Sjálfsögð kurteisi að ræða við samstarfsfólk um að taka RÚV af auglýsingamarkaði

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að allt tal um að taka RÚV af auglýsingamarkaði án þess að tryggja tekjur í staðinn sé í raun tal um að skera starfsemina umfangsmikið niður.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Kolbeinn Óttarson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Kolbeinn Óttarson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, segir að allt tal um að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði án þess að tryggja þeim tekjur í stað­inn sé í raun tal um að skera starf­sem­ina umfanga­s­mikið niður þar sem aug­lýs­ingar standi undir einum þriðja af tekjum RÚV. Hann vísar þar til ummæla Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um að hún stefni á leggja fyrir rík­is­stjórn til­lögu um að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði.

Vill hækka útvarps­gjald til að bæta upp tapið

Frétta­blaðið greinir frá því í dag að Lilja stefni á að taka Rík­is­út­varpið af aug­lýs­inga­mark­aði en að þær ­fyr­ir­ætl­an­ir hafi ekki verið kynntar rík­is­stjórn­inni með form­legum hætt­i. „Það kemur að því. Ég ligg núna undir feldi og er að skoða hvernig þetta sé best gert. Ég held að umræða um málið sé mik­il­væg og að þetta sé best gert í skref­um,“ segir Lilja um hvenær hún muni kynna fyr­ir­ætl­anir sínir fyrir rík­is­stjórn. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, segir það koma vel til greina að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði í sam­tali við Frétta­blað­ið. Hún vill leggja til að það verði skoðað sér­stak­lega hvaða á­hrif það myndi hafa á íslenskan aug­lýs­inga­mark­að. Hvort að þeir rúmir tveir millj­arðar sem Rík­is­út­varpið hafi í tekjur af aug­lýs­inga­sölu muni skipt­ast yfir hina inn­lendur miðl­ana eða fara ann­að. 

Auglýsing

Auk þess seg­ist Katrín vilja að RÚV væri bætt aug­lýs­ingatapið með því að hækka útvarps­gjaldið en tekur fram að henni hugn­ist ekki að hafa almanna­fjöl­mið­ill í fjár­lög­um. 

Kurt­eist að ræða fyrst við þing­menn 

Kol­beinn Proppé tjáði sig um fyr­ir­ætl­anir Lilju í Face­book-­færslu í morgun en hann segir að aug­lýs­ingar standa undir einum þriðja af tekjum RÚV og að allt tal um að hætta þeim án þess að tryggja tekjur í stað­inn sé því í raun tal um að skera starf­sem­ina umfangs­mikið nið­ur. 

„Ekk­ert er að finna í stjórn­ar­sátt­mála um þessi mál og spyrja má með atkvæðum hverra ætl­unin sé að ná því fram? Það er sjálf­sagt að ræða stöðu RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði, en slík umræða verður að hefj­ast á því hvernig tekjur þess verða tryggð­ar, ekki er ég til umræðu um nið­ur­skurð eða að setja RÚV á fjár­lög,“ segir Kol­beinn. 

Hann segir jafn­framt að það sé sjálf­sögð kurt­eisi að ræða fyrst við sam­starfs­menn áður en þessar fyr­ir­ætl­anir séu boð­aðar opin­ber­lega þar sem atkvæði þing­manna séu jú það sem á end­anum ráð­i. 

Aug­lýs­ingar standa undir einum þriðja af tekjum RÚV. Alt tal um að hætta þeim án þess að tryggja tekjur í stað­inn er því...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Monday, Sept­em­ber 9, 2019


Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent