Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir vonbrigðum sínum eftir að breska þingið felldi tillögu hans um tímaáætlun fyrir umræðu um samning Bretlands og Evrópusambandsins, vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu.
Atkvæðin féllu þannig að 308 samþykktu tillöguna en 322 voru á móti, og sögðu nei.
Nú tekur við óvissa, sagði Johnson eftir að niðurstaðan varð ljós, en sagði að Bretland væri á leið úr úr Evrópusambandinu með einum eða öðrum hætti, og það í samræmi við það sem lagt væri upp með, sem er 31. október, eftir níu daga.
Johnson sagði í þinginu, í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, að hann myndi kalla eftir kosingum ef ekki tækist að ljúka því sem væri lagt upp og samþykkja samninginn, fyrir 31. október. Eftir atkvæðagreiðslu var hins vegar komið anna hljóð í Johnson, og sagði hann að næsta mál á dagskrá væri að heyra í leiðtogum Evrópusambandsins, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, sagði að Johnson gæti sjálfum sér um kennt, en að hann væri tilbúinn til viðræðna um eðlilega þinglega meðferð samnings um útgöngu.