Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu

Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.

Þórhildur sunna og haraldur
Auglýsing

„Ef að rík­is­lög­reglu­stjóri veit af spill­ingu innan lög­regl­unnar ber honum skylda til þess að til­kynna slíkt.“ Þetta segir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata og lík­ast til verð­andi for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, í nýrri stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Þar segir hún enn fremur að henni finn­ist vel skoð­andi að láta Har­ald Johann­es­sen rík­is­lög­reglu­stjóra koma fyrir nefnd­ina til að skýra orð sín í við­tali við Morg­un­blaðið í gær, en til stendur að kjósa Þór­hildi Sunnu sem for­mann nefnd­ar­innar á fundi hennar á morg­un. 

Ef að rík­is­lög­reglu­stjóri veit af spill­ingu innan lög­regl­unnar ber honum skylda til þess að til­kynna slíkt. Mér finnst því vel skoð­andi að hann komi fyrir stjórna­kip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og skýri orð sín.

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Sunday, Sept­em­ber 15, 2019

 Í við­tal­inu í Morg­un­­blað­inu sagði að verið sé að reyna að hrekja hann úr emb­ætti með því að dreifa vís­vit­andi rang­­færslum og róg­­burði um hann. 

Auglýsing
Þeir sem séu að gera það séu lög­­­reglu­­menn sem telji sig eiga harma að hefna gegn hon­um, meðal ann­­ars vegna þess að hann hafi gripið inn í vegna starfs­hátta eða fram­komu þeirra eða vegna þess að þeir hafi ekki fengið stöður sem þeir sótt­­ust eft­­ir. Ef til starfs­loka hans komi kalli það á enn ít­­­ar­­­legri um­­­fjöll­un af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Telur aðför vera í gangi gegn sér

Þar sagði Har­aldur að gagn­rýni hans á fram­­göngu lög­­­reglu­­manna eigi þátt í því sem hann kallar aðför gegn sér. Hann sagð­ist hafa bent á að spill­ing ætti ekki að líð­­ast innan lög­­regl­unn­­ar. „Hluti af umræð­unni sem er að brjót­­­ast fram núna er kannski einnig vegna þeirr­ar af­­­stöðu minn­­­ar. Ég hef til dæm­is bent á að það fari ekki sam­an að lög­­­­­reglu­­­menn séu með­fram starfi sínu í póli­­­tísku vaf­stri. Það fer að mínu viti ekki sam­­­an.“ Umræða um bíla­­­mál lög­­­regl­unn­ar sé hluti af þeirri rógs­her­­­ferð að óreiða sé í fjár­­­­­mál­um rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra.

Har­aldur sagði í við­tal­inu að „sví­v­irð­i­­leg­um aðferðum [sé beitt] í valda­tafli, hags­muna­­­gæslu og póli­­­tík“ og að of stór­ hluta af fjár­­­mun­um til lög­­­regl­unn­ar á Íslandi renna í „há­timbraða yf­ir­­­manna­­­bygg­ing­u“. Því þurfi að ráð­­ast í sam­ein­ingu lög­­­­­reglu­emb­ætta.

Stjórn­­­sýslu­út­­­tekt í far­vatn­inu

Tölu­verðar deilur hafa verið innan lög­­­regl­unn­­­ar, og þá einkum í garð Rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra, að und­an­­­förnu, en í fréttum RÚV hefur meðal ann­­­ars komið fram að þær tengis fata­málum lög­­­­­reglu og bíla­mál­um, ásamt öðrum mál­u­m. 

Fjöl­­­mörg lög­­­­­reglu­emb­ætti í land­inu hafa lýst yfir stuðn­­ingi við stjórn Lands­­­sam­­­bands lög­­­­­reglu­­­manna sem hafa und­an­farið sett þrýst­ing lög­­­­­reglu­­­stjóra lands­ins á að láta fara fram al­hliða stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tekt á emb­ætti rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra. 

Ákveðið var að Rík­­is­end­­ur­­skoðun ráð­ist í slíka úttekt í lið­inni viku. 

Har­aldur sendi frá sér yfir­­­lýs­ingu á fimmt­u­dag þar sem sagði að álykt­­­anir lög­­­­­reglu­­­fé­laga, gegn emb­ætti rík­­­is­lög­­­reglu­­­stjóra, væru ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lög­­­­­reglu. Þá sagði að yfir­­­lýs­ingar sem „ali á ótta“ geti verið til þess fallnar að bitna á öryggi almenn­ings og það sé ámæl­is­vert. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lög­­­regl­una og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenn­ingur ber til lög­­­regl­unn­­­ar. Á end­­­anum gæti þetta ástand því komið niður á öryggi almenn­ings,“ sagði í yfir­­­lýs­ing­unni.

Hann sagð­ist þar einnig fagna fyr­ir­hug­aðri út­­­tekt rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­anda á emb­ætt­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent