Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum

Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.

Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Auglýsing

 „Það er óásætt­an­legt að prest­ur­inn hafi brotið sið­ferði­lega á kon­unum meðan hann var þjón­andi prestur í Þjóð­kirkj­unni og í sam­skiptum við þær. Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfir­stjórnar kirkj­unnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfir­lýs­ingu sem Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, og vígslu­bisk­up­arnir í Skál­holti og á Hól­u­m, hafa sent till fimm þolenda sókn­ar­prests­ins Ólafs Jóhanns­son­ar. Þar er, fyrir hönd þjóð­kirkj­unn­ar, harmað að brot hans hafi átt sér stað og að kon­urnar hafi þurft að líða fyrir sið­ferð­is­brot af hans hálfu um ára­bil.

Auglýsing
Þau sem skrifa undir yfir­lýs­ing­una segj­ast trúa frá­sögnum kvenn­anna og telji það ólíð­andi að per­sónu­leg mörk hafi ekki verið virt, þar með virð­ing fyrir til­finn­ingum og einka­lífi þeirra. „Okkur þykir afar sárt að kon­urn­ar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og sið­ferð­is­kennd á opin­berum vett­vangi með kærum og öðrum opin­berum hætti. Per­sónu­leg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siða­reglum Þjóð­kirkj­unnar og með skýrum reglum um við­brögð við sið­ferð­is- og aga­brotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siða­reglur og þær bættar í ljósi þess­ara sið­ferð­is­brota.“

Braut sið­ferð­is­lega á tveimur konum

Kon­urnar fimm höfðu lýst kyn­ferð­is­legu áreiti, sið­ferð­is­brotum og óásætt­an­legri hegðun séra Ólafs í sam­skiptum hans við sig og kærðu hann til úrskurð­ar­nefndar Þjóð­kirkj­unn­ar. 

Eftir að úrskurð­ar­nefndin lauk máli sínu áfrýj­aði séra Ólafur til áfrýj­un­ar­nefndar úrskurð­ar­mála. Nið­ur­staðan var sú að hann braut sið­ferði­lega á tveimur af kon­unum og var brot­unum lýst í nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar. Mál­inu er nú lokið og séra Ólafur var leystur frá emb­ætti sem sókn­ar­prestur í þjón­ustu Þjóð­kirkj­unnar með því að emb­ætti hans var lagt niður í vor. Í yfir­lýs­ing­unni segir að allar kon­urnar fimm hafi átt það sam­eig­in­legt að hafa átt í sam­skiptum við hann í starfi sínu og þjón­ustu á kirkju­legum vett­vangi þar sem þessi sið­ferð­is­brot voru fram­in.

Frakkur og ágengur

Í nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefndar er hægt að lesa lýs­ingu á þeim brotum sem Ólafur framdi frá haustinu 2002 og fram á árið 2017 gagn­vart einni konu, sem starf­aði sem prestur á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Þar segir m.a. að Ólafur hafi sýnt af sér áreitni sem „hefði falist í því að áfrýj­andi narti í eyrna­snepla, kossum á kinn sem fær­ist yfir á eyrna­snepla sem sleiktir séu snöggt, kæf­andi faðm­lögum par sem henni hafi verið lyft frá gólfi og haldið í fangi. Einnig hafi áfrýj­andi tekið skó af fótum varn­ar­að­ila og ýmist veitt eða boðið fóta­nudd án þess að um það hafi verið beð­ið. Þessi til­vik hafi verið mörg og hátt­semin í raun óslit­in.“

Ólafur sagði að faðm­lög hans hafi verið vina­hót og eðli­leg og að hann kann­að­ist við að lyfta fólki upp í faðm­lögum en „að það hafi verið stælar og skýrst af því að hann sé í eðli sínu bæði frakkur og ágeng­ur.“ Hann full­yrti að hann hefði aldrei kysst kon­una með tungu sinni né nartað í eyra hennar í þau 15 ár sem þau unnu saman en stað­festi að hann hefði mörgum árum áður boðið henni fóta­nudd sem hún hefði afþakk­að. 

Hægt er að lesa yfir­lýs­ing­una í heild hér og nið­ur­stöðu Áfrýj­un­ar­nefndar hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent