Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði

Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Rauður dagur lækk­unar var í kaup­höll Íslands í dag, fyrir utan að mark­aðsvirði Origo hækk­aði um 1,8 pró­sent í við­skiptum upp á 677 þús­und krón­ur, eða sem nemur rúm­lega með­al­mán­að­ar­launum Íslend­ings. 

Rauðar tölur lækkunar sáust á markaði í dag. Mynd: Keldan.Skörp lækkun var á mark­aðsvirði Arion banka, og nam hún 2,5 pró­sentum þegar mark­aðir lok­uðu. Mark­aðsvirði félags­ins er nú rúm­lega 132 millj­arðar króna, en eigið fé bank­ans var 195 millj­arðar króna um mitt þetta ár. 

Bank­inn sendi frá sér afkomu­við­vörun í gær, eftir að hafa nið­ur­fært eign­ir.

Auglýsing

Verðið er því um 0,69 sinnum eigið fé, en til sam­an­burðar þá seldi íslenska ríkið 13 pró­sent eign­ar­hlut sinn í bank­anum á verð sem var um 0,8 sinnum eigið fé bank­ans á þeim tíma. 

Mark­aðsvirði Kviku banka lækk­aði einnig þó nokk­uð, eða um 2,8 pró­sent. Mark­aðsvirði þess banka er 17,3 millj­arðar króna, en virði bank­ans hefur lækkað um tæp­lega 10 pró­sent á und­an­förnum mán­uð­i. 

Að með­al­tali lækk­aði vísi­tala kaup­hall­ar­innar um tæp­lega eitt pró­sent. 

Mark­aðsvirði Icelandair hélt áfram að falla, og lækk­aði um rúm­lega tvö pró­sent, en það hefur lækkað um 40 pró­sent á einu ári. Mark­aðsvirði félags­ins er nú tæp­lega 32 millj­arð­ar. Til sam­an­burðar var eigið fé félags­ins um 55 millj­arðar um mitt þetta ár, og er mark­aðsvirði félags­ins því komið niður í 0,58 sinnum eigið fé.

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga stóran hluta af skráðum verð­bréf­um, eða um fimm­tíu pró­sent. Heild­ar­eignir þeirra í ágúst námu 4.800 millj­örðum króna og þar af voru eignir í útlánum og inn­lendum verð­bréfum - hluta- og skulda­bréfum - 3.100 millj­arðar króna, sam­kvæmt hag­tölum Seðla­banka Íslands.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent