Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag í meirihlutaeigu Guðmundar Kristjánssonar sem er stærsti eigandi Brim, kærði þann 17. apríl í fyrra háttsettsemi Glitni HoldCo sem í fólst að, að sögn fyrirtækisins, að „rangfæra sönnunargögn“ í dómsmáli milli aðila. Í ársreikningi félagsins segir að sú háttsemi hafi falið í sér „að „klippa“ eða fjarlægja með öðrum hætti, 7 cm neðan af öllum samningum svo að þeir myndu líta út á annan veg en þeir gerðu.“
Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur verið í deilum við þrotabú Glitnis banka, sem nú heitir Glitnir HoldCo, árum saman vegna 31 afleiðusamninga sem gerðir voru haustið 2008, rétt áður en að íslenska bankakerfið hrundi. Samningarnir eru upp á alls um tvo milljarða króna. Útgerðarfélagið hefur ávallt neitað kröfunni og hún ekki verið færð í rekstur eða efnahag fyrirtækisins.
Glitnir höfðaði mál sumarið 2012 og krafðist þess að Útgerðarfélagið, sem þá hét enn Brim, myndi greiða milljarðanna tvo auk dráttarvaxta. Málið hefur þvælst um innan dómskerfisins alla tíð síðan og er enn óleyst, en í ársreikningi Útgerðarfélags Reykjavíkur segir m.a. um þetta mál að fyrir liggi „að enginn starfsmaður Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. hafi beðið um eða gert 23 af 31 samningi sem gerð er krafa um greiðslu á í dómsmálinu og mynda um 90 prósent af kröfu Glitnis Holdco ehf.“
Þá kærði Útgerðarfélag Reykjavíkur til lögreglu, þann 17. apríl 2018, það sem í ársreikningi fyrirtækisins er kallað þá „háttsemi að rangfæra sönnunargögn“ í dómsmálinu. Sú háttsemi á að hafa falið í sér „að „klippa“ eða fjarlægja með öðrum hætti, 7 cm neðan af öllum samningum svo að þeir myndu líta út á annan veg en þeir gerðu.“