Ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að gera hlé á þingstöfum í fimm vikur fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, var í dag dæmd ólögleg af Hæstarétti Bretlands.
Í samtali við breska ríkisútvarpið BBC segist Johnson ósammála niðurstöðunni en hann muni virða hana.
Þingið hefur ekki verið starfandi frá 10. september.
Allir dómarar við Hæstarétt voru sammála um að ákvörðun Johnson hafi verið brot á lögum, en forseti breska þingsins hefur nú ákvörðunarvald um næstu skref og þá hvenær þingið taki til starfa. Í dómnum segir að ákvörðunin hafi verið valdið miklum áhrifum á lýðræðisleg grunngildi Bretlands og störf þingsins.
Johnson hafði áður fullyrt að ákvörðunin væri í samræmi við lög, og að stjórn hans fengi nú betri tíma til að undirbúa útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.