Stefnubreyting Bandaríkjahers, í takt við vilja Donalds Trumps Bandaríkjaforseta þar um, gerir her Tyrkja mögulegt að þurrka út Kúrda í Sýrlandi.
Þeir hafa notið skjóls Bandaríkjahers, en Erdogan forseti Tyrklands hefur sótt það fast að Tyrkir fái að herða sókn sína gagnvart Kúrdum.
Donald Trump hefur tjáð sig á Twitter, og segir að Bandaríkjaher eigi einfaldlega að fara frá vígvöllum í Sýrlandi, og láta öðrum þjóðum eftir að stilla þar til friðar.
Megn óánægja er með þessa ákvörðun hjá leiðtogum í Evrópu, sem segja þetta leik að eldi, en Kúrdar hafa leikið mikilvægt hlutverk í því að halda aftur af sveitum Íslamska ríkisins.
The United States was supposed to be in Syria for 30 days, that was many years ago. We stayed and got deeper and deeper into battle with no aim in sight. When I arrived in Washington, ISIS was running rampant in the area. We quickly defeated 100% of the ISIS Caliphate,.....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2019
Samkvæmt umfjöllun Washington Post er Trump sagður hafa talað beint við Erdogan símleiðis í gær, og gefið grænt ljós á sókn tyrkneska hersins gagnvart Kúrdum, sem margir líkja við þjóðarmorð ef af verður.
Trump hefur í dag sent frá sér tíst á Twitter, þar sem hann varar Tyrki við því að ganga á lagið og ráðast gegn Kúrdum. Það geti leitt til efnahagshruns í Tyrklandi, eins og hann hafi „kallað fram áður“.
As I have stated strongly before, and just to reiterate, if Turkey does anything that I, in my great and unmatched wisdom, consider to be off limits, I will totally destroy and obliterate the Economy of Turkey (I’ve done before!). They must, with Europe and others, watch over...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2019
Miklar deilur hafa nú spunnist í bandarískum stjórnmálum, vegna þessa, en Demókratar telja ákvörðun forsetans forkastanlega og innan raða Repúblikana eru einnig raddir sem hafa sett sig upp móti ákvörðun Trumps. Þar á meðal er Lindsay Graham, sem hefur verið meðal dyggustu stuðningsmanna Trumps.
Þá hefur Mitch McConell, leiðtogi Repúblikana í bandaríska þinginu, varað Trump við þessari stefnubreytingu, og að hann þurfi að hafa samráð við þingið um stefnubreytingu eins og þessa.