Stjórnvöld mótmæltu veru Íslands á gráum lista

Áhrifin af veru Íslands á listanum eru sögð óveruleg.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Á fundi aðild­ar­ríkja FATF, sem fram fór í vik­unni, mót­mæltu íslensk stjórn­völd til­lögu um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem ekki hafa gripið til nægi­legra varna gegn pen­inga­þvætti, „þar sem þau telja að nið­ur­staðan end­ur­spegli á engan hátt stöðu lands­ins í vörnum gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Sú afstaða mætti skiln­ingi meðal nokk­urs fjölda aðild­ar­ríkja,“ segir í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um.

Þá er það mat ráð­gjafa íslenskra stjórn­valda að áhrifin af því að Ísland sé á list­anum séu óveru­leg, að því er segir í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um. 

Nið­ur­staðan bygg­ist á stöðu­skýrslu sér­fræð­inga­hóps FATF sem lá fyrir 24. sept­em­ber sl. Á fund­inum var horft til vilja íslenskra stjórn­valda til að vinna áfram að úrbót­u­m. 

Auglýsing

Ákveðið var að Ísland myndi áfram sæta eft­ir­liti vegna þriggja þátta.

Upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur

„Stjórn­völd hafa nú þegar tím­an­legan aðgang að áreið­an­legum upp­lýs­ingum um raun­veru­lega eig­endur með ýmsum hætti, t.d. í gegnum fyr­ir­tækja­skrá og frá til­kynn­ing­ar­skyldum aðil­um. Skrif­stofa fjár­mála­grein­inga lög­reglu hefur beinan aðgang að upp­lýs­ingum frá til­kynn­ing­ar­skyldum aðilum skv. 2. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka og eft­ir­lits­að­ilar (FME og RSK) hafa sam­bæri­legan aðgang skv. 3. mgr. 38. gr. sömu laga. Þá getur lög­regla fengið upp­lýs­ingar frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum með dóms­úr­skurði sem getur verið afgreiddur sam­dæg­urs ef full­nægj­andi for­sendur eru til stað­ar. Þá hefur Alþingi enn fremur sett lög nr. 82/2019 um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda umfram kröfur sem leiða má af stöðlum FATF, sem tóku gildi í júní sl. Mun skráin skv. inn­leið­ing­ar­á­ætlun rík­is­skatt­stjóra verða til­búin um næstu ára­mót.“

Upp­lýs­inga­kerfi og starfs­manna­fjöldi hjá skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu.

„Þegar hafa verið fest kaup á upp­lýs­inga­kerfi og hófst inn­leið­ing fyrr á þessu ári og gera áætl­anir ráð fyrir að það verði að fullu komið í gagnið í apríl á næsta ári. Þá hefur starfs­mönnum verið fjölg­að.“

Eft­ir­lit með eft­ir­fylgni við þving­un­ar­að­gerðir og yfir­sýn yfir starf­semi almanna­heilla­fé­laga.

„Eft­ir­lits­að­ilar hafa þegar hafið athug­anir á fylgni til­kynn­inga­skyldra aðila við lög nr. 64/2019. Þá virð­ast nið­ur­stöður FATF hvað þetta atriði varðar byggj­ast á röngum for­send­um, þ.e. að skyldur vegna alþjóð­legra þving­un­ar­að­gerða og fryst­ingu fjár­muna hafi fyrst verið lög­festar á Íslandi með lögum nr. 64/2019. Þetta er ekki rétt þar sem slík skylda hefur verið til staðar frá gild­is­töku laga nr. 93/2008 og Fjár­mála­eft­ir­litið við­haft eft­ir­lit með lög­unum frá 2017. Meg­in­breyt­ingin með lögum nr. 64/2019 var að kveða á um skyldu til að hafa kerfi, ferla eða aðferðir til að greina hvort við­skipta­menn séu á lista yfir þving­un­ar­að­gerð­ir. Þá sam­þykkti Alþingi frum­varp ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra um skrán­ing­ar­skyldu félaga til almanna­heilla með starf­semi yfir landa­mæri hinn 9. októ­ber til að bæta yfir­sýn yfir starf­semi almanna­heilla­fé­laga, sér í lagi hvað varðar þau almanna­heilla­fé­lög sem geta verið við­kvæm fyrir mis­notkun í tengslum við fjár­mögnun hryðju­verka.“

Stjórn­völd hafa ásamt erlendum ráð­gjöfum lagt mat á mögu­leg áhrif af því að Ísland lendi á list­an­um. Það er sam­dóma álit þeirra að áhrifin verði óveru­leg og er hvorki talið að nið­ur­staða FATF hafi bein áhrif á almenn­ing né fjár­mála­stöð­ug­leika á Íslandi, segir í til­kynn­ingu.

Vænta íslensk stjórn­völd þess að FATF nýti fyrsta tæki­færi til að end­ur­skoða mat á stöðu Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent