„Heimurinn er ekki að farast en úrlausnarefnin eru samt mörg og stór“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar gagnrýni Náttúruverndarsamtaka Íslands en þau gerðu athugasemdir við málflutning hans á þinginu í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

For­maður Mið­flokks­ins, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, segir að heim­ur­inn sé ekki að far­ast en úrlausn­ar­efnin séu samt mörg og stór. Það eigi ekki hvað síst við um umhverf­is­mál­in. „Við hljótum að vilja nálg­ast vanda­málin með það að mark­miði að finna bestu lausn­irnar fremur en að nota þau sem efni­við sýnd­ar­stjórn­mála.“

Þetta skrifar hann í stöðu­upp­færslu á Face­book eftir að Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands gagn­rýndu ræðu hans á Alþingi í gær. Þau sök­uðu hann um að fara með rang­færslur um lofts­lags­mál.

Segir hann í færslu sinni að heimsenda­spá­menn taki því jafnan illa þegar bent sé á að heim­ur­inn sé ekki að versna alveg eins mikið og þeir halda fram.

Auglýsing

„Í umræðum á þing­inu í gær nefndi ég mik­il­vægi þess að taka á lofts­lags­málum af skyn­semi og á grund­velli vís­inda. Þegar lofts­lags­breyt­ingum er kennt um allar ófarir manna og ítrkað spáð yfir­vof­andi heimsendi er ekki lík­legt að gripið verði til réttra aðgerða til að takast á við vand­ann í raun,“ skrifar hann.

Sig­mundur Davíð seg­ist jafn­framt hafa bent á að tal um að hvirf­il­byljir væru orðnir miklu fleiri og stærri en áður væri ekki rétt. Aðstoð­ar­maður ráð­herra hefði þá látið boð út ganga um að það þyrfti að stöðva slíka umræðu í fæð­ingu.

„Í því augna­miði leyfðu menn sér að fara frjáls­lega með eins og stundum áður í þessum mála­flokki. Því var haldið fram að ég hefði verið að vitna í ein­hvern félags­skap í Bret­landi sem væri skip­aður ein­hvers konar ruglu­döll­um. Þar af leið­andi væri þetta vit­leysa (þið sjáið hvað þetta er traust rök­semda­færsla).

Ég var hins vegar ekki að vitna í félags­skap­inn í Bret­landi sem ég hafði aldrei heyrt um heldur í Sam­ein­uðu þjóð­irnar og gögn þeirra,“ skrifar hann.

Heimsenda­spá­menn taka því jafnan illa þegar bent er á að heim­ur­inn sé ekki að versna alveg eins mikið og þeir halda...

Posted by Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son on Thurs­day, Sept­em­ber 12, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent