Málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu mun fara fram klukkan 9:15 þann 5. febrúar á næsta ári í Strassborg. Lögmenn málsaðila hafa til 4. nóvember næstkomandi til að skila skriflegum greinargerðum til dómsins. Alls munu 17 dómarar sitja í yfirdeildinni við meðferð málsins. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, varaforseti Mannréttindadómstólsins. Hann var einnig á meðal þeirra þeirra dómara sem felldu áfellisdóm í málinu 12. mars síðastliðinn.
Greint var frá því 9. september að yfirdeildin hefði ákveðið að taka Landsréttarmálið fyrir. Dómstóllinn felldi upphaflegan dóm sinn í vor þar sem bæði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Alþingi á sig áfellisdóm fyrir það hvernig haldið var á skipan 15 dómara við Landsrétt í byrjun júní 2017.
Íslenska ríkið ákvað í apríl að áfrýja þeirri niðurstöðu og beina því til yfirdeildar dómsins að taka málið aftur fyrir.
Dómur MDE, sem var í máli manns sem heitir Guðmundur Andri Ástráðsson, var á þann veg að það væri brot á mannréttindum þeirra sem koma fyrir Landsrétt að fjórir ólöglega skipaðir dómarar dæmi í málum þeirra hefur mikilli spennu í íslensku samfélagi. Dómararnir fjórir geta ekki dæmt og um tíma starfaði Landsréttur ekki.