Óvissa um hvaða áhrif vera Íslands á gráa listanum mun hafa

Það kann að vera að einhverjir gagnaðilar fyrirtækja á íslandi vilji framkvæma aukna áreiðanleikakönnun vegna þess að Ísland er á gráum lista FATF þó svo að samtökin kalli ekki sérstaklega eftir því.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Áslaug Jós­eps­dótt­ir, sér­fræð­ingur á skrif­stofu almanna- og réttar­ör­yggis dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, segir að það kunni að vera að ein­hverjir gagn­að­ilar fyr­ir­tækja á Íslandi muni vilja fram­kvæma auknar áreið­an­leikakann­anir á íslenskum aðilum eftir að Íslands var sett á gráan lista Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) vegna ónógra varna gegn pen­inga­þvætti. Sam­tökin hafi þó ekki kallað sér­stak­lega eftir því að slíkar áreið­an­leikakann­anir séu fram­kvæmdar á meðan að Ísland er á list­an­um.

Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi sem Sam­tök versl­unar og þjón­ustu, Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar og Sam­tök iðn­að­ar­ins stóðu fyrir í dag um pen­inga­þvætt­i. 

Áslaug, sem var einn fjög­urra sér­fræð­inga sem hélt erindi, sagði að íslensk stjórn­völd hafi verið í sam­bandi við stjórn­völd í Serbíu, sem var á list­anum í rúmt ár en losn­aði af honum í júní síð­ast­liðn­um. „Þeirra upp­lýs­ingar voru að þeir sáu lítil mæl­an­leg áhrif. Þetta er vissu­lega orð­spors­á­hætta og í ein­hverjum til­vikum þá lentu serbnesk fyr­ir­tæki í því að gagn­að­ila þeirra fram­kvæmdu aukna áreið­an­leika­könn­un. Það kann að vera að ein­hverjir gagn­að­ilar fyr­ir­tækja á íslandi vilji fram­kvæma aukna áreið­an­leika­könnun þó svo að FATF kalli ekki eftir því.“

Frek­ari upp­lýs­ingum skilað í nóv­em­ber

Ísland var sett á gráa list­ann þann 18. októ­ber síð­ast­lið­inn, eða fyrir tæpum tveimur vikum síð­an. Áslaug sagði í erindi sínu að stjórn­völd hefðu ekki orðið var við nei­kvæð áhrif enn sem komið er, en að bæði Seðla­banki Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið vakti þá stöðu dag­lega.

Auglýsing
Stjórnvöld séu auk þess að vinna mark­visst að því upp­fylla þau skil­yrði sem FATF taldi að væru útistand­andi þannig að pen­inga­þvætt­is­varnir okkar væru full­nægj­andi og að þeim upp­lýs­ingum yrði skilað til FATF í nóv­em­ber. 

Auk Áslaugar fluttu Eiríkur Ragn­ars­son og Birkir Guð­laugs­son, lög­fræð­ingar hjá Rík­is­skatt­stjóra, og Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­stöðu­maður á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika hjá Seðla­bank­an­um, erindi á fund­in­um.

Upp­lýs­inga­fundur um pen­inga­þvætti

Hér má sjá upp­töku af upp­lýs­inga­fundi um pen­inga­þvætti sem hald­inn var á vegum SVÞ, Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar og Sam­tök iðn­að­ar­ins þann 31. októ­ber. Á fund­inum var farið yfir skyldur til­kynn­inga­skyldra aðila innan raða sam­tak­anna vegna stöðu Íslands á gráum lista Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) vegna vegna ónógra varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Eft­ir­far­andi aðilar héldu erindi og sátu fyrir svörum: Ei­ríkur Ragn­ars­son, lög­fræð­ingur hjá Rík­is­skatt­stjóra Birkir Guð­laugs­son, lög­fræð­ingur hjá Rík­is­skatt­stjóra Ás­laug Jós­eps­dótt­ir, sér­fræð­ingur á skrif­stofu almanna- og réttar­ör­yggis Dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­stöðu­maður á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika hjá Seðla­bank­anum

Posted by SVÞ - Sam­tök versl­unar og þjón­ustu on Thurs­day, Oct­o­ber 31, 2019

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að Össur hf. hafi fengið fyr­ir­­spurn um veru Íslands á gráa list­anum þegar það var í við­ræðum um fjár­­­mögnun nýver­ið. Vera Íslands á list­­anum hafi þó ekki áhrif á starf­­semi eða fjár­­­mögnun Öss­urar þar sem að hún fari fram í gegnum erlend dótt­­ur­­fé­lög. Jón Sig­urðs­son, for­stjóri Öss­urar sagði það hins vegar vera mjög alvar­­legt mál að Ísland sé á lista sem þess­­um. 

Gerð athuga­­semd við 51 atriði

Í apríl 2018 skil­aði FATF, alþjóð­­leg sam­tök sem hafa það hlut­verk að móta aðgerðir til að hindra að fjár­­­mála­­kerfið sé mis­­notað í þeim til­­­gangi að koma illa fengnu fé aftur í umferð, skýrslu um Ísland. Með því að ger­­ast aðili að sam­tök­unum þá skuld­batt Ísland sig til að und­ir­­gang­­ast og inn­­­leiða þau skil­yrði sem sam­tökin telja að þurfi að upp­­­fyll­­ast.

Í skýrslu FATF fékk pen­inga­þvætt­is­eft­ir­lit Íslend­inga fall­ein­kunn. Alls var gerð athuga­­semd við 51 atriði í laga- og reglu­­gerð­­ar­um­hverfi Íslands og því hvernig við fram­­fylgjum eft­ir­liti með pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka.

Auglýsing
Á meðal þess sem þar kom fram var að íslensk stjórn­­völd litu ekki á rann­­sóknir á pen­inga­þvætti sem for­­gangs­­mál. Þeir litlu fjár­­munir sem settir voru í að koma upp um, rann­saka og sak­­sækja pen­inga­þvætti voru þar lyk­il­at­riði. Afleið­ingin var meðal ann­­ars sú að tak­­mark­aðar skrán­ingar höfðu verið á grun­­sam­­legum til­­­færslum á fé utan þess sem stóru við­­skipta­­bank­­arnir og hand­­fylli ann­­arra fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja fram­­kvæma. Þá skorti einnig á að að upp­­lýs­ingum um hreyf­­ingar á fé og eignum væri deilt með við­eig­andi stofn­unum í öðrum lönd­­um.

Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­leg­­ar, og Ísland færi á jafn­­vel á lista FATF yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­legan hnekki.

Íslenska ríkið brást við með alls­herj­­­ar­átaki. Ný heild­­ar­lög um varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka voru sam­­þykkt og fjöldi ann­­arra laga og reglu­­gerða voru upp­­­færð. Þá voru auknir fjár­­munir settir í manna­ráðn­­ingar og kaup á kerfum til að bæta það sem FATF hafði sett út á. En það dugði ekki til og Ísland var, líkt og áður sagði, sett á gráan lista og í aukna eft­ir­fylgni, 18. októ­ber síð­ast­lið­inn. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent