Segja upp 87 flugmönnum og fresta launahækkun

Icelandair hefur dregið til baka ákvörðun um að setja fjölmarga flugmenn í 50 prósent starf. Þess í stað verður tugum flugmanna sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum.

maxvél.jpg
Auglýsing

Icelandair hefur ákveðið að hætta við að færa 111 flug­menn niður í 50 pró­sent starf, líkt og greint var frá að stæði til um síð­ustu mán­að­ar­mót, og þess í stað segja upp 87 flug­mönn­um. Upp­sagn­irnar taka gildi 1. októ­ber næst­kom­andi. Um er að ræða 16 pró­sent flug­manna og flug­stjóra Icelandair en áfram munu um 460 slíkir starfa hjá félag­in­u. 

Í til­kynn­ingu vegna þess segir að Icelandair von­ist til þess að geta boðið flestum þeirra sem sagt verður upp starf aftur næsta vor. 

Icleandair og Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) hafa einnig und­ir­ritað fram­leng­ingu á kjara­samn­ingi milli aðil­anna sem mun gilda til 30. sept­em­ber 2020, en gild­andi samn­ingur átti að renna út í lok þessa árs. Í til­kynn­ing­unni segir að nýi samn­ing­ur­inn kveði á að samn­ings­bundin launa­hækk­un, sem taka átti gildi 1. októ­ber 2019., frest­ast til  1. apríl 2020 og að engar aðrar launa­hækk­anir munu eiga sér stað á tíma­bil­inu. „Sam­hliða þessu var und­ir­rituð vilja­yf­ir­lýs­ing sömu aðila um að skipa starfs­hóp til að útfæra ýmis atriði sem snúa að starfs­fyr­ir­komu­lagi flug­manna sem miða að því að styrkja sam­keppn­is­hæfni Icelanda­ir. Samn­ing­ur­inn fer nú í atkvæða­greiðslu hjá félags­mönnum FÍA.“

 

Auglýsing
Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að það sé alltaf erfið ákvörðun að segja upp starfs­fólki. „En í ljósi þeirrar for­dæma­lausu stöðu sem félagið er í vegna flota­mála verðum við því miður að grípa til þess­ara aðgerða. Við von­umst til að geta boðið þessum flug­mönnum starf aftur fyrir næsta sum­ar.“

Óvissan með MAX örlaga­vald­ur­inn

Helsta ástæðan fyrir þess­ari stöðu sem er uppi hjá Icelandair er sú að félagið getur ekki notað Boeing 737 MAX vélar sín­­ar, sem hafa verið kyrr­­settar frá því 12. mars, í rekstri sín­um. Þær áttu til að mynda að flytja 27 pró­sent allra far­þegar félags­ins í sumar en í stað þeirra þurfti að leigja vélar og láta aðrar og eldri vél­ar, sem hent­uðu verr til þess, fljúga ferðir sem þær áttu ekki að fara. Eldri vél­arnar nota til að mynda mun meira elds­neyti en MAX vél­arnar og eru því kostn­að­ar­sam­ari í notk­un.

Framan af ári var alltaf gert ráð fyrir því að MAX vél­arnar yrðu teknar í notkun á þessu ári. Fyrst í sum­ar, en síðan í októ­ber. Í síð­asta mán­uði var svo greint frá því að Icelandair reikn­aði ekki lengur með MAX vél­unum á þessu ári. 

Félagið tap­aði alls 89,4 millj­­­ónum dala, um ell­efu millj­­­örðum króna, á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þar sagði þó að heild­­­ar­­­tekjur þess hefðu auk­ist og launa­­­kostn­aður lækkað en elds­­­neyt­is­­­kostn­aður og kostn­aður vegna flug­­­­­véla­­­leigu hækk­­­að.

Mark­aðsvirði Icelandair hefur hrunið á und­an­förnum árum. Það fór yfir 180 millj­­arða króna í apríl 2016 en er nú rétt rúm­lega 35 millj­arðar króna, að með­taldri hluta­fjár­aukn­ingu upp á 5,6 millj­arða króna sem ráð­ist var í fyrr á þessu ári.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent