Ugla Stefanía: Nei, það er ekki búið að skipta um þjóðfána

Formaður Trans Íslands róar Guðmund Oddsson, formann Golf­klúbbs Kópa­vogs og Garðabæj­ar, en hann hafði viðrað áhyggjur sínar af því að Ísland væri búið að skipta um þjóðfána. Hann hefur síðan beðið félagsmenn klúbbsins afsökunar á skrifum sínum.

Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur
Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur
Auglýsing

Ugla Stef­anía Krist­jönu­dóttir Jóns­dótt­ir, kynja­fræð­ingur og ­for­maður Trans Íslands, svarar fyrr­ver­andi skóla­­stjór­anum Guð­mund­i Odds­­syni og for­manni Golf­­klúbbs Kópa­vogs og Garða­bæj­­ar í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í morgun en hann hafði meðal ann­­ars áhyggjur af því hvort búið væri að skipta þjóð­fána Íslend­inga út fyr­ir regn­­boga­­fán­ann.

Hann viðr­aði skoð­anir sínar í grein í Morg­un­blað­inu í fyrra­dag um við­brögð ýmissa fyr­ir­tækja við heim­sókn vara­for­seta Banda­ríkj­anna, Mike Pence, í síð­ustu viku en mörg hver flögg­uðu regn­boga­fán­anum til að styðja við mál­stað hinsegin fólks.

Guð­mund­ur bað fé­lags­­menn í golf­klúbbnum af­­sök­un­ar á grein­inni í gær­kvöldi í gegnum tölvu­póst sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. Í honum segir hann að hann hafi orðið þess áskynja að hanni hafi sært ákveðna félags­menn með þess­ari grein en að það hafi aldrei verið ætl­un­in. „Mér þykir það leitt og bið þá sem það á við inni­legrar afsök­un­ar,“ skrifar hann.

Auglýsing

Pence þekktur fyrir grófa for­dóma gagn­vart hinsegin fólki 

„Ekki er að undra að Guð­mundi hafi fund­ist regn­boga­fána­málið frekar dramat­ískt, enda ekki á hverjum degi sem þjóð­ar­leið­togi ann­ars ríkis kemur á klak­ann. Ekki er Mike Pence heldur bara hvaða þjóð­ar­leið­togi sem er, heldur þjóð­ar­leið­togi sem er þekktur fyrir grófa for­dóma gagn­vart hinsegin fólki í þokka­bót,“ skrifar Ugla Stef­anía í grein sinni.

Hún útskýrir ítar­lega ástæðu þess að regn­boga­fán­inn blakti við hún þegar vara­for­set­inn kom til lands­ins. „Hún var sú að Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, finnst að það sé í lagi að reka fólk eins og mig úr vinnu og neita mér um þjón­ustu fyrir það eitt að vera eins og ég er. Ekki finnst honum það bara í lagi, heldur hefur staðið fyrir laga­setn­ingum og breyt­ingum á lögum sem leyfa það.

Hann styður sömu­leiðis svo­kall­aðar „af­homm­un­ar­búð­ir“, þar sem er reynt að fá fólk til að hætta að vera hinsegin með öfga­fullum hætti, eins og t.d. pynt­ing­um, heila­þvotti og ofbeldi. En það veit allt vel þenkj­andi fólk að ekki er hægt að neyða fólk til að vera eitt­hvað sem það er ekki, enda held ég að þá eng­inn myndi vera hinseg­in.“

Hinsegin dagar lengi verið mik­il­vægur hluti af íslenskri dæg­ur­menn­ingu

Henni finnst jafn­framt mik­il­vægt að árétta að Hinsegin dagar séu hátíð sem hefur verið til í nær tvo ára­tugi – og í raun lengur ef kröfu­göngur frá ’93 og ’94 séu taldar með – en ekki ein­ungis nokkur ár eins og Guð­mundur tel­ur.

Hinsegin dagar hafi því lengi verið mik­il­vægur hluti af íslenskri dæg­ur­menn­ingu. „Mér þykir það miður að Guð­mundi þyki ekki mikið til hátíð­ar­innar koma og hvet ég hann og allt það fólk sem hefur ekki gert það nú þegar að skella sér á næsta ári. Við munum taka vel á móti ykk­ur. Þar eru ýmsir fræðslu­við­burð­ir, skemmt­an­ir, ganga og annað skemmti­legt og efl­andi fyrir gesti og gang­andi. Þessi hátíð er haldin til að vekja athygli á hinsegin mál­efnum og hverju þarf enn að berj­ast fyrir svo við getum öll lifað í rétt­látu og frjálsu sam­fé­lagi – og auð­vitað til þess að fagna fjöl­breyti­leik­anum í okkar litla og víð­sýna sam­fé­lag­i,“ skrifar hún.

Guð­mundur þarf litlar áhyggjur að hafa

Í grein sinni spyr Guð­mundur hvers fólk sem er ekki hinsegin eigi nú að gjalda. „Ég get huggað Guð­mund með því að hann þurfi nú að hafa litlar áhyggjur af því, enda er staða fólks sem er ekki hinsegin yfir­burða­góð. Engin lög eru í gildi neins staðar í heim­inum sem hefta frelsi þess né þarf það að ótt­ast for­dóma, skiln­ings­leysi og jafn­vel ofbeldi fyrir það eitt að vera ekki hinseg­in. En það er alltaf í mynd­inni að stofna bara sína eigin hátíð og sýna þannig frum­kvæði. Það ætti nú að vera lítið mál ef áhyggj­urnar eru ein­lægar og drif­kraft­ur­inn til stað­ar.“

Enn fremur hefur Guð­mundur áhyggjur af börnum og við­kvæmri stöðu þeirra í skrifum sín­um. „Mér finnst það frá­bært að hann láti sig mál­efni barna varða, enda er það eitt­hvað sem er mikið bar­áttu­mál fyrir mér að börnum á Íslandi líði vel. Hinsegin ung­menni upp­lifa mikla van­líðan vegna þess að þau geta ekki verið þau sjálf og upp­lifa jafn­vel ein­elti í skólum fyrir það að vera hinsegin eða sýna hegðun sem fellur út fyrir norm­ið. Það er því rosa­lega mik­il­vægt að við byggjum frjálst og rétt­látt sam­fé­lag þar sem fólk getur verið það sjálft og fengið að vera ham­ingju­sam­t.“

Trans fólk full­kom­lega fært um að eign­ast börn

Að lokum bendir Ugla Stef­anía á að eng­inn þurfi að hafa sér­stakar áhyggjur af lít­illi fjölgun þjóð­ar­inn­ar, eins og Guð­mundur virð­ist hafa. „Ís­lend­ingar hafa aldrei verið fleiri og þrátt fyrir að fæð­ing­ar­tíðni hafi lækkað hér­lendis þá efast ég stór­lega um að það sé vegna trans fólks. Trans fólk er nefni­lega full­kom­lega fært um að eign­ast börn líkt og allt annað fólk.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent