Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra

Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.

Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Auglýsing

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem hét um ára­bil Brim, hagn­að­ist um 11,5 millj­ónir evra, eða um 1,5 millj­arða króna miðað við gengi evru um síð­ustu ára­mót, á árinu 2018. Eignir félags­ins voru metnar á 447,3 millj­ónir evra, eða 59,7 millj­arða króna. 

Þar mun­aði mest um eign­ar­hlut­inn í HB Granda, sem nýverið var end­ur­nefnt Brim, sem bók­færður var á um 24,8 millj­arða króna miðað við árs­loka­gengi á evru. Það er rúm­lega 15 pró­sent hærra verð en skráð mark­aðs­verð hlut­ar­ins var á reikn­ings­skila­degi. Í árs­reikn­ingi segir að eign­ar­hlut­ur­inn hafi verið færður sam­kvæmt hlut­deild­ar­að­ferð. „Stjórn­endur hafa fram­kvæmt virð­is­rýrn­un­ar­próf og nið­ur­stöður þess er að ekki er virð­is­rýrnun á eign­ar­hlutn­um.“ Á móti kemur að fyr­ir­tækið seldi hlut sinn í Vinnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyjum og Ögur­vík á árinu 2018. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur sem skilað var inn til árs­reikn­inga­skráar í lok síð­asta mán­að­ar.

Auglýsing

Eign­ar­hlutir í dótt­ur­fé­lögum bók­færðir á 280 millj­ónir

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hét um ára­bil Brim. Nafni félags­ins var breytt þegar það keypti ráð­andi hlut í HB Granda í fyrra. Nafni HB Granda var svo breytt í Brim á hlut­hafa­fundi í ágúst 2019. Guð­mundur Krist­jáns­son, sem er end­an­legur eig­andi að um 75 pró­sent alls hluta­fjár í Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur og tók sjálfur við sem for­stjóri HB Granda eftir inn­komu sína þar, hefur ávallt verið kenndur við það nafn og kall­aður Guð­mundur í Brim­i. 

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er risa­stórt fyr­ir­tæki. Rekstr­ar­tekjur þess á árinu 2018 voru, sam­kvæmt nýlega birtum árs­reikn­ingi, um 22,4 millj­arðar króna ef miðað er við gengi evru um síð­ustu ára­mót. Hagn­aður af starf­sem­inni var, líkt og áður sagði, um 1,5 millj­arður króna.

Eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins var 27,3 millj­arðar króna í árs­lok 2018 jókst á milli ára og skuldir þess grynnk­uðu umtals­vert, eða um 6,5 millj­arða króna. Á árinu 2019 á Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur að greiða um 7,7 millj­arða króna af lang­tíma­skuldum til lána­stofn­ana. Skuld­irnar voru þó enn umtals­verðar í árs­lok, alls um 32,4 millj­arðar króna.

Ljóst er að salan á Ögur­vík seint á árinu 2018 hefur létt á stöðu Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur.

Virði sölu­fé­lag­anna, sem nýverið voru seld til Brims á 4,4 millj­arða króna, eru ekki til­greind sér­stak­lega í árs­reikn­ingn­um. að öðru leyti en að nafn­verð þeirra er gefið upp. Eign­ar­hlutir Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur í öðrum félögum en hlut­deild­ar­fé­lög­um, sem eru þá umrædd sölu­fé­lög og önnur sem fyr­ir­tækið átti að öllu leyti, voru bók­færðir á 2,1 millj­ónir evra, eða um 280 millj­ónir króna miðað við gengi evru um síð­ustu ára­mót. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent