Niðurstaða FATF mikil vonbrigði og forgangsmál að bregðast við

Dómsmálaráðherra segir það í forgangi að bregðast við athugasemdir sem gerðar hafa verið ónægar aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að vinna gegn peningaþvætti.

Áslaug Arna
Auglýsing

„Nið­ur­staða FATF er mikil von­brigð­i.“ 

Þetta segir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, í stöðu­upp­færslu á Face­book síðu sinni um það að Ísland sé á gráum lista FATF (Fin­ancial Act­­­ion Task Force) yfir þjóðir sem þurfa að bregð­ast meira við til að sporna gegn pen­inga­þvætt­i. 

„Við tökum stöð­unni alvar­lega og setjum í algjöran for­gang að kom­ast af list­anum sem allra fyrst. Vinnan hefur verið gríð­ar­lega mikil eftir að gerðar voru 51 athuga­semd hér 2018 og það sem stendur eftir eru þrjú atriði að mati FATF sem taka það þó fram að þau séu öll í far­veg­i,“ segir Áslaug Arna. 

Auglýsing

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í morgun - og ítar­lega hefur verið fjallað um á vef Kjarn­ans allt frá árinu 2017 - þá hefur FATF gert athuga­semdir við hvernig Ísland hefur haldið á mál­um, þegar kemur að því að sporna gegn pen­inga­þvætt­i. 

„Á fundi aðild­­ar­­ríkja FATF, sem fram fór í vik­unni, mót­­mæltu íslensk stjórn­­völd til­­lögu um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem ekki hafa gripið til næg­i­­legra varna gegn pen­inga­þvætti, „þar sem þau telja að nið­­ur­­staðan end­­ur­­spegli á engan hátt stöðu lands­ins í vörnum gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Sú afstaða mætti skiln­ingi meðal nokk­­urs fjölda aðild­­ar­­ríkja,“ segir í til­­kynn­ingu frá stjórn­­völd­­um.

Þá er það mat ráð­gjafa íslenskra stjórn­­­valda að áhrifin af því að Ísland sé á list­­anum séu óveru­­leg, að því er segir í til­­kynn­ingu frá stjórn­­völd­­um. 

Þætt­irnir þrír sem stjórn­völd vinna nú að úrbótum á, eru eft­ir­far­andi.

1. Upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur

„Stjórn­­völd hafa nú þegar tím­an­­legan aðgang að áreið­an­­legum upp­­lýs­ingum um raun­veru­­lega eig­endur með ýmsum hætti, t.d. í gegnum fyr­ir­tækja­­skrá og frá til­­kynn­ing­­ar­­skyldum aðil­­um. Skrif­­stofa fjár­­­mála­­grein­inga lög­­­reglu hefur beinan aðgang að upp­­lýs­ingum frá til­­kynn­ing­­ar­­skyldum aðilum skv. 2. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka og eft­ir­lits­að­ilar (FME og RSK) hafa sam­­bæri­­legan aðgang skv. 3. mgr. 38. gr. sömu laga. Þá getur lög­­regla fengið upp­­lýs­ingar frá fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum með dóms­úr­­skurði sem getur verið afgreiddur sam­­dæg­­urs ef full­nægj­andi for­­sendur eru til stað­­ar. Þá hefur Alþingi enn fremur sett lög nr. 82/2019 um skrán­ingu raun­veru­­legra eig­enda umfram kröfur sem leiða má af stöðlum FATF, sem tóku gildi í júní sl. Mun skráin skv. inn­­­leið­ing­ar­á­ætlun rík­­is­skatt­­stjóra verða til­­­búin um næstu ára­­mót.“

2. Upp­­lýs­inga­­kerfi og starfs­­manna­­fjöldi hjá skrif­­stofu fjár­­­mála­­grein­inga lög­­­reglu.

„Þegar hafa verið fest kaup á upp­­lýs­inga­­kerfi og hófst inn­­­leið­ing fyrr á þessu ári og gera áætl­­­anir ráð fyrir að það verði að fullu komið í gagnið í apríl á næsta ári. Þá hefur starfs­­mönnum verið fjölg­að.“

3. Eft­ir­lit með eft­ir­­fylgni við þving­un­­ar­að­­gerðir og yfir­­­sýn yfir starf­­semi almanna­heilla­­fé­laga.

„Eft­ir­lits­að­ilar hafa þegar hafið athug­­anir á fylgni til­­kynn­inga­­skyldra aðila við lög nr. 64/2019. Þá virð­­ast nið­­ur­­stöður FATF hvað þetta atriði varðar byggj­­ast á röngum for­­send­um, þ.e. að skyldur vegna alþjóð­­legra þving­un­­ar­að­­gerða og fryst­ingu fjár­­muna hafi fyrst verið lög­­­festar á Íslandi með lögum nr. 64/2019. Þetta er ekki rétt þar sem slík skylda hefur verið til staðar frá gild­is­­töku laga nr. 93/2008 og Fjár­­­mála­eft­ir­litið við­haft eft­ir­lit með lög­­unum frá 2017. Meg­in­breyt­ingin með lögum nr. 64/2019 var að kveða á um skyldu til að hafa kerfi, ferla eða aðferðir til að greina hvort við­­skipta­­menn séu á lista yfir þving­un­­ar­að­­gerð­­ir. Þá sam­­þykkti Alþingi frum­varp ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra um skrán­ing­­ar­­skyldu félaga til almanna­heilla með starf­­semi yfir landa­­mæri hinn 9. októ­ber til að bæta yfir­­­sýn yfir starf­­semi almanna­heilla­­fé­laga, sér í lagi hvað varðar þau almanna­heilla­­fé­lög sem geta verið við­­kvæm fyrir mis­­­notkun í tengslum við fjár­­­mögnun hryðju­verka.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent