Tólf umsækjendur sóttu um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 12. október síðastliðinn en umsóknarfrestur var til 28. október. Mun valnefnd meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.
Þetta kemur fram í frétt Stjórnarráðsins í dag.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra setti Sigrúnu Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, til að gegna tímabundið embætti forstjóra Umhverfisstofnunar fram að skipun nýs forstjóra, eða allt fram að 1. mars á næsta ári.
Kristín Linda Árnadóttir var í byrjun október ráðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar en hún hafði verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2008.
Umsækjendur eru:
- Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri
- Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri
- Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri
- Hörður Valdimar Haraldsson, framtíðarfræðingur
- Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður
- Kristján Geirsson, verkefnisstjóri
- Kristján Sverrisson, forstjóri
- Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur
- Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri
- Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
- Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
- Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi