„Heimurinn er ekki að farast en úrlausnarefnin eru samt mörg og stór“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar gagnrýni Náttúruverndarsamtaka Íslands en þau gerðu athugasemdir við málflutning hans á þinginu í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

For­maður Mið­flokks­ins, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, segir að heim­ur­inn sé ekki að far­ast en úrlausn­ar­efnin séu samt mörg og stór. Það eigi ekki hvað síst við um umhverf­is­mál­in. „Við hljótum að vilja nálg­ast vanda­málin með það að mark­miði að finna bestu lausn­irnar fremur en að nota þau sem efni­við sýnd­ar­stjórn­mála.“

Þetta skrifar hann í stöðu­upp­færslu á Face­book eftir að Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands gagn­rýndu ræðu hans á Alþingi í gær. Þau sök­uðu hann um að fara með rang­færslur um lofts­lags­mál.

Segir hann í færslu sinni að heimsenda­spá­menn taki því jafnan illa þegar bent sé á að heim­ur­inn sé ekki að versna alveg eins mikið og þeir halda fram.

Auglýsing

„Í umræðum á þing­inu í gær nefndi ég mik­il­vægi þess að taka á lofts­lags­málum af skyn­semi og á grund­velli vís­inda. Þegar lofts­lags­breyt­ingum er kennt um allar ófarir manna og ítrkað spáð yfir­vof­andi heimsendi er ekki lík­legt að gripið verði til réttra aðgerða til að takast á við vand­ann í raun,“ skrifar hann.

Sig­mundur Davíð seg­ist jafn­framt hafa bent á að tal um að hvirf­il­byljir væru orðnir miklu fleiri og stærri en áður væri ekki rétt. Aðstoð­ar­maður ráð­herra hefði þá látið boð út ganga um að það þyrfti að stöðva slíka umræðu í fæð­ingu.

„Í því augna­miði leyfðu menn sér að fara frjáls­lega með eins og stundum áður í þessum mála­flokki. Því var haldið fram að ég hefði verið að vitna í ein­hvern félags­skap í Bret­landi sem væri skip­aður ein­hvers konar ruglu­döll­um. Þar af leið­andi væri þetta vit­leysa (þið sjáið hvað þetta er traust rök­semda­færsla).

Ég var hins vegar ekki að vitna í félags­skap­inn í Bret­landi sem ég hafði aldrei heyrt um heldur í Sam­ein­uðu þjóð­irnar og gögn þeirra,“ skrifar hann.

Heimsenda­spá­menn taka því jafnan illa þegar bent er á að heim­ur­inn sé ekki að versna alveg eins mikið og þeir halda...

Posted by Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son on Thurs­day, Sept­em­ber 12, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið ða stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent