Segja upp 87 flugmönnum og fresta launahækkun

Icelandair hefur dregið til baka ákvörðun um að setja fjölmarga flugmenn í 50 prósent starf. Þess í stað verður tugum flugmanna sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum.

maxvél.jpg
Auglýsing

Icelandair hefur ákveðið að hætta við að færa 111 flug­menn niður í 50 pró­sent starf, líkt og greint var frá að stæði til um síð­ustu mán­að­ar­mót, og þess í stað segja upp 87 flug­mönn­um. Upp­sagn­irnar taka gildi 1. októ­ber næst­kom­andi. Um er að ræða 16 pró­sent flug­manna og flug­stjóra Icelandair en áfram munu um 460 slíkir starfa hjá félag­in­u. 

Í til­kynn­ingu vegna þess segir að Icelandair von­ist til þess að geta boðið flestum þeirra sem sagt verður upp starf aftur næsta vor. 

Icleandair og Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) hafa einnig und­ir­ritað fram­leng­ingu á kjara­samn­ingi milli aðil­anna sem mun gilda til 30. sept­em­ber 2020, en gild­andi samn­ingur átti að renna út í lok þessa árs. Í til­kynn­ing­unni segir að nýi samn­ing­ur­inn kveði á að samn­ings­bundin launa­hækk­un, sem taka átti gildi 1. októ­ber 2019., frest­ast til  1. apríl 2020 og að engar aðrar launa­hækk­anir munu eiga sér stað á tíma­bil­inu. „Sam­hliða þessu var und­ir­rituð vilja­yf­ir­lýs­ing sömu aðila um að skipa starfs­hóp til að útfæra ýmis atriði sem snúa að starfs­fyr­ir­komu­lagi flug­manna sem miða að því að styrkja sam­keppn­is­hæfni Icelanda­ir. Samn­ing­ur­inn fer nú í atkvæða­greiðslu hjá félags­mönnum FÍA.“

 

Auglýsing
Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að það sé alltaf erfið ákvörðun að segja upp starfs­fólki. „En í ljósi þeirrar for­dæma­lausu stöðu sem félagið er í vegna flota­mála verðum við því miður að grípa til þess­ara aðgerða. Við von­umst til að geta boðið þessum flug­mönnum starf aftur fyrir næsta sum­ar.“

Óvissan með MAX örlaga­vald­ur­inn

Helsta ástæðan fyrir þess­ari stöðu sem er uppi hjá Icelandair er sú að félagið getur ekki notað Boeing 737 MAX vélar sín­­ar, sem hafa verið kyrr­­settar frá því 12. mars, í rekstri sín­um. Þær áttu til að mynda að flytja 27 pró­sent allra far­þegar félags­ins í sumar en í stað þeirra þurfti að leigja vélar og láta aðrar og eldri vél­ar, sem hent­uðu verr til þess, fljúga ferðir sem þær áttu ekki að fara. Eldri vél­arnar nota til að mynda mun meira elds­neyti en MAX vél­arnar og eru því kostn­að­ar­sam­ari í notk­un.

Framan af ári var alltaf gert ráð fyrir því að MAX vél­arnar yrðu teknar í notkun á þessu ári. Fyrst í sum­ar, en síðan í októ­ber. Í síð­asta mán­uði var svo greint frá því að Icelandair reikn­aði ekki lengur með MAX vél­unum á þessu ári. 

Félagið tap­aði alls 89,4 millj­­­ónum dala, um ell­efu millj­­­örðum króna, á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þar sagði þó að heild­­­ar­­­tekjur þess hefðu auk­ist og launa­­­kostn­aður lækkað en elds­­­neyt­is­­­kostn­aður og kostn­aður vegna flug­­­­­véla­­­leigu hækk­­­að.

Mark­aðsvirði Icelandair hefur hrunið á und­an­förnum árum. Það fór yfir 180 millj­­arða króna í apríl 2016 en er nú rétt rúm­lega 35 millj­arðar króna, að með­taldri hluta­fjár­aukn­ingu upp á 5,6 millj­arða króna sem ráð­ist var í fyrr á þessu ári.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ævintýri Harrys og Meghan: Valdi prinsessuna fram yfir konungsríkið
Þau voru dýrkuð og dáð. Hundelt og áreitt. Loks fengu þau nóg. Margt í sögu Harrys Bretaprins og Meghan Markle rímar við stef úr Grimms-ævintýrum. En þetta er ekki leikur heldur lífið, sagði prinsinn er hann óttaðist um líf konu sinnar.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
Kjarninn 19. janúar 2020
Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar
Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.
Kjarninn 18. janúar 2020
Misbrestasamur meistari
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent