Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum

Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.

Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Auglýsing

 „Það er óásættanlegt að presturinn hafi brotið siðferðilega á konunum meðan hann var þjónandi prestur í Þjóðkirkjunni og í samskiptum við þær. Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfirstjórnar kirkjunnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum, hafa sent till fimm þolenda sóknarprestsins Ólafs Jóhannssonar. Þar er, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, harmað að brot hans hafi átt sér stað og að konurnar hafi þurft að líða fyrir siðferðisbrot af hans hálfu um árabil.

Auglýsing
Þau sem skrifa undir yfirlýsinguna segjast trúa frásögnum kvennanna og telji það ólíðandi að persónuleg mörk hafi ekki verið virt, þar með virðing fyrir tilfinningum og einkalífi þeirra. „Okkur þykir afar sárt að konurnar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og siðferðiskennd á opinberum vettvangi með kærum og öðrum opinberum hætti. Persónuleg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siðareglum Þjóðkirkjunnar og með skýrum reglum um viðbrögð við siðferðis- og agabrotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siðareglur og þær bættar í ljósi þessara siðferðisbrota.“

Braut siðferðislega á tveimur konum

Konurnar fimm höfðu lýst kynferðislegu áreiti, siðferðisbrotum og óásættanlegri hegðun séra Ólafs í samskiptum hans við sig og kærðu hann til úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar. 

Eftir að úrskurðarnefndin lauk máli sínu áfrýjaði séra Ólafur til áfrýjunarnefndar úrskurðarmála. Niðurstaðan var sú að hann braut siðferðilega á tveimur af konunum og var brotunum lýst í niðurstöðu nefndarinnar. Málinu er nú lokið og séra Ólafur var leystur frá embætti sem sóknarprestur í þjónustu Þjóðkirkjunnar með því að embætti hans var lagt niður í vor. Í yfirlýsingunni segir að allar konurnar fimm hafi átt það sameiginlegt að hafa átt í samskiptum við hann í starfi sínu og þjónustu á kirkjulegum vettvangi þar sem þessi siðferðisbrot voru framin.

Frakkur og ágengur

Í niðurstöðu áfrýjunarnefndar er hægt að lesa lýsingu á þeim brotum sem Ólafur framdi frá haustinu 2002 og fram á árið 2017 gagnvart einni konu, sem starfaði sem prestur á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Þar segir m.a. að Ólafur hafi sýnt af sér áreitni sem „hefði falist í því að áfrýjandi narti í eyrnasnepla, kossum á kinn sem færist yfir á eyrnasnepla sem sleiktir séu snöggt, kæfandi faðmlögum par sem henni hafi verið lyft frá gólfi og haldið í fangi. Einnig hafi áfrýjandi tekið skó af fótum varnaraðila og ýmist veitt eða boðið fótanudd án þess að um það hafi verið beðið. Þessi tilvik hafi verið mörg og háttsemin í raun óslitin.“

Ólafur sagði að faðmlög hans hafi verið vinahót og eðlileg og að hann kannaðist við að lyfta fólki upp í faðmlögum en „að það hafi verið stælar og skýrst af því að hann sé í eðli sínu bæði frakkur og ágengur.“ Hann fullyrti að hann hefði aldrei kysst konuna með tungu sinni né nartað í eyra hennar í þau 15 ár sem þau unnu saman en staðfesti að hann hefði mörgum árum áður boðið henni fótanudd sem hún hefði afþakkað. 

Hægt er að lesa yfirlýsinguna í heild hér og niðurstöðu Áfrýjunarnefndar hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent