Þjóðkirkjan verði að læra af mistökum sínum

Dómsmálaráðherra sagði á Kirkjuþingi í dag að þjóð­kirkjan hefði í upphafi aldarinnar ekki verið í neinum takti við þjóð­ina sem hefði að miklum meiri­hluta snú­ist á sveif með sam­kyn­hneigðum í bar­áttu þeirra fyrir sjálf­sögðum mann­rétt­ind­um.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra skaut föstum skotum að þjóð­kirkj­unni þegar hún ávarp­aði Kirkju­þingið í morg­un. Hún sagði meðal ann­ars að ekki væri annað hægt en að nefna þátt kirkj­unnar í mann­rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks sem hefði ber­sýni­lega sést í þætt­inum Svona fólk eftir Hrafn­hildi Gunn­ars­dóttur sem sýndur var á RÚV á dög­un­um.

„Við stöndum reglu­lega frammi fyrir þeirri áskorun þar sem við þurfum að meta hvort rétt sé að við­halda íhalds­semi eða horfa með fráls­lynd­ari augum á hina ýmsu sam­fé­lags­hætti. Það er ekki alltaf hægt að sjá það fyrir hvorn veg­inn skal fara í því sam­hengi; stundum er ekki bara ágætt heldur nauð­syn­legt að halda í gamlar venj­ur, siði og reglu­festu – en oft þurfum við að horfa með opnum hug til þeirrar þró­unar sem er að eiga sér stað í sam­fé­lag­inu, bæði nær og fjær,“ sagði hún.

Ráð­herr­ann benti á að þjóð­kirkjan hefði verið afar sein að taka við sér í rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­hneigðra. „Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mik­il, and­staða kirkj­unnar var við að sam­kyn­hneigðir fengju að ala upp börn. Reynslan hefur þó að sjálf­sögðu sýnt að þau hafa reynst góðir uppalendur og vita­skuld ekk­ert síðri en gagn­kyn­hneigðir for­eldr­ar.“

Auglýsing

Hún sagði að í ljósi þess að fjöl­skyldu­réttur sam­kyn­hneigðra væri nú tryggður í lög­gjöf­inni og þeir nytu loks fullra mann­rétt­inda yrði ekki annað sagt en að þjóð­kirkjan hefði ekki skilið kall tím­ans í mál­efnum sam­kyn­hneigðra þegar mest á reið.

Þjóð­kirkjan hefði verið í engum takti við þjóð­ina sem í upp­hafi ald­ar­innar hafði að miklum meiri­hluta snú­ist á sveif með sam­kyn­hneigðum í bar­áttu þeirra fyrir sjálf­sögðum mann­rétt­ind­um.

Rétt­inda­bar­átta sam­kyn­hneigðra ekki tísku­bylgja

„Ég nefni þessi mál vegna þess að ég tel að þjóð­kirkjan verði að læra af mis­tökum sín­um. Nú vil ég þó sér­stak­lega taka fram að ég er ekki þeirrar skoð­unar að kirkjan eigi að sveifl­ast með tísku­bylgjum eða öðrum nútíma­straum­um. Stór hluti af starfi kirkj­unnar felst einmitt í því að standa fast á grunn­gildum sem von­andi víkja aldrei frá okkur – og kirkja á ekki að láta hina ýmsu svipti­vinda slá sig út af lag­in­u,“ sagði hún.

Áslaug Arna brýndi fyrir þing­inu að rétt­inda­bar­átta sam­kyn­hneigðra væri ekki tísku­bylgja. „Hún var ekki merki um hnignun sam­fé­lags­ins eða aft­ur­för góðra gilda. Hún var – og er – hluti af þeirri fram­þróun mann­kyns sem átt hefur sér stað á und­an­förnum öld­um. Afstaða kirkj­unnar í mál­efnum sam­kyn­hneigðra fældi marga frá henni, og ekki aðeins sam­kyn­hneigða ein­stak­linga heldur einnig fjöl­skyldur og vini sem ekki gátu skilið orð­ræðu for­svars­manna kirkj­unnar um sam­kyn­hneigð sem sjúk­dóm eða synd.“

Þá sagði hún enn fremur að lífið héldi þó áfram og kirkjan hefði og gæti sýnt kær­leik­ann í verki með ýmsum hætti, með áherslu á umburð­ar­lyndi, skiln­ing og virð­ingu fyrir náung­an­um. Ekk­ert af þessu kall­aði á að grunn­gildum krist­innar trúar væri breytt – þvert á móti. „En þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mis­tök­unum – með því að beita sér í þágu mann­rétt­inda, standa með fólk­inu, mennsk­unni og sýna kær­leika í verki.“

Í morgun ávarp­aði ég Kirkju­þing. Það var ekki annað hægt en að nefna þátt kirkj­unnar í mann­rétt­inda­bar­áttu hinseg­in...

Posted by Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir on Sat­ur­day, Novem­ber 2, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent