Áslaug Hulda vill verða ritari Sjálfstæðisflokksins

Nýr ritari Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn 14. september næstkomandi. Nú hafa tveir formlega lýst yfir framboði í embættið.

Auglýsing
Áslaug Hulda JónsdóttirÁslaug Hulda Jóns­dótt­ir, for­maður bæj­ar­ráðs Garða­bæj­ar, hefur til­kynnt að hún gefi kost á sér sem rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rit­ara­kjöri sem fram fer á flokks­ráðs­fund­inum þann 14. sept­em­ber.  Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, hefur áður til­kynnt um fram­boð í emb­ætt­ið. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir hefur gegnt emb­ætt­inu und­an­farin tæp fjögur ár en hún var tók við sem dóms­mála­ráð­herra á föstu­dag og má þá ekki lengur vera rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Því þarf að kjósa nýj­an. 

Áslaug Hulda segir í til­kynn­ingu að hún­ ­trúi því að flokk­ur­inn eigi mikið inni hjá kjós­endum um allt land, en hann hefur verið að mæl­ast með um og rétt yfir 20 pró­sent fylgi í könn­unum und­an­far­ið. „Það er hlut­verk kraft­mik­illar for­ystu flokks­ins að virkja almenni­lega sem flesta flokks­menn til að upp­skera sem mest.”

Auglýsing
Hún seg­ist lengi hafa verið þeirrar skoð­unar að það sé nauð­syn­legt að í for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks sé full­trúi sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins. „Stórir og mik­il­vægir mála­flokkar eru undir og þá hafa einnig margir af stærstu sigrum flokks­ins unn­ist í ein­stökum sveit­ar­fé­lög­um. Þar liggur okkar sterka gras­rót og að henni þarf að hlúa vel. Ég hef skipað 1. sætið á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garðabæ í síð­ustu þremur sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, þ.m.t. í síð­ustu kosn­ingum þegar flokk­ur­inn land­aði sinni bestu nið­ur­stöðu og fékk 62% fylgi og átta bæj­ar­full­trúa af ell­efu í bæj­ar­stjórn. Það var um leið besta nið­ur­staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins á land­inu. Slíkur árangur næst ekki af sjálfu sér í sívax­andi bæj­ar­fé­lagi og ég tel mig hafa margt fram að færa í for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins.“ . 

Áslaug Hulda er annar ein­stak­ling­ur­inn sem lýsir form­lega yfir fram­boði í emb­ætt­ið. Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, reið á vaðið á laug­ar­dag og greindi frá fram­boði sínu á fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Kópa­vog­i. 

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent