Þjóðkirkjan verði að læra af mistökum sínum

Dómsmálaráðherra sagði á Kirkjuþingi í dag að þjóð­kirkjan hefði í upphafi aldarinnar ekki verið í neinum takti við þjóð­ina sem hefði að miklum meiri­hluta snú­ist á sveif með sam­kyn­hneigðum í bar­áttu þeirra fyrir sjálf­sögðum mann­rétt­ind­um.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra skaut föstum skotum að þjóð­kirkj­unni þegar hún ávarp­aði Kirkju­þingið í morg­un. Hún sagði meðal ann­ars að ekki væri annað hægt en að nefna þátt kirkj­unnar í mann­rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks sem hefði ber­sýni­lega sést í þætt­inum Svona fólk eftir Hrafn­hildi Gunn­ars­dóttur sem sýndur var á RÚV á dög­un­um.

„Við stöndum reglu­lega frammi fyrir þeirri áskorun þar sem við þurfum að meta hvort rétt sé að við­halda íhalds­semi eða horfa með fráls­lynd­ari augum á hina ýmsu sam­fé­lags­hætti. Það er ekki alltaf hægt að sjá það fyrir hvorn veg­inn skal fara í því sam­hengi; stundum er ekki bara ágætt heldur nauð­syn­legt að halda í gamlar venj­ur, siði og reglu­festu – en oft þurfum við að horfa með opnum hug til þeirrar þró­unar sem er að eiga sér stað í sam­fé­lag­inu, bæði nær og fjær,“ sagði hún.

Ráð­herr­ann benti á að þjóð­kirkjan hefði verið afar sein að taka við sér í rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­hneigðra. „Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mik­il, and­staða kirkj­unnar var við að sam­kyn­hneigðir fengju að ala upp börn. Reynslan hefur þó að sjálf­sögðu sýnt að þau hafa reynst góðir uppalendur og vita­skuld ekk­ert síðri en gagn­kyn­hneigðir for­eldr­ar.“

Auglýsing

Hún sagði að í ljósi þess að fjöl­skyldu­réttur sam­kyn­hneigðra væri nú tryggður í lög­gjöf­inni og þeir nytu loks fullra mann­rétt­inda yrði ekki annað sagt en að þjóð­kirkjan hefði ekki skilið kall tím­ans í mál­efnum sam­kyn­hneigðra þegar mest á reið.

Þjóð­kirkjan hefði verið í engum takti við þjóð­ina sem í upp­hafi ald­ar­innar hafði að miklum meiri­hluta snú­ist á sveif með sam­kyn­hneigðum í bar­áttu þeirra fyrir sjálf­sögðum mann­rétt­ind­um.

Rétt­inda­bar­átta sam­kyn­hneigðra ekki tísku­bylgja

„Ég nefni þessi mál vegna þess að ég tel að þjóð­kirkjan verði að læra af mis­tökum sín­um. Nú vil ég þó sér­stak­lega taka fram að ég er ekki þeirrar skoð­unar að kirkjan eigi að sveifl­ast með tísku­bylgjum eða öðrum nútíma­straum­um. Stór hluti af starfi kirkj­unnar felst einmitt í því að standa fast á grunn­gildum sem von­andi víkja aldrei frá okkur – og kirkja á ekki að láta hina ýmsu svipti­vinda slá sig út af lag­in­u,“ sagði hún.

Áslaug Arna brýndi fyrir þing­inu að rétt­inda­bar­átta sam­kyn­hneigðra væri ekki tísku­bylgja. „Hún var ekki merki um hnignun sam­fé­lags­ins eða aft­ur­för góðra gilda. Hún var – og er – hluti af þeirri fram­þróun mann­kyns sem átt hefur sér stað á und­an­förnum öld­um. Afstaða kirkj­unnar í mál­efnum sam­kyn­hneigðra fældi marga frá henni, og ekki aðeins sam­kyn­hneigða ein­stak­linga heldur einnig fjöl­skyldur og vini sem ekki gátu skilið orð­ræðu for­svars­manna kirkj­unnar um sam­kyn­hneigð sem sjúk­dóm eða synd.“

Þá sagði hún enn fremur að lífið héldi þó áfram og kirkjan hefði og gæti sýnt kær­leik­ann í verki með ýmsum hætti, með áherslu á umburð­ar­lyndi, skiln­ing og virð­ingu fyrir náung­an­um. Ekk­ert af þessu kall­aði á að grunn­gildum krist­innar trúar væri breytt – þvert á móti. „En þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mis­tök­unum – með því að beita sér í þágu mann­rétt­inda, standa með fólk­inu, mennsk­unni og sýna kær­leika í verki.“

Í morgun ávarp­aði ég Kirkju­þing. Það var ekki annað hægt en að nefna þátt kirkj­unnar í mann­rétt­inda­bar­áttu hinseg­in...

Posted by Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir on Sat­ur­day, Novem­ber 2, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent