Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar

Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

Seðla­banki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynj­ólfs­syni, blaða­manni á Frétta­blað­inu, upp­lýs­ingar um samn­ing sem Már Guð­munds­son, þáver­andi seðla­banka­stjóri, gerði við Ingi­björgu Guð­bjarts­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits bank­ans. Dæmt var um þetta í Hér­aðs­dómi Reykja­ness í morg­un. Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðs­ins.

­Ari sendi fyr­ir­spurn á Seðla­bank­inn í nóv­em­ber á síð­asta ári. ­Fyr­ir­spurn­in sner­ist um að fá upp­lýs­ingar um samn­ing sem bank­inn hafði gert við Ingi­björgu um styrk og laun í náms­leyfi henn­ar. Ingi­björg stund­að­i MPA-­nám í Banda­ríkj­unum sem Seðla­bank­inn greiddi fyrir en hún kom ekki aftur til starfa hjá bank­anum þegar því námi var lok­ið. Frétta­blaðið seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að virði samn­ings­ins sé á annan tug millj­óna króna og að um sé að ræða mun hærri náms­styrk en öðru starfs­fólki bank­ans hafi boð­ist. 

Seðla­bank­inn neit­aði að láta blaða­mann­inn fá umræddan samn­ing og hann skaut mál­inu til úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál sem, eftir fimm mán­uði, komst að þeirri nið­ur­stöðu að afhenda ætti gögn­in. Seðla­bank­inn ­stefnd­i ­Ara í kjöl­farið til að fá úrskurð­inn hnekkt­an. 

Auglýsing

Blaða­manna­fé­lag Íslands for­dæmdi í kjöl­farið vinnu­brögð Seðla­banka Íslands harð­lega í yfir­lýs­ingu. Þar segir að öllum megi vera „ljóst að þessi mál varða almenn­ing í land­inu og því frá­leitt hjá stjórn­endum Seðla­bank­ans að neita að veita þessar upp­lýs­ing­ar. Af fréttum að dæma virð­ist hér vera um að ræða sér­stakt mál innan bank­ans sem ekki styðst við neinar þekktar reglur eða for­dæmi og því enn mik­il­væg­ara að upp­lýsa mál­ið. Seðla­bank­inn er opin­ber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenn­ingi í land­inu upp­lýs­ingar um starf­semi sína, ákvarð­anir stjórn­enda bank­ans og með­ferð opin­bers fjár.“

Seðla­bank­inn var nú í morg­un, sem fyrr seg­ir, dæmdur til að afhenda Ara upp­lýs­ingar um samn­ing­inn. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent