Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum

Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.

Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Auglýsing

 „Það er óásætt­an­legt að prest­ur­inn hafi brotið sið­ferði­lega á kon­unum meðan hann var þjón­andi prestur í Þjóð­kirkj­unni og í sam­skiptum við þær. Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfir­stjórnar kirkj­unnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfir­lýs­ingu sem Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, og vígslu­bisk­up­arnir í Skál­holti og á Hól­u­m, hafa sent till fimm þolenda sókn­ar­prests­ins Ólafs Jóhanns­son­ar. Þar er, fyrir hönd þjóð­kirkj­unn­ar, harmað að brot hans hafi átt sér stað og að kon­urnar hafi þurft að líða fyrir sið­ferð­is­brot af hans hálfu um ára­bil.

Auglýsing
Þau sem skrifa undir yfir­lýs­ing­una segj­ast trúa frá­sögnum kvenn­anna og telji það ólíð­andi að per­sónu­leg mörk hafi ekki verið virt, þar með virð­ing fyrir til­finn­ingum og einka­lífi þeirra. „Okkur þykir afar sárt að kon­urn­ar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og sið­ferð­is­kennd á opin­berum vett­vangi með kærum og öðrum opin­berum hætti. Per­sónu­leg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siða­reglum Þjóð­kirkj­unnar og með skýrum reglum um við­brögð við sið­ferð­is- og aga­brotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siða­reglur og þær bættar í ljósi þess­ara sið­ferð­is­brota.“

Braut sið­ferð­is­lega á tveimur konum

Kon­urnar fimm höfðu lýst kyn­ferð­is­legu áreiti, sið­ferð­is­brotum og óásætt­an­legri hegðun séra Ólafs í sam­skiptum hans við sig og kærðu hann til úrskurð­ar­nefndar Þjóð­kirkj­unn­ar. 

Eftir að úrskurð­ar­nefndin lauk máli sínu áfrýj­aði séra Ólafur til áfrýj­un­ar­nefndar úrskurð­ar­mála. Nið­ur­staðan var sú að hann braut sið­ferði­lega á tveimur af kon­unum og var brot­unum lýst í nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar. Mál­inu er nú lokið og séra Ólafur var leystur frá emb­ætti sem sókn­ar­prestur í þjón­ustu Þjóð­kirkj­unnar með því að emb­ætti hans var lagt niður í vor. Í yfir­lýs­ing­unni segir að allar kon­urnar fimm hafi átt það sam­eig­in­legt að hafa átt í sam­skiptum við hann í starfi sínu og þjón­ustu á kirkju­legum vett­vangi þar sem þessi sið­ferð­is­brot voru fram­in.

Frakkur og ágengur

Í nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefndar er hægt að lesa lýs­ingu á þeim brotum sem Ólafur framdi frá haustinu 2002 og fram á árið 2017 gagn­vart einni konu, sem starf­aði sem prestur á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Þar segir m.a. að Ólafur hafi sýnt af sér áreitni sem „hefði falist í því að áfrýj­andi narti í eyrna­snepla, kossum á kinn sem fær­ist yfir á eyrna­snepla sem sleiktir séu snöggt, kæf­andi faðm­lögum par sem henni hafi verið lyft frá gólfi og haldið í fangi. Einnig hafi áfrýj­andi tekið skó af fótum varn­ar­að­ila og ýmist veitt eða boðið fóta­nudd án þess að um það hafi verið beð­ið. Þessi til­vik hafi verið mörg og hátt­semin í raun óslit­in.“

Ólafur sagði að faðm­lög hans hafi verið vina­hót og eðli­leg og að hann kann­að­ist við að lyfta fólki upp í faðm­lögum en „að það hafi verið stælar og skýrst af því að hann sé í eðli sínu bæði frakkur og ágeng­ur.“ Hann full­yrti að hann hefði aldrei kysst kon­una með tungu sinni né nartað í eyra hennar í þau 15 ár sem þau unnu saman en stað­festi að hann hefði mörgum árum áður boðið henni fóta­nudd sem hún hefði afþakk­að. 

Hægt er að lesa yfir­lýs­ing­una í heild hér og nið­ur­stöðu Áfrýj­un­ar­nefndar hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent