Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra

Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.

Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Auglýsing

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem hét um ára­bil Brim, hagn­að­ist um 11,5 millj­ónir evra, eða um 1,5 millj­arða króna miðað við gengi evru um síð­ustu ára­mót, á árinu 2018. Eignir félags­ins voru metnar á 447,3 millj­ónir evra, eða 59,7 millj­arða króna. 

Þar mun­aði mest um eign­ar­hlut­inn í HB Granda, sem nýverið var end­ur­nefnt Brim, sem bók­færður var á um 24,8 millj­arða króna miðað við árs­loka­gengi á evru. Það er rúm­lega 15 pró­sent hærra verð en skráð mark­aðs­verð hlut­ar­ins var á reikn­ings­skila­degi. Í árs­reikn­ingi segir að eign­ar­hlut­ur­inn hafi verið færður sam­kvæmt hlut­deild­ar­að­ferð. „Stjórn­endur hafa fram­kvæmt virð­is­rýrn­un­ar­próf og nið­ur­stöður þess er að ekki er virð­is­rýrnun á eign­ar­hlutn­um.“ Á móti kemur að fyr­ir­tækið seldi hlut sinn í Vinnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyjum og Ögur­vík á árinu 2018. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur sem skilað var inn til árs­reikn­inga­skráar í lok síð­asta mán­að­ar.

Auglýsing

Eign­ar­hlutir í dótt­ur­fé­lögum bók­færðir á 280 millj­ónir

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hét um ára­bil Brim. Nafni félags­ins var breytt þegar það keypti ráð­andi hlut í HB Granda í fyrra. Nafni HB Granda var svo breytt í Brim á hlut­hafa­fundi í ágúst 2019. Guð­mundur Krist­jáns­son, sem er end­an­legur eig­andi að um 75 pró­sent alls hluta­fjár í Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur og tók sjálfur við sem for­stjóri HB Granda eftir inn­komu sína þar, hefur ávallt verið kenndur við það nafn og kall­aður Guð­mundur í Brim­i. 

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er risa­stórt fyr­ir­tæki. Rekstr­ar­tekjur þess á árinu 2018 voru, sam­kvæmt nýlega birtum árs­reikn­ingi, um 22,4 millj­arðar króna ef miðað er við gengi evru um síð­ustu ára­mót. Hagn­aður af starf­sem­inni var, líkt og áður sagði, um 1,5 millj­arður króna.

Eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins var 27,3 millj­arðar króna í árs­lok 2018 jókst á milli ára og skuldir þess grynnk­uðu umtals­vert, eða um 6,5 millj­arða króna. Á árinu 2019 á Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur að greiða um 7,7 millj­arða króna af lang­tíma­skuldum til lána­stofn­ana. Skuld­irnar voru þó enn umtals­verðar í árs­lok, alls um 32,4 millj­arðar króna.

Ljóst er að salan á Ögur­vík seint á árinu 2018 hefur létt á stöðu Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur.

Virði sölu­fé­lag­anna, sem nýverið voru seld til Brims á 4,4 millj­arða króna, eru ekki til­greind sér­stak­lega í árs­reikn­ingn­um. að öðru leyti en að nafn­verð þeirra er gefið upp. Eign­ar­hlutir Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur í öðrum félögum en hlut­deild­ar­fé­lög­um, sem eru þá umrædd sölu­fé­lög og önnur sem fyr­ir­tækið átti að öllu leyti, voru bók­færðir á 2,1 millj­ónir evra, eða um 280 millj­ónir króna miðað við gengi evru um síð­ustu ára­mót. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent