Gert ráð fyrir fjármagni til einkarekinna fjölmiðla í fjárlagafrumvarpi

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun munu 400 milljónir króna renna í stuðningsgreiðslur við einkarekna fjölmiðla á næsta ári. Framlög ríkisins til RÚV aukast um 190 milljónir króna á næsta ári.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að 400 millj­ónir króna fari í stuðn­ing við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla á næsta ári í nýju fjár­laga­frum­varpi. 

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, lagði frum­varp um stuðn­ing við einka­rekna miðla fram í vor og það hefur verið afgreitt úr rík­is­stjórn. Hún á þó enn eftir að mæla fyrir því á Alþingi. And­staða hefur verið við það innan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, en sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar stendur vilji hennar til að fjár­magna áform Lilju á næsta ári. Af þeim 400 millj­ónum króna sem eyrna­merktar eru þessum til­gangi eiga 50 millj­ónir króna að renna til text­unar og tal­setn­ing­ar. 

Til við­bótar við 350 milljón króna greiðslu vegna beinna styrkja til einka­rek­inna fjöl­miðla á að styðja við slíka með stuðn­ingi sem nemi allt að 5,15 pró­­­­sent af launum starfs­­­­fólks á rit­­­­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­­­­þrep tekju­skatts­­­­stofna. Umfang þeirrar aðgerðar er metið 170 millj­ónir króna. Því eiga áformin í heild að kosta um 520 millj­ónir króna á ári.

Fjórð­ungur kostn­aðar upp að þaki

Mark­miðið með aðgerð­unum er að efla hlut­verk rík­­­­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­­­­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­­­­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­­­­ur­lönd­unum um ára­bil. Í frum­varp­inu er lagt til að stuðn­­­­ingur rík­­­­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­­­­þætt­­­­ur. 

Auglýsing
Sá stuðn­ingur sem nú er gert ráð fyrir í fjár­laga­frum­varp­inu felur í sér að veita stjórn­­­völdum heim­ild til að styðja við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla í formi end­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­sent af til­­­­­teknum hluta ­rit­­­stjórn­­­­­ar­­­kostn­að einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyrir styrknum verða að við­tak­endur upp­­­­­fylli ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra sé fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ing­i. 

Lagt er til að lögin taki gildi 1. jan­úar 2020 og end­­­ur­greiðslur mið­ist við síð­­­ast­liðið ár.­Gert er ráð fyrir end­­­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður verði bund­inn við beinan launa­­­kostnað blaða- og frétta­­­manna, rit­­­stjóra og aðstoð­­­ar­­­rit­­­stjóra, mynda­­­töku­­­manna, ljós­­­mynd­­­ara og próf­­­arka­­­les­­­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf.

Hlut­­fall end­­­ur­greiðslu verði að hámarki vera 25 pró­­­sent af kostn­aði við fram­an­­­greint, þó ekki hærri en 50 millj­­­ón­ir til hvers umsækj­anda vegna síð­­­ast­lið­ins árs. Jafn­­­framt kom fram í frum­varps­drög­unum að heim­ild sé til að veita stað­bundnum fjöl­miðlum við­­­bótar end­­­ur­greiðslu.

Fram­lög til RÚV aukast

Útvarps­gjaldið hækkar um 2,5 pró­sent milli ára og áætl­aðar tekjur Rík­is­út­varps­ins (RÚV) vegna þeirra aukast um 190 millj­ónir króna. Áætlað er að útvarps­gjaldið veðri 4.780 millj­ónir króna á næsta ári. 

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra sagði í ágúst að í und­ir­bún­ingi væri að RÚV hverfi af aug­lýs­inga­mark­aði. Rík­is­miðl­inum verði hins vegar bætt upp það tekju­tap en hann hefur haft yfir tvo millj­arða króna í slíkar tekjur á und­an­förnum árum. 

Þjón­ust­u­­samn­ingur RÚV við mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráðu­­neyt­ið, sem skil­­greinir hlut­verk, skyldur og umfang RÚV, rennur út í lok þessa árs. Heim­ildir Kjarn­ans herma að vinna við nýjan samn­ing sé þegar hafin en sá mun taka gildi í byrjun næsta árs. 

Á meðal þess sem er undir í þeirri vinnu er hvernig starf­­semi RÚV verður fjár­­­mögnuð og hvort að RÚV verði áfram heim­ilt að sækja sér tekjur á sam­keppn­is­­mark­aði.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent