Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit

Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.

Fiskeldi Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Alls á að leggja 175 milljónir króna í að bæta stjórnsýslu, eftirlit og heilbrigðiskröfur í fiskeldi á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020. Það er 41 milljón krónum minna en lögfest gjaldtaka á fiskeldi á að skila í ríkissjóð á næsta ári, en hún á að skila tekjum upp á 134 milljónum króna á árinu 2020. 

Því munu skattgreiðendur greiða meira í aukna stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi en ríkissjóður mun innheimta í gjöld af þeim sem stunda atvinnugreinina og geta haft af henni arðsemi.

Eitt helsta áherslumálið

Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna fjárlagafrumvarpsins er tilgreint að 175 milljón króna framlagið vegna fiskeldis sé meðal annars til þess að styrkja eftirlit og stjórnsýslu Matvælastofnunar með fiskeldi. 

Auglýsing
Jafnframt verði það nýtt til að setja á fót rafræna gátt sem ætluð er til að birta opinberlega tilteknar upplýsingar um greinina en slíkar gáttir eru þekktar meðal annars í Færeyjum og Noregi. „Auk þess má nefna að inn í þessari tölu er gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis en sjóðurinn hefur það meginmarkmið að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis.“

Um er að ræða eitt helsta áherslumálið í nýbirtum fjárlagafrumvarpi sem heyrir undir málefnasvið Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

134 milljónir vegna gjaldtöku

Alþingi samþykkti 19. júní síðastliðinn stjórnarfrumvarp Kristjáns Þórs um gjaldtöku vegna fiskeldis. Frumvarpið fól einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og var Fiskistofu falist að annast framkvæmd laganna. 

Alls starfrækja sjö rekstraraðilar eldi á fiski í sjókvíum á Íslandi og leggst gjaldið á þá. Aðrir sem stunda fiskeldi, t.d. á landi, eru undanþegnir gjaldinu. Tilgangur gjaldtökunnar á að vera að tryggja ríkissjóði beint endurgjald vegna nýtingar hafsvæða í íslenskri lögsögu. 

Þetta gjald á að skila alls 134 milljónum króna í ríkissjóð samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) lögðust gegn samþykkt frumvarpsins í sumar. Í fréttabréfi SFS í júní sagði Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS,  frumvarpið þrengja verulega að rekstr­ar­skil­yrðum fisk­eld­is­fyr­ir­tækja og myndi hamla veru­lega þeirri upp­bygg­ingu sem nauð­syn­leg sé í atvinnu­grein­inni svo hún geti til fram­tíðar skapað góð störf og skilað tekjum til sam­fé­lags­ins. „Margir þýð­ing­ar­miklir agn­úar eru á frum­varp­inu og um áhrif þeirra fást engin svör, hvorki frá ráð­herra né þing­mönn­um.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent