Sænska unglingsstúlkan Greta Thunberg, sem ýtt hefur af stað umræðu um umhverfismál um allan heim, afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.
Hún segir á instagram aðgangi sínum, að verðlaun skipti ekki máli, þó hún þakki fyrir þann heiður að hafa verið valin, heldur þurfi að virkja samtakamátt fjöldans og þrýsta á stjórnmálamenn og aðra leiðtoga til að berjast gegn mengun af mannavöldum og loftslagsbreytingum.
Greta er stödd í Kaliforníu og gat því ekki verið viðstödd, en fulltrúar hennar komu á svið og sögðu viðstöddum að umhverfisbaráttan þyrfti ekki verðlaun heldur aðgerðir.
Fatamerkið Aftur var tilnefnt fyrir Íslands hönd en fatamerkið endurvinnur eldri föt og býr til ný úr þeim.
Umhverfisverðlaunin voru því afhent af sænska umhverfisaðgerðasinnanum Noura Berrouba. Isabelle Axelsson og Sophia Axelsson frá samtökunum FridaysForFuture voru viðstaddar afhendinguna fyrir hönd Gretu.
FridaysForFuture er hreyfingin sem Greta Thunberg kom af stað í ágúst 2018 þegar hún fór í þriggja vikna skólaverkfall til að sitja fyrir framan sænska þinghúsið og mótmæla skorti á loftslagsaðgerðum af hendi stjórnmálamanna.