Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu

Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.

Haraldur og Áslaug Arna
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, segir að ekki hafi komið til greina að gera starfs­loka­samn­ing við Har­ald Jo­hann­essen, rík­is­lög­reglu­stjóra, að svo stöddu. Áslaug mun setja af stað vinnu í dóms­mála­ráðu­neyt­inu sem mun fara yfir þær deilur sem nú eiga sér stað innan lög­regl­unnar um starf­semi emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra og sam­skipta þess við lög­reglu­emb­ætti lands­ins. Þetta kemur fram í við­tali við Áslaugu á frétta­stofu RÚV. 

Stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tekt í far­vatn­inu

­Tölu­verðar deilur hafa verið innan lög­­­­regl­unn­­­­ar, og þá einkum í garð Rík­­­­is­lög­­­­reglu­­­­stjóra, að und­an­­­­förn­u, en í fréttum RÚV hefur meðal ann­­­­ars komið fram að þær teng­ist fata­­málum lög­­­­­­­reglu og bíla­­mál­um, ásamt öðrum mál­u­m. 

Fjöl­­­­mörg lög­­­­­­­reglu­emb­ætti í land­inu hafa lýst yfir stuðn­­­ingi við stjórn Lands­­­­sam­­­­bands lög­­­­­­­reglu­­­­manna sem hafa und­an­farið sett þrýst­ing lög­­­­­­­reglu­­­­stjóra lands­ins á að láta fara fram al­hliða stjórn­­­­­­­sýslu­út­­­­­­­tekt á emb­ætti rík­­­­is­lög­­­­reglu­­­­stjóra. Ákveðið var að Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun ráð­ist í slíka úttekt í lið­inni viku. 

Auglýsing

Har­aldur sendi frá sér yfir­­­­lýs­ingu á fimmt­u­dag þar sem sagði að álykt­­­­anir lög­­­­­­­reglu­­­­fé­laga, gegn emb­ætti rík­­­­is­lög­­­­reglu­­­­stjóra, væru ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lög­­­­­­­reglu. Þá sagði að yfir­­­­lýs­ingar sem „ali á ótta“ geti verið til þess fallnar að bitna á öryggi almenn­ings og það sé ámæl­is­vert. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lög­­­­regl­una og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenn­ingur ber til lög­­­­regl­unn­­­­ar. Á end­­­­anum gæti þetta ástand því komið niður á öryggi almenn­ings,“ sagði í yfir­­­­lýs­ing­unni.

Ástandið óásætt­an­legt

Áslaug Arna fund­aði með Har­aldi í dóms­mála­ráðu­neyt­inu í dag. Har­aldur sagði í við­tali fyrir fund­inn að hann hefði óskað eftir fund­inum en hann seg­ist óska eftir fundi með dóms­mála­ráð­herra í hvert skipti sem nýr ráð­herra tekur við emb­ætt­inu.

Áslaug segir í sam­tali við frétta­stofu RÚV að hún hafi greint Har­aldi frá því að henni þætti ástandið óásætt­an­legt á fund­in­um.  „Ég held að ástandið sé óásætt­an­legt og það gera sér allir grein fyrir því. Ég lýsti þeirri skoðun minn­i,“ segir Áslaug Arna. 

„Ég mun setja af stað vinnu hér í ráðu­neyt­inu sem mun fara yfir málið í sam­ráði við helstu aðila,“ segir dóms­mála­ráð­herra jafn­framt. „Ég vona að það komi eitt­hvað hratt út úr því um hvernig við getum brugð­ist við þess­ari stöð­u.“

Hún greindi jafn­framt frá því í við­tal­inu að ekki hafi komið til greina að svo stöddu að gera starfs­loka­samn­ing við Har­ald. 

Segir mál­efni lög­regl­unnar nú leyst innan lög­regl­unnar

Har­aldur segir fund­inn með Áslaugu haf verið gagn­legan og góðan í sam­tali við frétta­stofu RÚV. Hann segir hjaðn­inga­víg hafa átt sér stað innan lög­regl­unnar og að þau skili engu nema menn fall­i. „Ég held að við séum öll sam­mála um að nú verða mál­efni lög­regl­unnar leyst innan lög­reglu með sam­tölum okkar á milli og við reynum að hætta að karpa í fjöl­miðl­u­m,“ segir Har­ald­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðleg áhrif og átök í íslenskri bókaútgáfu
Kaup streymisveitunnar Storytel á langstærstu bókaútgáfu á Íslandi hafa vakið undrun á meðal höfunda og í útgáfuheiminum. Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður skoðuðu málið frekar.
Kjarninn 3. júlí 2020
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 3. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent