Þjóðkirkjan verði að læra af mistökum sínum

Dómsmálaráðherra sagði á Kirkjuþingi í dag að þjóð­kirkjan hefði í upphafi aldarinnar ekki verið í neinum takti við þjóð­ina sem hefði að miklum meiri­hluta snú­ist á sveif með sam­kyn­hneigðum í bar­áttu þeirra fyrir sjálf­sögðum mann­rétt­ind­um.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra skaut föstum skotum að þjóð­kirkj­unni þegar hún ávarp­aði Kirkju­þingið í morg­un. Hún sagði meðal ann­ars að ekki væri annað hægt en að nefna þátt kirkj­unnar í mann­rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks sem hefði ber­sýni­lega sést í þætt­inum Svona fólk eftir Hrafn­hildi Gunn­ars­dóttur sem sýndur var á RÚV á dög­un­um.

„Við stöndum reglu­lega frammi fyrir þeirri áskorun þar sem við þurfum að meta hvort rétt sé að við­halda íhalds­semi eða horfa með fráls­lynd­ari augum á hina ýmsu sam­fé­lags­hætti. Það er ekki alltaf hægt að sjá það fyrir hvorn veg­inn skal fara í því sam­hengi; stundum er ekki bara ágætt heldur nauð­syn­legt að halda í gamlar venj­ur, siði og reglu­festu – en oft þurfum við að horfa með opnum hug til þeirrar þró­unar sem er að eiga sér stað í sam­fé­lag­inu, bæði nær og fjær,“ sagði hún.

Ráð­herr­ann benti á að þjóð­kirkjan hefði verið afar sein að taka við sér í rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­hneigðra. „Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mik­il, and­staða kirkj­unnar var við að sam­kyn­hneigðir fengju að ala upp börn. Reynslan hefur þó að sjálf­sögðu sýnt að þau hafa reynst góðir uppalendur og vita­skuld ekk­ert síðri en gagn­kyn­hneigðir for­eldr­ar.“

Auglýsing

Hún sagði að í ljósi þess að fjöl­skyldu­réttur sam­kyn­hneigðra væri nú tryggður í lög­gjöf­inni og þeir nytu loks fullra mann­rétt­inda yrði ekki annað sagt en að þjóð­kirkjan hefði ekki skilið kall tím­ans í mál­efnum sam­kyn­hneigðra þegar mest á reið.

Þjóð­kirkjan hefði verið í engum takti við þjóð­ina sem í upp­hafi ald­ar­innar hafði að miklum meiri­hluta snú­ist á sveif með sam­kyn­hneigðum í bar­áttu þeirra fyrir sjálf­sögðum mann­rétt­ind­um.

Rétt­inda­bar­átta sam­kyn­hneigðra ekki tísku­bylgja

„Ég nefni þessi mál vegna þess að ég tel að þjóð­kirkjan verði að læra af mis­tökum sín­um. Nú vil ég þó sér­stak­lega taka fram að ég er ekki þeirrar skoð­unar að kirkjan eigi að sveifl­ast með tísku­bylgjum eða öðrum nútíma­straum­um. Stór hluti af starfi kirkj­unnar felst einmitt í því að standa fast á grunn­gildum sem von­andi víkja aldrei frá okkur – og kirkja á ekki að láta hina ýmsu svipti­vinda slá sig út af lag­in­u,“ sagði hún.

Áslaug Arna brýndi fyrir þing­inu að rétt­inda­bar­átta sam­kyn­hneigðra væri ekki tísku­bylgja. „Hún var ekki merki um hnignun sam­fé­lags­ins eða aft­ur­för góðra gilda. Hún var – og er – hluti af þeirri fram­þróun mann­kyns sem átt hefur sér stað á und­an­förnum öld­um. Afstaða kirkj­unnar í mál­efnum sam­kyn­hneigðra fældi marga frá henni, og ekki aðeins sam­kyn­hneigða ein­stak­linga heldur einnig fjöl­skyldur og vini sem ekki gátu skilið orð­ræðu for­svars­manna kirkj­unnar um sam­kyn­hneigð sem sjúk­dóm eða synd.“

Þá sagði hún enn fremur að lífið héldi þó áfram og kirkjan hefði og gæti sýnt kær­leik­ann í verki með ýmsum hætti, með áherslu á umburð­ar­lyndi, skiln­ing og virð­ingu fyrir náung­an­um. Ekk­ert af þessu kall­aði á að grunn­gildum krist­innar trúar væri breytt – þvert á móti. „En þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mis­tök­unum – með því að beita sér í þágu mann­rétt­inda, standa með fólk­inu, mennsk­unni og sýna kær­leika í verki.“

Í morgun ávarp­aði ég Kirkju­þing. Það var ekki annað hægt en að nefna þátt kirkj­unnar í mann­rétt­inda­bar­áttu hinseg­in...

Posted by Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir on Sat­ur­day, Novem­ber 2, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent