Gert ráð fyrir fjármagni til einkarekinna fjölmiðla í fjárlagafrumvarpi

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun munu 400 milljónir króna renna í stuðningsgreiðslur við einkarekna fjölmiðla á næsta ári. Framlög ríkisins til RÚV aukast um 190 milljónir króna á næsta ári.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að 400 millj­ónir króna fari í stuðn­ing við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla á næsta ári í nýju fjár­laga­frum­varpi. 

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, lagði frum­varp um stuðn­ing við einka­rekna miðla fram í vor og það hefur verið afgreitt úr rík­is­stjórn. Hún á þó enn eftir að mæla fyrir því á Alþingi. And­staða hefur verið við það innan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, en sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar stendur vilji hennar til að fjár­magna áform Lilju á næsta ári. Af þeim 400 millj­ónum króna sem eyrna­merktar eru þessum til­gangi eiga 50 millj­ónir króna að renna til text­unar og tal­setn­ing­ar. 

Til við­bótar við 350 milljón króna greiðslu vegna beinna styrkja til einka­rek­inna fjöl­miðla á að styðja við slíka með stuðn­ingi sem nemi allt að 5,15 pró­­­­sent af launum starfs­­­­fólks á rit­­­­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­­­­þrep tekju­skatts­­­­stofna. Umfang þeirrar aðgerðar er metið 170 millj­ónir króna. Því eiga áformin í heild að kosta um 520 millj­ónir króna á ári.

Fjórð­ungur kostn­aðar upp að þaki

Mark­miðið með aðgerð­unum er að efla hlut­verk rík­­­­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­­­­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­­­­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­­­­ur­lönd­unum um ára­bil. Í frum­varp­inu er lagt til að stuðn­­­­ingur rík­­­­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­­­­þætt­­­­ur. 

Auglýsing
Sá stuðn­ingur sem nú er gert ráð fyrir í fjár­laga­frum­varp­inu felur í sér að veita stjórn­­­völdum heim­ild til að styðja við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla í formi end­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­sent af til­­­­­teknum hluta ­rit­­­stjórn­­­­­ar­­­kostn­að einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyrir styrknum verða að við­tak­endur upp­­­­­fylli ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra sé fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ing­i. 

Lagt er til að lögin taki gildi 1. jan­úar 2020 og end­­­ur­greiðslur mið­ist við síð­­­ast­liðið ár.­Gert er ráð fyrir end­­­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður verði bund­inn við beinan launa­­­kostnað blaða- og frétta­­­manna, rit­­­stjóra og aðstoð­­­ar­­­rit­­­stjóra, mynda­­­töku­­­manna, ljós­­­mynd­­­ara og próf­­­arka­­­les­­­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf.

Hlut­­fall end­­­ur­greiðslu verði að hámarki vera 25 pró­­­sent af kostn­aði við fram­an­­­greint, þó ekki hærri en 50 millj­­­ón­ir til hvers umsækj­anda vegna síð­­­ast­lið­ins árs. Jafn­­­framt kom fram í frum­varps­drög­unum að heim­ild sé til að veita stað­bundnum fjöl­miðlum við­­­bótar end­­­ur­greiðslu.

Fram­lög til RÚV aukast

Útvarps­gjaldið hækkar um 2,5 pró­sent milli ára og áætl­aðar tekjur Rík­is­út­varps­ins (RÚV) vegna þeirra aukast um 190 millj­ónir króna. Áætlað er að útvarps­gjaldið veðri 4.780 millj­ónir króna á næsta ári. 

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra sagði í ágúst að í und­ir­bún­ingi væri að RÚV hverfi af aug­lýs­inga­mark­aði. Rík­is­miðl­inum verði hins vegar bætt upp það tekju­tap en hann hefur haft yfir tvo millj­arða króna í slíkar tekjur á und­an­förnum árum. 

Þjón­ust­u­­samn­ingur RÚV við mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráðu­­neyt­ið, sem skil­­greinir hlut­verk, skyldur og umfang RÚV, rennur út í lok þessa árs. Heim­ildir Kjarn­ans herma að vinna við nýjan samn­ing sé þegar hafin en sá mun taka gildi í byrjun næsta árs. 

Á meðal þess sem er undir í þeirri vinnu er hvernig starf­­semi RÚV verður fjár­­­mögnuð og hvort að RÚV verði áfram heim­ilt að sækja sér tekjur á sam­keppn­is­­mark­aði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent