Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum

Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.

Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Auglýsing

 „Það er óásætt­an­legt að prest­ur­inn hafi brotið sið­ferði­lega á kon­unum meðan hann var þjón­andi prestur í Þjóð­kirkj­unni og í sam­skiptum við þær. Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfir­stjórnar kirkj­unnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfir­lýs­ingu sem Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, og vígslu­bisk­up­arnir í Skál­holti og á Hól­u­m, hafa sent till fimm þolenda sókn­ar­prests­ins Ólafs Jóhanns­son­ar. Þar er, fyrir hönd þjóð­kirkj­unn­ar, harmað að brot hans hafi átt sér stað og að kon­urnar hafi þurft að líða fyrir sið­ferð­is­brot af hans hálfu um ára­bil.

Auglýsing
Þau sem skrifa undir yfir­lýs­ing­una segj­ast trúa frá­sögnum kvenn­anna og telji það ólíð­andi að per­sónu­leg mörk hafi ekki verið virt, þar með virð­ing fyrir til­finn­ingum og einka­lífi þeirra. „Okkur þykir afar sárt að kon­urn­ar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og sið­ferð­is­kennd á opin­berum vett­vangi með kærum og öðrum opin­berum hætti. Per­sónu­leg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siða­reglum Þjóð­kirkj­unnar og með skýrum reglum um við­brögð við sið­ferð­is- og aga­brotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siða­reglur og þær bættar í ljósi þess­ara sið­ferð­is­brota.“

Braut sið­ferð­is­lega á tveimur konum

Kon­urnar fimm höfðu lýst kyn­ferð­is­legu áreiti, sið­ferð­is­brotum og óásætt­an­legri hegðun séra Ólafs í sam­skiptum hans við sig og kærðu hann til úrskurð­ar­nefndar Þjóð­kirkj­unn­ar. 

Eftir að úrskurð­ar­nefndin lauk máli sínu áfrýj­aði séra Ólafur til áfrýj­un­ar­nefndar úrskurð­ar­mála. Nið­ur­staðan var sú að hann braut sið­ferði­lega á tveimur af kon­unum og var brot­unum lýst í nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar. Mál­inu er nú lokið og séra Ólafur var leystur frá emb­ætti sem sókn­ar­prestur í þjón­ustu Þjóð­kirkj­unnar með því að emb­ætti hans var lagt niður í vor. Í yfir­lýs­ing­unni segir að allar kon­urnar fimm hafi átt það sam­eig­in­legt að hafa átt í sam­skiptum við hann í starfi sínu og þjón­ustu á kirkju­legum vett­vangi þar sem þessi sið­ferð­is­brot voru fram­in.

Frakkur og ágengur

Í nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefndar er hægt að lesa lýs­ingu á þeim brotum sem Ólafur framdi frá haustinu 2002 og fram á árið 2017 gagn­vart einni konu, sem starf­aði sem prestur á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Þar segir m.a. að Ólafur hafi sýnt af sér áreitni sem „hefði falist í því að áfrýj­andi narti í eyrna­snepla, kossum á kinn sem fær­ist yfir á eyrna­snepla sem sleiktir séu snöggt, kæf­andi faðm­lögum par sem henni hafi verið lyft frá gólfi og haldið í fangi. Einnig hafi áfrýj­andi tekið skó af fótum varn­ar­að­ila og ýmist veitt eða boðið fóta­nudd án þess að um það hafi verið beð­ið. Þessi til­vik hafi verið mörg og hátt­semin í raun óslit­in.“

Ólafur sagði að faðm­lög hans hafi verið vina­hót og eðli­leg og að hann kann­að­ist við að lyfta fólki upp í faðm­lögum en „að það hafi verið stælar og skýrst af því að hann sé í eðli sínu bæði frakkur og ágeng­ur.“ Hann full­yrti að hann hefði aldrei kysst kon­una með tungu sinni né nartað í eyra hennar í þau 15 ár sem þau unnu saman en stað­festi að hann hefði mörgum árum áður boðið henni fóta­nudd sem hún hefði afþakk­að. 

Hægt er að lesa yfir­lýs­ing­una í heild hér og nið­ur­stöðu Áfrýj­un­ar­nefndar hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent