Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu

Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.

Haraldur og Áslaug Arna
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, segir að ekki hafi komið til greina að gera starfs­loka­samn­ing við Har­ald Jo­hann­essen, rík­is­lög­reglu­stjóra, að svo stöddu. Áslaug mun setja af stað vinnu í dóms­mála­ráðu­neyt­inu sem mun fara yfir þær deilur sem nú eiga sér stað innan lög­regl­unnar um starf­semi emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra og sam­skipta þess við lög­reglu­emb­ætti lands­ins. Þetta kemur fram í við­tali við Áslaugu á frétta­stofu RÚV. 

Stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tekt í far­vatn­inu

­Tölu­verðar deilur hafa verið innan lög­­­­regl­unn­­­­ar, og þá einkum í garð Rík­­­­is­lög­­­­reglu­­­­stjóra, að und­an­­­­förn­u, en í fréttum RÚV hefur meðal ann­­­­ars komið fram að þær teng­ist fata­­málum lög­­­­­­­reglu og bíla­­mál­um, ásamt öðrum mál­u­m. 

Fjöl­­­­mörg lög­­­­­­­reglu­emb­ætti í land­inu hafa lýst yfir stuðn­­­ingi við stjórn Lands­­­­sam­­­­bands lög­­­­­­­reglu­­­­manna sem hafa und­an­farið sett þrýst­ing lög­­­­­­­reglu­­­­stjóra lands­ins á að láta fara fram al­hliða stjórn­­­­­­­sýslu­út­­­­­­­tekt á emb­ætti rík­­­­is­lög­­­­reglu­­­­stjóra. Ákveðið var að Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun ráð­ist í slíka úttekt í lið­inni viku. 

Auglýsing

Har­aldur sendi frá sér yfir­­­­lýs­ingu á fimmt­u­dag þar sem sagði að álykt­­­­anir lög­­­­­­­reglu­­­­fé­laga, gegn emb­ætti rík­­­­is­lög­­­­reglu­­­­stjóra, væru ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lög­­­­­­­reglu. Þá sagði að yfir­­­­lýs­ingar sem „ali á ótta“ geti verið til þess fallnar að bitna á öryggi almenn­ings og það sé ámæl­is­vert. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lög­­­­regl­una og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenn­ingur ber til lög­­­­regl­unn­­­­ar. Á end­­­­anum gæti þetta ástand því komið niður á öryggi almenn­ings,“ sagði í yfir­­­­lýs­ing­unni.

Ástandið óásætt­an­legt

Áslaug Arna fund­aði með Har­aldi í dóms­mála­ráðu­neyt­inu í dag. Har­aldur sagði í við­tali fyrir fund­inn að hann hefði óskað eftir fund­inum en hann seg­ist óska eftir fundi með dóms­mála­ráð­herra í hvert skipti sem nýr ráð­herra tekur við emb­ætt­inu.

Áslaug segir í sam­tali við frétta­stofu RÚV að hún hafi greint Har­aldi frá því að henni þætti ástandið óásætt­an­legt á fund­in­um.  „Ég held að ástandið sé óásætt­an­legt og það gera sér allir grein fyrir því. Ég lýsti þeirri skoðun minn­i,“ segir Áslaug Arna. 

„Ég mun setja af stað vinnu hér í ráðu­neyt­inu sem mun fara yfir málið í sam­ráði við helstu aðila,“ segir dóms­mála­ráð­herra jafn­framt. „Ég vona að það komi eitt­hvað hratt út úr því um hvernig við getum brugð­ist við þess­ari stöð­u.“

Hún greindi jafn­framt frá því í við­tal­inu að ekki hafi komið til greina að svo stöddu að gera starfs­loka­samn­ing við Har­ald. 

Segir mál­efni lög­regl­unnar nú leyst innan lög­regl­unnar

Har­aldur segir fund­inn með Áslaugu haf verið gagn­legan og góðan í sam­tali við frétta­stofu RÚV. Hann segir hjaðn­inga­víg hafa átt sér stað innan lög­regl­unnar og að þau skili engu nema menn fall­i. „Ég held að við séum öll sam­mála um að nú verða mál­efni lög­regl­unnar leyst innan lög­reglu með sam­tölum okkar á milli og við reynum að hætta að karpa í fjöl­miðl­u­m,“ segir Har­ald­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent