Stjórnmálamenn verði að láta sig EES-málefni meiru varða

Í nýrri skýrslu um EES-samninginn segir að ráðherrar og alþingismenn verði að láta sig EES-málefni meiru varða. Skýrsluhöfundar leggja til að komið verði á fót sér stjórnstöð EES-mála innan stjórnsýslunnar sem fylgist með öllu er varðar málaflokkinn.

Björn Bjarnason, formaður starfshópsins.
Björn Bjarnason, formaður starfshópsins.
Auglýsing

„Það er alfarið á ábyrgð ís­lenskra stjórn­valda að hafa auga með öllum hrær­ingum á þessum vett­vangi í ljósi hags­muna Ís­lands. Engum öðrum er það skylt.“ Þetta kemur fram í skýrslu starfs­hóps utan­rík­is­ráð­herra um EES-­samn­ing­inn sem birt var í dag. 

Í skýrsl­unni segir að stjórn­mála­menn, ráð­herrar og alþing­is­menn, verði að láta sig EES-­mál­efni meiru varða. Starfs­hóp­ur­inn leggur til að komið verði á fót stjórn­stöð EES-­mála innan stjórn­sýsl­unnar sem fylgist með öllu er varðar málaflokkinn. 

Auglýsing

Þrettán þing­menn ósk­uðu eftir skýrsl­unni

Í apríl 2018 ósk­uðu þrettán þing­menn eftir skýrslu frá utan­rík­is­ráð­herra um kosti og galla aðildar Íslands að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu og þau áhrif sem EES-­samn­ing­ur­inn hefði haft hér á landi. Í kjöl­farið skip­að­i ­Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, starfs­hóp sem hefur nú skilað skýrslu um EES-­samn­ing­inn. ­Starfs­hóp­inn skip­uðu þau Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra og mennta­mála­ráð­herra, og lög­fræð­ing­arnir Kristrún Heim­is­dóttir og Berg­þóra Hall­dórs­dótt­ir.

Starfshópinn skipuðu þau Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra, og lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Halldórsdóttir. Mynd:Bára Huld Beck.

Í skýrsl­unni segir að allir við­mæl­endur starfs­hóps­ins, að und­an­skildum full­trúum íslensku sam­tak­anna Frjálst land og norsku sam­tak­anna Nei til EU, telji að EES-­samn­ing­ur­inn lifa góðu lífi og að hann sé til veru­legs gagns og ávinn­ings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. 

Íslenskt hag­kerfi stækkað og líf­skjör batnað

Í skýrslu starfs­hóps­ins segir að með aðild­inni að EES, þann 1. jan­úar 1994, hafi þjóðin verið end­an­lega leyst úr efna­hags­legum fjötrum og í dag sé hag­rænn bati Íslands af aðild­inni mik­ill. Evr­ópska efna­hags­svæðið er um þessar mundir lang­mik­il­væg­asti mark­aður Ís­lands. Þangað fór um 77 pró­sent vöru­út­flutn­ings árið 2018 og frá ríkjum ESB og EES/EFTA- ríkj­anna kemur um 61 pró­sent vöru­inn­flutn­ings til Ís­lands.

EES-samningurinn er eitt víðtækasta alþjóðasamstarfið sem Ísland tekur þátt í en segja má að EES-samningurinn sé brú milli Íslands og annarra EFTA-ríkja innan EES á innri markaði Evrópusambandsins.Þá teygi bein og óbein áhrif samn­ings­ins sig inn á öll svið sam­félags­ins jafnt hjá fyr­ir­tækjum og ein­stak­ling­um. Til að mynda hafi tug­þúsundir Ís­lend­inga nýtt sér rétt­inn sem EES-að­ild­in veitti þeim meðal ann­ars til afla sér mennt­unar eða leita sér lækn­inga í öðrum lönd­um. 

Alls hafa um 40.000 Ís­lend­ingar notið þess sem í boði undir evr­óp­skri sam­starfsáætlun í mennta­mál­um, Erasmus+. Þá hafa verið gefin út hund­ruð þúsunda evr­ópskra sjúkra­trygg­inga­korta til Ís­lend­inga í ár­anna rás, þar af um 150 þúsund á ár­unum 2016, 2017 og 2018. 

Enn­fremur hafi ein­stak­lingar notið góðs af þeim kröf­um ­sem kveðið er á um í samnign­um um per­sónu­vernd, umhverf­is­mál, félags­mál og neyt­enda­mál. 

Laumi inn íþyngj­andi heima­smíð­uðum ákvæðum

Í skýrsl­unni segir að þótt kostir sam­eig­in­lega mark­að­ar­ins séu ót­víræðir kunni kröf­urnar um eins­leitni og aðild að honum einnig að vera íþyngj­andi. Gallar við aðild­ina snúi að því sama og almennt sætir gagn­rýni í Evr­ópu, að með þungu skrifræði og eft­ir­lits­kerfi seilist emb­ætt­is­menn án lýð­ræð­is­legs umboðs til meiri valda en góðu hófi gegn­i. 

Í umræðum á Alþingi og almennum reglum á vett­vangi stjórn­sýsl­unnar er lögð áhersla á að við inn­leið­ingu EES-­gerða eigi ekki að ganga lengra en þær krefj­ast við að íþyngja þeim sem gert er að starfa eftir regl­un­um. Sam­kvæmt skýrsl­unni er þó pottur brot­inn í þessum efnum og er það gjarnan kallað „gull­húð­un“ þegar stjórn­völd ein­stakra ríkja herða á íþyngj­andi reglum EES-­gerða til að ná fram sér­greindum mark­miðum á heima­velli. 

Full­trúar iðn­aðar og atvinnu­lífs hér á landi hafa meðal ann­ars gagn­rýnt inn­leið­ingu EES-reglna með þeim rökum að ís­lensk stjórn­völd „laumi“ í EES-frum­vörp íþyngj­andi heima­smíð­uðum ákvæð­u­m. 

Tekið er þó fram í skýrsl­unni að skyldur vegna aðild­ar­innar vegi ekki þyngra en ávinn­ing­ur­inn sé lögð rækt við þau tæki­færi sem eru fyrir hendi til gæslu sér­greindra hags­muna. Bent er hins vegar á í skýrsl­unni að í þessum efnum ger­ist þó ekk­ert af sjálfu sér heldur megi rekja þróun­ina til þess að kjörnir full­trúar og stjórn­völd í hverju landi snúist ekki gegn henni af nægi­legum þunga.

Ábyrgð stjórn­valda að hafa augu með hrær­ingum í Evr­ópu­sam­band­inu

Í skýrsl­unni eru teknar saman um upp­lýs­ingar um þát­töku Íslands í sér­fræð­inga­hópum og laga­setn­ing­ar­nefndum Evr­ópu­sam­bands­ins. Íslend­ingar hafa rétt til að sækja fundi í sam­tals 649 mis­mun­andi hópum og nefnd­um. Sér­fræð­inga­hóp­arnir eru 465 og laga­setn­ing­ar­nefnd­irnar 184

Bráða­birgða­nið­ur­stöður í sept­em­ber 2019 sýna hins vegar að Ís­land tekur þátt, reglu­lega eða eftir atvik­um, í 64 laga­setn­ing­ar­nefndum af 184 eða í tæp­lega 35 pró­sent og í 181 sér­fræð­inga­hópi af 465 eða um 39 pró­sent.

„Það er alfarið á ábyrgð ís­lenskra stjórn­valda að hafa auga með öllum hrær­ingum á þessum vett­vangi í ljósi hags­muna Ís­lands. Engum öðrum er það skylt,“ segir í skýrsl­unni

Stór hluti samn­ings­ins inn­an­rík­is­mál

Alþingi. Mynd: Bára Huld BeckAð lokum telur starfs­hóp­ur­inn upp fimmtán atriði um úrbætur hér á landi er varða EES-­samn­ing­inn. Þar á meðal telur hóp­ur­inn að binda verð­i enda á stjórn­laga­þrætur vegna EES-að­ild­ar­inn­ar, ann­að­hvort með því að við­ur­kenna að hún hafi áunnið sér stjórn­laga­sess eins og aðrar óskráðar stjórn­laga­reglur eða með því að skrá ákvæði um aðild­ina í stjórn­ar­skrána. Sam­kvæmt starfs­hópnum veikir vafi um að stjórn­ar­skrá Ís­lands heim­ili fulla aðild að EES-­sam­starf­inu stöðu Ís­lend­inga gagn­vart sam­starfs­ríkj­um, einkum Nor­egi og Liechten­stein

Þá tekur starfs­hóp­ur­inn það fram að við­ur­kenna skal í verki að samn­ing­ur­inn móti allt þjóð­lífið en ekki megi skil­greina hann sem erlenda ásælni. Raunar verði að við­ur­kenna að stór hluti EES-­sam­starfs­ins sé alfarið inn­an­rík­is­mál. 

Stjórn­stöð EES-­mála verði sett á fót 

Skýrslu­höf­undar telja því að leggja beri grunn að meiri festu í allri stjórn og með­ferð EES-­mála hér á landi. Að komið verði á fóti stjórn­stöð EES-­mála innan stjórn­sýsl­unnar með föstu starfs­liði sem fylgist við­var­andi með öllu er varðar mála­flokk­inn á mót­un­ar- og fram­kvæmd­ar­stig­i. ­Með því verði málefn­unum gert hærra undir höfuð innan ráðu­neyta með þjálf­uðu starfs­fólki og töku ákvarð­ana á pólit­ískum for­send­um. 

„Reynslan sýnir að með málefna­legri eft­ir­fylgni ná EES/EFTA-ríkin veru­legum árangri í þágu hags­muna sinna,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent