Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar

Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Seðla­banki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynj­ólfs­syni, blaða­manni á Frétta­blað­inu, upp­lýs­ingar um samn­ing sem Már Guð­munds­son, þáver­andi seðla­banka­stjóri, gerði við Ingi­björgu Guð­bjarts­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits bank­ans. Dæmt var um þetta í Hér­aðs­dómi Reykja­ness í morg­un. Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðs­ins.

­Ari sendi fyr­ir­spurn á Seðla­bank­inn í nóv­em­ber á síð­asta ári. ­Fyr­ir­spurn­in sner­ist um að fá upp­lýs­ingar um samn­ing sem bank­inn hafði gert við Ingi­björgu um styrk og laun í náms­leyfi henn­ar. Ingi­björg stund­að­i MPA-­nám í Banda­ríkj­unum sem Seðla­bank­inn greiddi fyrir en hún kom ekki aftur til starfa hjá bank­anum þegar því námi var lok­ið. Frétta­blaðið seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að virði samn­ings­ins sé á annan tug millj­óna króna og að um sé að ræða mun hærri náms­styrk en öðru starfs­fólki bank­ans hafi boð­ist. 

Seðla­bank­inn neit­aði að láta blaða­mann­inn fá umræddan samn­ing og hann skaut mál­inu til úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál sem, eftir fimm mán­uði, komst að þeirri nið­ur­stöðu að afhenda ætti gögn­in. Seðla­bank­inn ­stefnd­i ­Ara í kjöl­farið til að fá úrskurð­inn hnekkt­an. 

Auglýsing

Blaða­manna­fé­lag Íslands for­dæmdi í kjöl­farið vinnu­brögð Seðla­banka Íslands harð­lega í yfir­lýs­ingu. Þar segir að öllum megi vera „ljóst að þessi mál varða almenn­ing í land­inu og því frá­leitt hjá stjórn­endum Seðla­bank­ans að neita að veita þessar upp­lýs­ing­ar. Af fréttum að dæma virð­ist hér vera um að ræða sér­stakt mál innan bank­ans sem ekki styðst við neinar þekktar reglur eða for­dæmi og því enn mik­il­væg­ara að upp­lýsa mál­ið. Seðla­bank­inn er opin­ber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenn­ingi í land­inu upp­lýs­ingar um starf­semi sína, ákvarð­anir stjórn­enda bank­ans og með­ferð opin­bers fjár.“

Seðla­bank­inn var nú í morg­un, sem fyrr seg­ir, dæmdur til að afhenda Ara upp­lýs­ingar um samn­ing­inn. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent