Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit

Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.

Fiskeldi Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Alls á að leggja 175 millj­ónir króna í að bæta stjórn­sýslu, eft­ir­lit og heil­brigðis­kröfur í fisk­eldi á næsta ári, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2020. Það er 41 milljón krónum minna en lög­fest gjald­taka á fisk­eldi á að skila í rík­is­sjóð á næsta ári, en hún á að skila tekjum upp á 134 millj­ónum króna á árinu 2020. 

Því munu skatt­greið­endur greiða meira í aukna stjórn­sýslu og eft­ir­lit með fisk­eldi en rík­is­sjóður mun inn­heimta í gjöld af þeim sem stunda atvinnu­grein­ina og geta haft af henni arð­semi.

Eitt helsta áherslu­málið

Í til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu vegna fjár­laga­frum­varps­ins er til­greint að 175 milljón króna fram­lagið vegna fisk­eldis sé meðal ann­ars til þess að styrkja eft­ir­lit og stjórn­sýslu Mat­væla­stofn­unar með fisk­eld­i. 

Auglýsing
Jafnframt verði það nýtt til að setja á fót raf­ræna gátt sem ætluð er til að birta opin­ber­lega til­teknar upp­lýs­ingar um grein­ina en slíkar gáttir eru þekktar meðal ann­ars í Fær­eyjum og Nor­egi. „Auk þess má nefna að inn í þess­ari tölu er gert ráð fyrir auknu fjár­fram­lagi til Umhverf­is­sjóðs sjó­kvía­eldis en sjóð­ur­inn hefur það meg­in­mark­mið að lág­marka umhverf­is­á­hrif sjó­kvía­eld­is.“

Um er að ræða eitt helsta áherslu­málið í nýbirtum fjár­laga­frum­varpi sem heyrir undir mál­efna­svið Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra.

134 millj­ónir vegna gjald­töku

Alþingi sam­þykkti 19. júní síð­ast­lið­inn stjórn­ar­frum­varp Krist­jáns Þórs um gjald­töku vegna fisk­eld­is. Frum­varpið fól einnig í sér að stofn­aður verði fisk­eld­is­sjóðir og var Fiski­stofu falist að ann­ast fram­kvæmd lag­anna. 

Alls starf­rækja sjö rekstr­ar­að­ilar eldi á fiski í sjó­kvíum á Íslandi og leggst gjaldið á þá. Aðrir sem stunda fisk­eldi, t.d. á landi, eru und­an­þegnir gjald­inu. Til­gangur gjald­tök­unnar á að vera að tryggja rík­is­sjóði beint end­ur­gjald vegna nýt­ingar haf­svæða í íslenskri lög­sög­u. 

Þetta gjald á að skila alls 134 millj­ónum króna í rík­is­sjóð sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi. 

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) lögð­ust gegn sam­þykkt frum­varps­ins í sum­ar. Í frétta­bréfi SFS í júní sagð­i Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri SFS,  frum­varpið þrengja veru­lega að ­rekstr­­ar­skil­yrðum fisk­eld­is­­fyr­ir­tækja og myndi hamla veru­­lega þeirri upp­­­bygg­ingu sem nauð­­syn­­leg sé í atvinn­u­­grein­inni svo hún geti til fram­­tíðar skapað góð störf og skilað tekjum til sam­­fé­lags­ins. „Margir þýð­ing­­ar­­miklir agn­­úar eru á frum­varp­inu og um áhrif þeirra fást engin svör, hvorki frá ráð­herra né þing­­mönn­­um.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent