Segja upp 87 flugmönnum og fresta launahækkun

Icelandair hefur dregið til baka ákvörðun um að setja fjölmarga flugmenn í 50 prósent starf. Þess í stað verður tugum flugmanna sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum.

maxvél.jpg
Auglýsing

Icelandair hefur ákveðið að hætta við að færa 111 flug­menn niður í 50 pró­sent starf, líkt og greint var frá að stæði til um síð­ustu mán­að­ar­mót, og þess í stað segja upp 87 flug­mönn­um. Upp­sagn­irnar taka gildi 1. októ­ber næst­kom­andi. Um er að ræða 16 pró­sent flug­manna og flug­stjóra Icelandair en áfram munu um 460 slíkir starfa hjá félag­in­u. 

Í til­kynn­ingu vegna þess segir að Icelandair von­ist til þess að geta boðið flestum þeirra sem sagt verður upp starf aftur næsta vor. 

Icleandair og Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) hafa einnig und­ir­ritað fram­leng­ingu á kjara­samn­ingi milli aðil­anna sem mun gilda til 30. sept­em­ber 2020, en gild­andi samn­ingur átti að renna út í lok þessa árs. Í til­kynn­ing­unni segir að nýi samn­ing­ur­inn kveði á að samn­ings­bundin launa­hækk­un, sem taka átti gildi 1. októ­ber 2019., frest­ast til  1. apríl 2020 og að engar aðrar launa­hækk­anir munu eiga sér stað á tíma­bil­inu. „Sam­hliða þessu var und­ir­rituð vilja­yf­ir­lýs­ing sömu aðila um að skipa starfs­hóp til að útfæra ýmis atriði sem snúa að starfs­fyr­ir­komu­lagi flug­manna sem miða að því að styrkja sam­keppn­is­hæfni Icelanda­ir. Samn­ing­ur­inn fer nú í atkvæða­greiðslu hjá félags­mönnum FÍA.“

 

Auglýsing
Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að það sé alltaf erfið ákvörðun að segja upp starfs­fólki. „En í ljósi þeirrar for­dæma­lausu stöðu sem félagið er í vegna flota­mála verðum við því miður að grípa til þess­ara aðgerða. Við von­umst til að geta boðið þessum flug­mönnum starf aftur fyrir næsta sum­ar.“

Óvissan með MAX örlaga­vald­ur­inn

Helsta ástæðan fyrir þess­ari stöðu sem er uppi hjá Icelandair er sú að félagið getur ekki notað Boeing 737 MAX vélar sín­­ar, sem hafa verið kyrr­­settar frá því 12. mars, í rekstri sín­um. Þær áttu til að mynda að flytja 27 pró­sent allra far­þegar félags­ins í sumar en í stað þeirra þurfti að leigja vélar og láta aðrar og eldri vél­ar, sem hent­uðu verr til þess, fljúga ferðir sem þær áttu ekki að fara. Eldri vél­arnar nota til að mynda mun meira elds­neyti en MAX vél­arnar og eru því kostn­að­ar­sam­ari í notk­un.

Framan af ári var alltaf gert ráð fyrir því að MAX vél­arnar yrðu teknar í notkun á þessu ári. Fyrst í sum­ar, en síðan í októ­ber. Í síð­asta mán­uði var svo greint frá því að Icelandair reikn­aði ekki lengur með MAX vél­unum á þessu ári. 

Félagið tap­aði alls 89,4 millj­­­ónum dala, um ell­efu millj­­­örðum króna, á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þar sagði þó að heild­­­ar­­­tekjur þess hefðu auk­ist og launa­­­kostn­aður lækkað en elds­­­neyt­is­­­kostn­aður og kostn­aður vegna flug­­­­­véla­­­leigu hækk­­­að.

Mark­aðsvirði Icelandair hefur hrunið á und­an­förnum árum. Það fór yfir 180 millj­­arða króna í apríl 2016 en er nú rétt rúm­lega 35 millj­arðar króna, að með­taldri hluta­fjár­aukn­ingu upp á 5,6 millj­arða króna sem ráð­ist var í fyrr á þessu ári.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent