Gert ráð fyrir fjármagni til einkarekinna fjölmiðla í fjárlagafrumvarpi

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun munu 400 milljónir króna renna í stuðningsgreiðslur við einkarekna fjölmiðla á næsta ári. Framlög ríkisins til RÚV aukast um 190 milljónir króna á næsta ári.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að 400 millj­ónir króna fari í stuðn­ing við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla á næsta ári í nýju fjár­laga­frum­varpi. 

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, lagði frum­varp um stuðn­ing við einka­rekna miðla fram í vor og það hefur verið afgreitt úr rík­is­stjórn. Hún á þó enn eftir að mæla fyrir því á Alþingi. And­staða hefur verið við það innan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, en sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar stendur vilji hennar til að fjár­magna áform Lilju á næsta ári. Af þeim 400 millj­ónum króna sem eyrna­merktar eru þessum til­gangi eiga 50 millj­ónir króna að renna til text­unar og tal­setn­ing­ar. 

Til við­bótar við 350 milljón króna greiðslu vegna beinna styrkja til einka­rek­inna fjöl­miðla á að styðja við slíka með stuðn­ingi sem nemi allt að 5,15 pró­­­­sent af launum starfs­­­­fólks á rit­­­­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­­­­þrep tekju­skatts­­­­stofna. Umfang þeirrar aðgerðar er metið 170 millj­ónir króna. Því eiga áformin í heild að kosta um 520 millj­ónir króna á ári.

Fjórð­ungur kostn­aðar upp að þaki

Mark­miðið með aðgerð­unum er að efla hlut­verk rík­­­­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­­­­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­­­­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­­­­ur­lönd­unum um ára­bil. Í frum­varp­inu er lagt til að stuðn­­­­ingur rík­­­­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­­­­þætt­­­­ur. 

Auglýsing
Sá stuðn­ingur sem nú er gert ráð fyrir í fjár­laga­frum­varp­inu felur í sér að veita stjórn­­­völdum heim­ild til að styðja við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla í formi end­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­sent af til­­­­­teknum hluta ­rit­­­stjórn­­­­­ar­­­kostn­að einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyrir styrknum verða að við­tak­endur upp­­­­­fylli ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra sé fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ing­i. 

Lagt er til að lögin taki gildi 1. jan­úar 2020 og end­­­ur­greiðslur mið­ist við síð­­­ast­liðið ár.­Gert er ráð fyrir end­­­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður verði bund­inn við beinan launa­­­kostnað blaða- og frétta­­­manna, rit­­­stjóra og aðstoð­­­ar­­­rit­­­stjóra, mynda­­­töku­­­manna, ljós­­­mynd­­­ara og próf­­­arka­­­les­­­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf.

Hlut­­fall end­­­ur­greiðslu verði að hámarki vera 25 pró­­­sent af kostn­aði við fram­an­­­greint, þó ekki hærri en 50 millj­­­ón­ir til hvers umsækj­anda vegna síð­­­ast­lið­ins árs. Jafn­­­framt kom fram í frum­varps­drög­unum að heim­ild sé til að veita stað­bundnum fjöl­miðlum við­­­bótar end­­­ur­greiðslu.

Fram­lög til RÚV aukast

Útvarps­gjaldið hækkar um 2,5 pró­sent milli ára og áætl­aðar tekjur Rík­is­út­varps­ins (RÚV) vegna þeirra aukast um 190 millj­ónir króna. Áætlað er að útvarps­gjaldið veðri 4.780 millj­ónir króna á næsta ári. 

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra sagði í ágúst að í und­ir­bún­ingi væri að RÚV hverfi af aug­lýs­inga­mark­aði. Rík­is­miðl­inum verði hins vegar bætt upp það tekju­tap en hann hefur haft yfir tvo millj­arða króna í slíkar tekjur á und­an­förnum árum. 

Þjón­ust­u­­samn­ingur RÚV við mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráðu­­neyt­ið, sem skil­­greinir hlut­verk, skyldur og umfang RÚV, rennur út í lok þessa árs. Heim­ildir Kjarn­ans herma að vinna við nýjan samn­ing sé þegar hafin en sá mun taka gildi í byrjun næsta árs. 

Á meðal þess sem er undir í þeirri vinnu er hvernig starf­­semi RÚV verður fjár­­­mögnuð og hvort að RÚV verði áfram heim­ilt að sækja sér tekjur á sam­keppn­is­­mark­aði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent