Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit

Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.

Fiskeldi Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Alls á að leggja 175 millj­ónir króna í að bæta stjórn­sýslu, eft­ir­lit og heil­brigðis­kröfur í fisk­eldi á næsta ári, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2020. Það er 41 milljón krónum minna en lög­fest gjald­taka á fisk­eldi á að skila í rík­is­sjóð á næsta ári, en hún á að skila tekjum upp á 134 millj­ónum króna á árinu 2020. 

Því munu skatt­greið­endur greiða meira í aukna stjórn­sýslu og eft­ir­lit með fisk­eldi en rík­is­sjóður mun inn­heimta í gjöld af þeim sem stunda atvinnu­grein­ina og geta haft af henni arð­semi.

Eitt helsta áherslu­málið

Í til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu vegna fjár­laga­frum­varps­ins er til­greint að 175 milljón króna fram­lagið vegna fisk­eldis sé meðal ann­ars til þess að styrkja eft­ir­lit og stjórn­sýslu Mat­væla­stofn­unar með fisk­eld­i. 

Auglýsing
Jafnframt verði það nýtt til að setja á fót raf­ræna gátt sem ætluð er til að birta opin­ber­lega til­teknar upp­lýs­ingar um grein­ina en slíkar gáttir eru þekktar meðal ann­ars í Fær­eyjum og Nor­egi. „Auk þess má nefna að inn í þess­ari tölu er gert ráð fyrir auknu fjár­fram­lagi til Umhverf­is­sjóðs sjó­kvía­eldis en sjóð­ur­inn hefur það meg­in­mark­mið að lág­marka umhverf­is­á­hrif sjó­kvía­eld­is.“

Um er að ræða eitt helsta áherslu­málið í nýbirtum fjár­laga­frum­varpi sem heyrir undir mál­efna­svið Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra.

134 millj­ónir vegna gjald­töku

Alþingi sam­þykkti 19. júní síð­ast­lið­inn stjórn­ar­frum­varp Krist­jáns Þórs um gjald­töku vegna fisk­eld­is. Frum­varpið fól einnig í sér að stofn­aður verði fisk­eld­is­sjóðir og var Fiski­stofu falist að ann­ast fram­kvæmd lag­anna. 

Alls starf­rækja sjö rekstr­ar­að­ilar eldi á fiski í sjó­kvíum á Íslandi og leggst gjaldið á þá. Aðrir sem stunda fisk­eldi, t.d. á landi, eru und­an­þegnir gjald­inu. Til­gangur gjald­tök­unnar á að vera að tryggja rík­is­sjóði beint end­ur­gjald vegna nýt­ingar haf­svæða í íslenskri lög­sög­u. 

Þetta gjald á að skila alls 134 millj­ónum króna í rík­is­sjóð sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi. 

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) lögð­ust gegn sam­þykkt frum­varps­ins í sum­ar. Í frétta­bréfi SFS í júní sagð­i Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri SFS,  frum­varpið þrengja veru­lega að ­rekstr­­ar­skil­yrðum fisk­eld­is­­fyr­ir­tækja og myndi hamla veru­­lega þeirri upp­­­bygg­ingu sem nauð­­syn­­leg sé í atvinn­u­­grein­inni svo hún geti til fram­­tíðar skapað góð störf og skilað tekjum til sam­­fé­lags­ins. „Margir þýð­ing­­ar­­miklir agn­­úar eru á frum­varp­inu og um áhrif þeirra fást engin svör, hvorki frá ráð­herra né þing­­mönn­­um.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent