Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust

Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

Atvinnu­leysi innan Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna (ESB) mæld­ist 6,2 pró­sent í ágúst síð­ast­liðn­um. Það hefur ekki mælst minna frá því að mæl­ingar hófust árið 2000. Í sama mán­uði árið áður hafði atvinnu­leysið mælst 6,7 pró­sent. Þetta kemur fram í nýlegum tölum frá Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Alls lækk­aði atvinnu­leysi í 24 af ríkj­unum 28 sem til­heyra sam­band­inu. Lægst var atvinnu­leysið í Tékk­landi, þar sem það mæld­ist ein­ungis tvö pró­sent. Atvinnu­leysið hélst eins í Lúx­em­borg en jókst lít­il­lega í Dan­mörku (í 5 pró­sent) og umtals­vert í Lit­háen (í 6,6 pró­sent) og Sví­þjóð (í 7,1 pró­sent). 

Til sam­an­burðar var atvinnu­leysi í Banda­ríkj­unum í ágúst 3,7 pró­sent og á Íslandi mæld­ist það 3,4 pró­sent. 

Auglýsing
Eurostat metur það sem svo að 15,4 millj­ónir manna í aðild­ar­ríkj­unum séu án atvinnu. Það eru tæp­lega 1,2 milljón færri en í sama mán­uði í fyrra. Af þessum hópi eru rúm­lega 3,1 milljón undir 25 ára aldri, en atvinnu­lausum í þeim hópi fækk­aði um 239 þús­und milli ára. Atvinnu­leysi á meðal ungs fólks er áfram sem áður mest í Grikk­landi (33 pró­sent), Spáni (32,2 pró­sent) og Ítalíu (27,1 pró­sent). 

Þegar litið er til þeirra landa sem nota evr­una sem gjald­miðil mælist atvinnu­leysið aðeins hærra en í sam­band­inu öllu, eða 7,4 pró­sent. Það er samt sem áður minnsta atvinnu­leysi sem hefur mælst hjá evru­ríkj­unum síðan í maí 2008. Innan þeirra voru 12,1 millj­ónir manna atvinnu­lausir í ágúst 2019 sem eru 960 þús­und færri en í sama mán­uði í fyrra.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö prósent tekjuvöxtur hjá Marel í fyrra
Framlegð af rekstri Marels á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra, var lægri en vonir stóðu til. Bjartir tímar eru þó framundan, segir forstjórinn. Markaðsvirði félagsins fór yfir 500 milljarða í dag.
Kjarninn 17. janúar 2020
Mannréttindadómstóllinn hafnaði Sigríði Andersen
Fyrrverandi dómsmálaráðherra fær ekki að koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent