkað um síðustu áramót. Flokkarnir átta á þingi skipta með sér 728 milljónum af skattfé á næsta ári.

flokkar alþingi
Auglýsing

Fram­lag til stjórn­mála­flokka mun verða 728,2 millj­ónir króna á næsta ári, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2020 sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti í gær­morg­un.

Fram­lögin lækka lít­il­lega á milli ára en þau verða 744 millj­ónir í ár sam­kvæmt fjár­lög­um. Fjár­mála­á­ætlun gerir ráð fyrir því að fram­lögin lækki áfram næstu árin og verði 697 millj­ónir króna árið 2022. 

Þegar kosið verður næst, árið 2021, munu flokk­arnir átta sem náðu inn á þing í haust­kosn­ing­unum 2017 verða búnir að fá alls úthlutað rúm­lega 2,8 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði vegna áranna 2018-2021 til að standa straum af starf­semi sinn­i. 

Fram­lögin verða þó áfram afar há miðað við það sem þau voru fyrir nokkrum árum. Til­­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­is­ins til stjórn­­­­­mála­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­sent var sam­­­þykkt í fjár­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­­­mála­­­flokka áttu að vera 286 millj­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­ónir króna á því ári. Einu flokk­­arnir sem skrif­uðu sig ekki á til­­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins.

Auglýsing
Því verða fram­lög á næsta ári 442 millj­ónum krónum hærri en þau áttu að vera árið 2018 áður en flokk­arnir ákváðu að hækka þau. 

Hámark fram­laga líka hækkað

Full­­trúar allra flokka á Alþingi, þar á meðal sex for­­menn stjórn­­­mála­­flokka, lögðu sam­eig­in­­lega fram frum­varp til að breyta lögum um fjár­­­mál stjórn­­­mála­­flokka og fram­­bjóð­enda í lok síð­­asta árs. Það var svo afgreitt sem lög fyrir þing­­lok 2018.

Á meðal breyt­inga sem það stuð­l­aði að var að leyfa stjórn­­­mála­­flokkum að taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­um. Hámarks­­fram­lag var 400 þús­und krónur en var breytt í 550 þús­und krón­­ur.

Auk þess var sú fjár­­hæð sem ein­stak­l­ingur þarf að gefa til að vera nafn­­greindur í árs­­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­­bjóð­enda sé hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­­ur.

Því hafa tæki­­færi stjórn­­­mála­­flokka til að taka við upp­­hæðum frá ein­stak­l­ingum og fyr­ir­tækjum verið aukin sam­hliða því að upp­­hæðin sem þeir fá úr rík­­is­­sjóði var rúm­­lega tvö­­­föld­uð.

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent