Guðmundur Ingi býður sig fram til varaformanns Vinstri grænna

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Vinstri grænna. Hann situr nú sem ráðherra utan þings en er ekki kjörinn fulltrúi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hefur ákveðið að bjóða sig fram til vara­for­manns Vinstri grænna. 

Frá þessu greindi hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag þar sem segir m.a.: „Ég vil sjá enn fleira umhverf­is­vernd­ar­fólk í brúnni í íslenskum stjórn­málum og hef því ákveðið að bjóða mig fram til vara­for­manns Vinstri grænna á lands­fundi flokks­ins nú í októ­ber. Ég hlakka til að hlusta og heyra, móta og taka þátt í að skapa betri og líf­væn­legri heim fyrir okkur öll, afkom­endur okkar og aðrar líf­verur á Jörð­inn­i.“

Guð­mundur Ingi er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Land­verndar og var beð­inn um að koma inn í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur eftir að náðst hafði saman um myndun hennar síðla árs 2017. Hann hefur gegnt emb­ætti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra utan þings frá þeim tíma. Hann hefur aldrei verið í fram­boði til Alþingis eða beinn þátt­tak­andi í flokkapóli­tík til þessa. 

Auglýsing

Stöðu­upp­færsla hans í heild er eft­ir­far­and­i: 

„Öll eigum við okkur drauma í leik og starfi. Öll brennum við fyrir ein­hverju. Við höfum hug­myndir um hvernig sam­fé­lag við viljum byggja og sýn á fram­tíð­ina.

Ég hef alla tíð brunnið fyrir umhverf­is­málum og unnið að þeim á marg­vís­legum vett­vangi, hjá stofn­unum rík­is­ins, í háskól­um, hjá félaga­sam­tökum og nú í tæp tvö ár sem ráð­herra. Áður en ég kom inn í ráðu­neytið hafði ég lengi kallað eftir meiri aðgerðum í umhverf­is­mál­um, til dæmis varð­andi lofts­lags­mál, plast­mengun og frið­lýs­ing­ar. Það hefur því verið ein­stakt að fá tæki­færi til að koma á kopp­inn fyrstu fjár­mögn­uðu aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­mál­um, vinna að banni á mörgum einnota plast­vörum, hefja stór­á­tak í frið­lýs­ingum og auka fjár­magn til umhverf­is­mála um 25% á tveimur árum. En það þarf svo sann­ar­lega að gera meira og ég er rétt að byrja.

Þegar ég hugsa um drauma mína og fram­tíð­ar­sýn þá eru hvoru­tveggja sam­ofin umhverf­is­málum og rétt­látu og frið­sömu sam­fé­lagi. Ég vil að árið 2030 getum við litið til baka og sagt að okkur hafi tek­ist að takast á við lofts­lags­vána og það með félags­legt rétt­læti og nátt­úru­vernd að leið­ar­ljósi. Lofts­lags­váin snertir okkur öll sem búum í þessum heimi. Það er stórt rétt­læt­is­mál að aðgerðir í lofts­lags­málum geti nýst umhverfi og nátt­úru og á sama tíma tek­ist á við efna­hags­legt mis­rétti. Þetta er sýn um nýja tíma.

Ég vil sjá Ísland þró­ast og efl­ast sem land nátt­úr­unn­ar, þar sem nýt­ing auð­linda er sjálf­bær og end­ur­heimt land­gæða í fyr­ir­rúmi. Þjóð­garðar á landi og í sjó beri metn­aði og fram­sýni þjóð­ar­innar glöggt vitni, enda öfl­ugt verk­færi til nátt­úru­verndar og atvinnu­upp­bygg­ingar á lands­byggð­un­um. Þetta er líka sýn um nýja tíma.

Það er nauð­syn­legt að grænu málin verði meg­in­stefnu­mál og fái almennt meiri vigt hjá öllum stjórn­mála­flokk­um. Umhverf­is­fræðin kennir okkur að umhverf­is­málin eru þver­fag­leg og þurfa að tengj­ast öðrum mála­flokkum með skýrum hætti: sam­göngu­mál­um, skipu­lags­mál­um, heil­brigð­is­mál­um, atvinnu­vega­málum og svo fram­veg­is. Þetta snýst því líka um að brjóta niður gamla múra milli mála­flokka og hugsa víðar og stærra. Við erum að verða betri og betri í þessu og sú stór­kost­lega vit­und­ar­vakn­ing sem orðið hefur meðal almenn­ings hjálpar til við að gera umhverf­is­málin að meg­in­stefnu­máli. Það er ekki bara frá­bært heldur bráð­nauð­syn­legt.

Ég vil vinna á grund­velli vís­inda og þekk­ing­ar. Þess vegna veldur afneitun stjórn­mála­leið­toga á lofts­lags­vís­ind­um, hvar sem er í heim­in­um, mér þungum áhyggj­um. Upp­gangur fas­isma og mann­fjand­sam­legra við­horfa í garð hinsegin fólks og kvenna eru einnig við­fangs­efni nútíma­stjórn­mála, þar sem bráð­nauð­syn­legt er að sporna við fótum með mann­gæsku, ást og frið að leið­ar­ljósi. Hér þurfum við öll að hjálp­ast að og ég er klár í þann slag.

Kæru vin­ir, mig langar að vinna áfram að bar­áttu­málum mínum og ann­arra umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­sinna á vett­vangi stjórn­mál­anna, eins og ég hef gert und­an­farin tæp tvö ár, og stuðla að því að grænu málin fái sem mestan sess í íslenskum stjórn­mál­um. Ég vil koma að því að móta nýja tíma. Ég vil sjá enn fleira umhverf­is­vernd­ar­fólk í brúnni í íslenskum stjórn­málum og hef því ákveðið að bjóða mig fram til vara­for­manns Vinstri grænna á lands­fundi flokks­ins nú í októ­ber. Ég hlakka til að hlusta og heyra, móta og taka þátt í að skapa betri og líf­væn­legri heim fyrir okkur öll, afkom­endur okkar og aðrar líf­verur á Jörð­inn­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent