Viðskipti með bréf Iceland Seafood hefjast á aðalmarkaði

Félögin sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallar Íslands eru orðin 20 talsins eftir að Iceland Seafood flutti sig í dag yfir af First North. Kynjahlutfall forstjóra á markaðnum helst óbreytt, karlarnir eru 20 en konurnar engar.

20191018-IcelandSeafoodIntl.jpg
Auglýsing

Hluta­bréf í Iceland Seafood International voru tekin til við­­skipta á aðal­­­mark­aði Kaup­hallar Íslands í morg­un. Áður var Iceland Seafood skráð á First North mark­að­inn.  Bjarni Ármanns­son, for­stjóri og einn aðal­eig­enda Iceland Seafood, hringdi inn við­skipt­in. 

Stjórn Iceland Seafood International hf. óskaði eftir því að öll hluta­bréf í félag­inu verði tekin til við­­­skipta á Aðal­­­­­mark­að­inum í byrjun októ­ber­mán­að­­ar.

Í til­kynn­ingu frá Kaup­höll vegna þessa segir að starf­semi Iceland Seafood megi rekja alveg til árs­ins 1932. „Fé­lagið er í dag leið­andi þjón­ustu­að­ili og sölu­að­ili sjáv­ar­fangs úr norð­ur­-Atl­ants­haf­inu til mark­aða um allan heim. Félagið vinnur hágæða sjáv­ar­fang á Spáni, Bret­landi og Írlandi og er einn stærsti útflutn­ings­að­ili fiskaf­urða frá Íslandi. Helsta sölu­vara Iceland Seafood eru ýmis­konar fiskaf­urð­ir; ferskt sjáv­ar­fang og fryst á landi og sjó; salt­að, létt­saltað og þurrk­að. Auk þess þjón­ustar félagið við­skipta­vini sína með tækni­lausnum og birgða­stjórn­un, sem og tryggir gæði þjón­ustu og vöru. Höf­uð­stöðvar Iceland Seafood eru á Íslandi, en félagið hefur 12 skrif­stofur í 8 löndum í bæði Evr­ópu og Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku. Starfs­menn eru 620 tals­ins.“

Auglýsing
Bjarni Ármanns­son segir að það sé ánægju­legt að hafa náð þessum áfanga í veg­ferð Iceland Seafood. „Við sjáum fram á mikla vaxt­ar­mögu­leika og erum þakk­lát fyrir þau góðu við­brögð sem hluta­fjár­út­boðið okkar fékk frá fjár­fest­um, en það mun skjóta styrk­ari stoðum undir áætl­anir okk­ar. Við bjóðum nýja fjár­festa vel­komna og hlökkum til að vinna með þeim í fram­tíð­inn­i.“

Magnús Harð­ar­son, nýr for­stjóri Kaup­hall­ar­inn­ar, segir að Iceland Seafood hafi sýnt svo ekki verði um villst hvernig hægt sé að nýta hluta­bréfa­mark­að­inn til að hrinda í fram­kvæmd  áætl­unum sín­um. „Fé­lagið hefur verið skráð á First North síðan árið 2016 og frá þeim tíma til dags­ins í dag hefur mark­aðsvirði þess hækkað um 250 pró­sent. Við óskum Iceland Seafood inni­lega til ham­ingju með frá­bæran árang­ur, flutn­ing félags­ins á Aðal­mark­að­inn og hlökkum til að styðja við félagið í veg­ferð þess til vaxtar og auk­ins sýni­leika.”

Kynja­hlut­föll for­stjóra óbreytt

Bjarni Ármanns­­­son, sem eitt sinn var for­­stjóri Glitn­is, er líkt og áður sagði for­­­stjóri Iceland Seafood. Kynja­hlut­föll for­stjóra skráðra félaga í Kaup­höll Íslands, sem hafa verið umtals­vert til umfjöll­unar á und­an­förnum árum, verða því áfram óbreytt. Alls stýra 20 karlar félög­unum 20 sem þar eru skráð. Kjarn­inn greindi frá því í sumar að á lista Frjálsrar versl­unar yfir 100 launa­hæstu for­stjóra lands­ins hafi verið átta kon­ur. 

Félag í eigu Bjarna, Sjá­v­­­ar­­sýn ehf., er líka stærsti eig­andi Iceland Seafood eftir nýlegt hluta­fjár­­út­­­boð, með 11,05 pró­­sent eign­­ar­hlut. Félagið Nes­­fiskur ehf. á 10,7 pró­­sent hlut, FISK Seafood, sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­armur Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga á söm­u­­leiðis 10,7 pró­­sent hlut og Jakob Val­­geir ehf., í eigu útgerð­­ar­­manns­ins Jak­obs Val­­geirs Flosa­­son­­ar, er fjórði stærsti eig­and­inn með 10,24 pró­­sent hlut. 

Félagið Solo Hold­ing ehf. sem var með 8,9 pró­­sent hlut fyrir útboð­ið, er hins vegar ekki á meðal eig­enda leng­ur. Það félag er í eigu Sjá­v­­­ar­­sýn­­ar, FISK Seafood, Jak­obs Val­­geirs, Nes­­fisks og Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur ehf., sem keypti þriðj­ung í því í nóv­­em­ber í fyrra. Helsti eig­andi Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur er Guð­­mundur Krist­jáns­­son, for­­stjóri Brims, en félagið er langstærsti eig­andi Brims með yfir helm­ings­­eign­­ar­hlut. Nú á Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur 1,96 pró­sent hlut í Iceland Seafood. 

Stærstu eig­endur Iceland Seafood:

Sjáv­ar­sýn ehf  

11,05%

Nes­fiskur ehf.



10,70%

FISK-­Seafood ehf



10,70%

Jakob Val­geir ehf

10,24%

Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn 



4,85%

Lífs­verk líf­eyr­is­sjóð­ur 



4,00%

Arion banki hf. 



3,70%

Birta líf­eyr­is­sjóð­ur 

3,58%

Kvika banki hf. 

3,07%

Vátrygg­inga­fé­lag Íslands hf. 

2,76%

Sjó­vá­-Al­mennar trygg­ingar hf. 



2,57%

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hf. 

1,96%

Líf­eyr­is­sj.­starfsm.­rík. A-deild



1,59%

Stefnir -  ÍS 15 



1,55%

9. S ehf. 

1,28%

Hof­garðar ehf. 

1,17%

Íshóll ehf. 

1,17%

Akta HL1 

1,07%

Akta HS1 

1,05%

Akta Stokk­ur 

0,99%



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent