Sjálfsögð kurteisi að ræða við samstarfsfólk um að taka RÚV af auglýsingamarkaði

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að allt tal um að taka RÚV af auglýsingamarkaði án þess að tryggja tekjur í staðinn sé í raun tal um að skera starfsemina umfangsmikið niður.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Kolbeinn Óttarson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Kolbeinn Óttarson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, segir að allt tal um að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði án þess að tryggja þeim tekjur í stað­inn sé í raun tal um að skera starf­sem­ina umfanga­s­mikið niður þar sem aug­lýs­ingar standi undir einum þriðja af tekjum RÚV. Hann vísar þar til ummæla Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um að hún stefni á leggja fyrir rík­is­stjórn til­lögu um að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði.

Vill hækka útvarps­gjald til að bæta upp tapið

Frétta­blaðið greinir frá því í dag að Lilja stefni á að taka Rík­is­út­varpið af aug­lýs­inga­mark­aði en að þær ­fyr­ir­ætl­an­ir hafi ekki verið kynntar rík­is­stjórn­inni með form­legum hætt­i. „Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mik­il­væg og að þetta sé best gert í skref­um,“ segir Lilja um hvenær hún muni kynna fyr­ir­ætl­anir sínir fyrir rík­is­stjórn. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, segir það koma vel til greina að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði í sam­tali við Frétta­blað­ið. Hún vill leggja til að það verði skoðað sér­stak­lega hvaða á­hrif það myndi hafa á íslenskan aug­lýs­inga­mark­að. Hvort að þeir rúmir tveir millj­arðar sem Rík­is­út­varpið hafi í tekjur af aug­lýs­inga­sölu muni skipt­ast yfir hina inn­lendur miðl­ana eða fara ann­að. 

Auglýsing

Auk þess seg­ist Katrín vilja að RÚV væri bætt aug­lýs­ingatapið með því að hækka útvarps­gjaldið en tekur fram að henni hugn­ist ekki að hafa almanna­fjöl­mið­ill í fjár­lög­um. 

Kurt­eist að ræða fyrst við þing­menn 

Kol­beinn Proppé tjáði sig um fyr­ir­ætl­anir Lilju í Face­book-­færslu í morgun en hann segir að aug­lýs­ingar standa undir einum þriðja af tekjum RÚV og að allt tal um að hætta þeim án þess að tryggja tekjur í stað­inn sé því í raun tal um að skera starf­sem­ina umfangs­mikið nið­ur. 

„Ekk­ert er að finna í stjórn­ar­sátt­mála um þessi mál og spyrja má með atkvæðum hverra ætl­unin sé að ná því fram? Það er sjálf­sagt að ræða stöðu RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði, en slík umræða verður að hefj­ast á því hvernig tekjur þess verða tryggð­ar, ekki er ég til umræðu um nið­ur­skurð eða að setja RÚV á fjár­lög,“ segir Kol­beinn. 

Hann segir jafn­framt að það sé sjálf­sögð kurt­eisi að ræða fyrst við sam­starfs­menn áður en þessar fyr­ir­ætl­anir séu boð­aðar opin­ber­lega þar sem atkvæði þing­manna séu jú það sem á end­anum ráð­i. 

Aug­lýs­ingar standa undir einum þriðja af tekjum RÚV. Alt tal um að hætta þeim án þess að tryggja tekjur í stað­inn er því...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Monday, Sept­em­ber 9, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kanna hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hafði á matarvenjur Íslendinga
Til þess að skilja betur breytingar á neysluvenjum og viðhorfi til matar á meðan neyðarstig almannavarna var í gildi þá stendur Matís nú fyrir könnun um matarvenjur Íslendinga á meðan COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu
Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.
Kjarninn 8. júlí 2020
Öll sem létust í brunanum voru pólskir ríkisborgarar
Borin hafa verið kennsl á þá einstaklinga sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.
Kjarninn 8. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent