Niðurstaða FATF mikil vonbrigði og forgangsmál að bregðast við

Dómsmálaráðherra segir það í forgangi að bregðast við athugasemdir sem gerðar hafa verið ónægar aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að vinna gegn peningaþvætti.

Áslaug Arna
Auglýsing

„Nið­ur­staða FATF er mikil von­brigð­i.“ 

Þetta segir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, í stöðu­upp­færslu á Face­book síðu sinni um það að Ísland sé á gráum lista FATF (Fin­ancial Act­­­ion Task Force) yfir þjóðir sem þurfa að bregð­ast meira við til að sporna gegn pen­inga­þvætt­i. 

„Við tökum stöð­unni alvar­lega og setjum í algjöran for­gang að kom­ast af list­anum sem allra fyrst. Vinnan hefur verið gríð­ar­lega mikil eftir að gerðar voru 51 athuga­semd hér 2018 og það sem stendur eftir eru þrjú atriði að mati FATF sem taka það þó fram að þau séu öll í far­veg­i,“ segir Áslaug Arna. 

Auglýsing

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í morgun - og ítar­lega hefur verið fjallað um á vef Kjarn­ans allt frá árinu 2017 - þá hefur FATF gert athuga­semdir við hvernig Ísland hefur haldið á mál­um, þegar kemur að því að sporna gegn pen­inga­þvætt­i. 

„Á fundi aðild­­ar­­ríkja FATF, sem fram fór í vik­unni, mót­­mæltu íslensk stjórn­­völd til­­lögu um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem ekki hafa gripið til næg­i­­legra varna gegn pen­inga­þvætti, „þar sem þau telja að nið­­ur­­staðan end­­ur­­spegli á engan hátt stöðu lands­ins í vörnum gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Sú afstaða mætti skiln­ingi meðal nokk­­urs fjölda aðild­­ar­­ríkja,“ segir í til­­kynn­ingu frá stjórn­­völd­­um.

Þá er það mat ráð­gjafa íslenskra stjórn­­­valda að áhrifin af því að Ísland sé á list­­anum séu óveru­­leg, að því er segir í til­­kynn­ingu frá stjórn­­völd­­um. 

Þætt­irnir þrír sem stjórn­völd vinna nú að úrbótum á, eru eft­ir­far­andi.

1. Upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur

„Stjórn­­völd hafa nú þegar tím­an­­legan aðgang að áreið­an­­legum upp­­lýs­ingum um raun­veru­­lega eig­endur með ýmsum hætti, t.d. í gegnum fyr­ir­tækja­­skrá og frá til­­kynn­ing­­ar­­skyldum aðil­­um. Skrif­­stofa fjár­­­mála­­grein­inga lög­­­reglu hefur beinan aðgang að upp­­lýs­ingum frá til­­kynn­ing­­ar­­skyldum aðilum skv. 2. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka og eft­ir­lits­að­ilar (FME og RSK) hafa sam­­bæri­­legan aðgang skv. 3. mgr. 38. gr. sömu laga. Þá getur lög­­regla fengið upp­­lýs­ingar frá fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum með dóms­úr­­skurði sem getur verið afgreiddur sam­­dæg­­urs ef full­nægj­andi for­­sendur eru til stað­­ar. Þá hefur Alþingi enn fremur sett lög nr. 82/2019 um skrán­ingu raun­veru­­legra eig­enda umfram kröfur sem leiða má af stöðlum FATF, sem tóku gildi í júní sl. Mun skráin skv. inn­­­leið­ing­ar­á­ætlun rík­­is­skatt­­stjóra verða til­­­búin um næstu ára­­mót.“

2. Upp­­lýs­inga­­kerfi og starfs­­manna­­fjöldi hjá skrif­­stofu fjár­­­mála­­grein­inga lög­­­reglu.

„Þegar hafa verið fest kaup á upp­­lýs­inga­­kerfi og hófst inn­­­leið­ing fyrr á þessu ári og gera áætl­­­anir ráð fyrir að það verði að fullu komið í gagnið í apríl á næsta ári. Þá hefur starfs­­mönnum verið fjölg­að.“

3. Eft­ir­lit með eft­ir­­fylgni við þving­un­­ar­að­­gerðir og yfir­­­sýn yfir starf­­semi almanna­heilla­­fé­laga.

„Eft­ir­lits­að­ilar hafa þegar hafið athug­­anir á fylgni til­­kynn­inga­­skyldra aðila við lög nr. 64/2019. Þá virð­­ast nið­­ur­­stöður FATF hvað þetta atriði varðar byggj­­ast á röngum for­­send­um, þ.e. að skyldur vegna alþjóð­­legra þving­un­­ar­að­­gerða og fryst­ingu fjár­­muna hafi fyrst verið lög­­­festar á Íslandi með lögum nr. 64/2019. Þetta er ekki rétt þar sem slík skylda hefur verið til staðar frá gild­is­­töku laga nr. 93/2008 og Fjár­­­mála­eft­ir­litið við­haft eft­ir­lit með lög­­unum frá 2017. Meg­in­breyt­ingin með lögum nr. 64/2019 var að kveða á um skyldu til að hafa kerfi, ferla eða aðferðir til að greina hvort við­­skipta­­menn séu á lista yfir þving­un­­ar­að­­gerð­­ir. Þá sam­­þykkti Alþingi frum­varp ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra um skrán­ing­­ar­­skyldu félaga til almanna­heilla með starf­­semi yfir landa­­mæri hinn 9. októ­ber til að bæta yfir­­­sýn yfir starf­­semi almanna­heilla­­fé­laga, sér í lagi hvað varðar þau almanna­heilla­­fé­lög sem geta verið við­­kvæm fyrir mis­­­notkun í tengslum við fjár­­­mögnun hryðju­verka.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent