„Heimurinn er ekki að farast en úrlausnarefnin eru samt mörg og stór“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar gagnrýni Náttúruverndarsamtaka Íslands en þau gerðu athugasemdir við málflutning hans á þinginu í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

For­maður Mið­flokks­ins, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, segir að heim­ur­inn sé ekki að far­ast en úrlausn­ar­efnin séu samt mörg og stór. Það eigi ekki hvað síst við um umhverf­is­mál­in. „Við hljótum að vilja nálg­ast vanda­málin með það að mark­miði að finna bestu lausn­irnar fremur en að nota þau sem efni­við sýnd­ar­stjórn­mála.“

Þetta skrifar hann í stöðu­upp­færslu á Face­book eftir að Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands gagn­rýndu ræðu hans á Alþingi í gær. Þau sök­uðu hann um að fara með rang­færslur um lofts­lags­mál.

Segir hann í færslu sinni að heimsenda­spá­menn taki því jafnan illa þegar bent sé á að heim­ur­inn sé ekki að versna alveg eins mikið og þeir halda fram.

Auglýsing

„Í umræðum á þing­inu í gær nefndi ég mik­il­vægi þess að taka á lofts­lags­málum af skyn­semi og á grund­velli vís­inda. Þegar lofts­lags­breyt­ingum er kennt um allar ófarir manna og ítrkað spáð yfir­vof­andi heimsendi er ekki lík­legt að gripið verði til réttra aðgerða til að takast á við vand­ann í raun,“ skrifar hann.

Sig­mundur Davíð seg­ist jafn­framt hafa bent á að tal um að hvirf­il­byljir væru orðnir miklu fleiri og stærri en áður væri ekki rétt. Aðstoð­ar­maður ráð­herra hefði þá látið boð út ganga um að það þyrfti að stöðva slíka umræðu í fæð­ingu.

„Í því augna­miði leyfðu menn sér að fara frjáls­lega með eins og stundum áður í þessum mála­flokki. Því var haldið fram að ég hefði verið að vitna í ein­hvern félags­skap í Bret­landi sem væri skip­aður ein­hvers konar ruglu­döll­um. Þar af leið­andi væri þetta vit­leysa (þið sjáið hvað þetta er traust rök­semda­færsla).

Ég var hins vegar ekki að vitna í félags­skap­inn í Bret­landi sem ég hafði aldrei heyrt um heldur í Sam­ein­uðu þjóð­irnar og gögn þeirra,“ skrifar hann.

Heimsenda­spá­menn taka því jafnan illa þegar bent er á að heim­ur­inn sé ekki að versna alveg eins mikið og þeir halda...

Posted by Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son on Thurs­day, Sept­em­ber 12, 2019


Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent