Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum

Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.

Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Auglýsing

 „Það er óásætt­an­legt að prest­ur­inn hafi brotið sið­ferði­lega á kon­unum meðan hann var þjón­andi prestur í Þjóð­kirkj­unni og í sam­skiptum við þær. Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfir­stjórnar kirkj­unnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfir­lýs­ingu sem Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, og vígslu­bisk­up­arnir í Skál­holti og á Hól­u­m, hafa sent till fimm þolenda sókn­ar­prests­ins Ólafs Jóhanns­son­ar. Þar er, fyrir hönd þjóð­kirkj­unn­ar, harmað að brot hans hafi átt sér stað og að kon­urnar hafi þurft að líða fyrir sið­ferð­is­brot af hans hálfu um ára­bil.

Auglýsing
Þau sem skrifa undir yfir­lýs­ing­una segj­ast trúa frá­sögnum kvenn­anna og telji það ólíð­andi að per­sónu­leg mörk hafi ekki verið virt, þar með virð­ing fyrir til­finn­ingum og einka­lífi þeirra. „Okkur þykir afar sárt að kon­urn­ar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og sið­ferð­is­kennd á opin­berum vett­vangi með kærum og öðrum opin­berum hætti. Per­sónu­leg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siða­reglum Þjóð­kirkj­unnar og með skýrum reglum um við­brögð við sið­ferð­is- og aga­brotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siða­reglur og þær bættar í ljósi þess­ara sið­ferð­is­brota.“

Braut sið­ferð­is­lega á tveimur konum

Kon­urnar fimm höfðu lýst kyn­ferð­is­legu áreiti, sið­ferð­is­brotum og óásætt­an­legri hegðun séra Ólafs í sam­skiptum hans við sig og kærðu hann til úrskurð­ar­nefndar Þjóð­kirkj­unn­ar. 

Eftir að úrskurð­ar­nefndin lauk máli sínu áfrýj­aði séra Ólafur til áfrýj­un­ar­nefndar úrskurð­ar­mála. Nið­ur­staðan var sú að hann braut sið­ferði­lega á tveimur af kon­unum og var brot­unum lýst í nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar. Mál­inu er nú lokið og séra Ólafur var leystur frá emb­ætti sem sókn­ar­prestur í þjón­ustu Þjóð­kirkj­unnar með því að emb­ætti hans var lagt niður í vor. Í yfir­lýs­ing­unni segir að allar kon­urnar fimm hafi átt það sam­eig­in­legt að hafa átt í sam­skiptum við hann í starfi sínu og þjón­ustu á kirkju­legum vett­vangi þar sem þessi sið­ferð­is­brot voru fram­in.

Frakkur og ágengur

Í nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefndar er hægt að lesa lýs­ingu á þeim brotum sem Ólafur framdi frá haustinu 2002 og fram á árið 2017 gagn­vart einni konu, sem starf­aði sem prestur á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Þar segir m.a. að Ólafur hafi sýnt af sér áreitni sem „hefði falist í því að áfrýj­andi narti í eyrna­snepla, kossum á kinn sem fær­ist yfir á eyrna­snepla sem sleiktir séu snöggt, kæf­andi faðm­lögum par sem henni hafi verið lyft frá gólfi og haldið í fangi. Einnig hafi áfrýj­andi tekið skó af fótum varn­ar­að­ila og ýmist veitt eða boðið fóta­nudd án þess að um það hafi verið beð­ið. Þessi til­vik hafi verið mörg og hátt­semin í raun óslit­in.“

Ólafur sagði að faðm­lög hans hafi verið vina­hót og eðli­leg og að hann kann­að­ist við að lyfta fólki upp í faðm­lögum en „að það hafi verið stælar og skýrst af því að hann sé í eðli sínu bæði frakkur og ágeng­ur.“ Hann full­yrti að hann hefði aldrei kysst kon­una með tungu sinni né nartað í eyra hennar í þau 15 ár sem þau unnu saman en stað­festi að hann hefði mörgum árum áður boðið henni fóta­nudd sem hún hefði afþakk­að. 

Hægt er að lesa yfir­lýs­ing­una í heild hér og nið­ur­stöðu Áfrýj­un­ar­nefndar hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent