Samþykkja að lengja og hækka gjaldskyldu bílastæða

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að lengja gjaldskyldu á gjaldsvæði 1 til klukkan átta á virkum dögum og laugardögum sem og að hefja gjaldskyldu á sunnudögum. Ráðið samþykkti einnig að hækka gjaldskrár á gjaldsvæðunum fjórum.

img_4488_raw_2709130508_10191307184_o.jpg
Auglýsing

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt þrjár tillögur þess efnis að hækka gjaldskrá, stækka gjaldskyldsvæði og lengja gjaldskyldutíma bílstæða í miðbænum. Ráðið samþykkti að lengja gjaldskyldu á gjaldsvæði 1 til átta á virkum dögum og laugardögum. Auk þess var samþykkt að hefja gjaldskyldu á sunnudögum og að gjaldskrá á gjaldsvæðunum fjórum verði hækkuð. 

Gjaldskylda á sunnudögum 

Þrjár tillögur voru samþykktar á fundiskipulags- og samgönguráðs í gær með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Tillögurnar þrjár voru samþykktar með atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Viðreisnar og fulltrúa Samfylkingarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

Ráðið samþykkti að lengja gjaldskyldutíma á gjaldsvæði 1 á virkum dögum og laugardögum. Samþykkt var að gjaldskyldutími á gjaldsvæði 1 verði lengdur til klukkan 20:00 á virkum dögum og á laugardögum. Í dag er gjaldskylda til klukkan 18:00 á virkum dögum og til klukkan 16:00 á laugardögum. 


Auglýsing

Auk þess var samþykkt að hefja gjaldskyldu á gjaldsvæði 1 á sunnudögum frá klukkan 10:00 til klukkan 16:00.

Klukkutíminn á gjaldsvæði 1 kostar nú 400 krónur

Önnur tillaga sneri að hækka gjaldskrá á öllum gjaldsvæðunum fjórum. Ráðið samþykkti að á gjaldsvæði 1 verði gjaldið nú 400 krónur á klukkustund, 200 krónur á klukkustund á gjaldsvæði 2, 100 krónur á klukkustund á gjaldsvæði 3 og 200 krónur á klukkustund á gjaldsvæði 4. 

Þá var einnig samþykkt tillaga um að gjaldsvæði 1 verði stækkað, þar á meðal að hluti af Borgartúni verði gert að gjaldsvæði 1.

Harkalegar aðgerðir á meðan Strætó er ekki fýsilegur kostur

Ásgerður Jóna Flosadóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, bókaði á fundinum að tillögurnar þrjár snerust um að gera bílafólki eins erfitt fyrir hægt væri að koma bílnum sínum í bæinn. Hún sagði að annar ávinningur væri ekki sýnilegur. 

„Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri Íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið upp á Strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum,“ segir í bókun Ásgerðar. 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Mynd: Bára Huld BeckFulltrúar Pírata. fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar gagnbókuðu bókun Ásgerðar og sögðu að stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma sé í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. 


„Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla,“ segir í bókuninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent