„Heimurinn er ekki að farast en úrlausnarefnin eru samt mörg og stór“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar gagnrýni Náttúruverndarsamtaka Íslands en þau gerðu athugasemdir við málflutning hans á þinginu í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

For­maður Mið­flokks­ins, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, segir að heim­ur­inn sé ekki að far­ast en úrlausn­ar­efnin séu samt mörg og stór. Það eigi ekki hvað síst við um umhverf­is­mál­in. „Við hljótum að vilja nálg­ast vanda­málin með það að mark­miði að finna bestu lausn­irnar fremur en að nota þau sem efni­við sýnd­ar­stjórn­mála.“

Þetta skrifar hann í stöðu­upp­færslu á Face­book eftir að Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands gagn­rýndu ræðu hans á Alþingi í gær. Þau sök­uðu hann um að fara með rang­færslur um lofts­lags­mál.

Segir hann í færslu sinni að heimsenda­spá­menn taki því jafnan illa þegar bent sé á að heim­ur­inn sé ekki að versna alveg eins mikið og þeir halda fram.

Auglýsing

„Í umræðum á þing­inu í gær nefndi ég mik­il­vægi þess að taka á lofts­lags­málum af skyn­semi og á grund­velli vís­inda. Þegar lofts­lags­breyt­ingum er kennt um allar ófarir manna og ítrkað spáð yfir­vof­andi heimsendi er ekki lík­legt að gripið verði til réttra aðgerða til að takast á við vand­ann í raun,“ skrifar hann.

Sig­mundur Davíð seg­ist jafn­framt hafa bent á að tal um að hvirf­il­byljir væru orðnir miklu fleiri og stærri en áður væri ekki rétt. Aðstoð­ar­maður ráð­herra hefði þá látið boð út ganga um að það þyrfti að stöðva slíka umræðu í fæð­ingu.

„Í því augna­miði leyfðu menn sér að fara frjáls­lega með eins og stundum áður í þessum mála­flokki. Því var haldið fram að ég hefði verið að vitna í ein­hvern félags­skap í Bret­landi sem væri skip­aður ein­hvers konar ruglu­döll­um. Þar af leið­andi væri þetta vit­leysa (þið sjáið hvað þetta er traust rök­semda­færsla).

Ég var hins vegar ekki að vitna í félags­skap­inn í Bret­landi sem ég hafði aldrei heyrt um heldur í Sam­ein­uðu þjóð­irnar og gögn þeirra,“ skrifar hann.

Heimsenda­spá­menn taka því jafnan illa þegar bent er á að heim­ur­inn sé ekki að versna alveg eins mikið og þeir halda...

Posted by Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son on Thurs­day, Sept­em­ber 12, 2019


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent