Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar

Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Seðla­banki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynj­ólfs­syni, blaða­manni á Frétta­blað­inu, upp­lýs­ingar um samn­ing sem Már Guð­munds­son, þáver­andi seðla­banka­stjóri, gerði við Ingi­björgu Guð­bjarts­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits bank­ans. Dæmt var um þetta í Hér­aðs­dómi Reykja­ness í morg­un. Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðs­ins.

­Ari sendi fyr­ir­spurn á Seðla­bank­inn í nóv­em­ber á síð­asta ári. ­Fyr­ir­spurn­in sner­ist um að fá upp­lýs­ingar um samn­ing sem bank­inn hafði gert við Ingi­björgu um styrk og laun í náms­leyfi henn­ar. Ingi­björg stund­að­i MPA-­nám í Banda­ríkj­unum sem Seðla­bank­inn greiddi fyrir en hún kom ekki aftur til starfa hjá bank­anum þegar því námi var lok­ið. Frétta­blaðið seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að virði samn­ings­ins sé á annan tug millj­óna króna og að um sé að ræða mun hærri náms­styrk en öðru starfs­fólki bank­ans hafi boð­ist. 

Seðla­bank­inn neit­aði að láta blaða­mann­inn fá umræddan samn­ing og hann skaut mál­inu til úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál sem, eftir fimm mán­uði, komst að þeirri nið­ur­stöðu að afhenda ætti gögn­in. Seðla­bank­inn ­stefnd­i ­Ara í kjöl­farið til að fá úrskurð­inn hnekkt­an. 

Auglýsing

Blaða­manna­fé­lag Íslands for­dæmdi í kjöl­farið vinnu­brögð Seðla­banka Íslands harð­lega í yfir­lýs­ingu. Þar segir að öllum megi vera „ljóst að þessi mál varða almenn­ing í land­inu og því frá­leitt hjá stjórn­endum Seðla­bank­ans að neita að veita þessar upp­lýs­ing­ar. Af fréttum að dæma virð­ist hér vera um að ræða sér­stakt mál innan bank­ans sem ekki styðst við neinar þekktar reglur eða for­dæmi og því enn mik­il­væg­ara að upp­lýsa mál­ið. Seðla­bank­inn er opin­ber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenn­ingi í land­inu upp­lýs­ingar um starf­semi sína, ákvarð­anir stjórn­enda bank­ans og með­ferð opin­bers fjár.“

Seðla­bank­inn var nú í morg­un, sem fyrr seg­ir, dæmdur til að afhenda Ara upp­lýs­ingar um samn­ing­inn. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent