Alltaf hægt að hlusta betur

Umhverfis- og auðlindaráðherra segist virða ákvörðun Gretu Thunberg að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs og að hægt sé að gera betur. Kjarninn spjallaði við ráðherrann um nýyfirstaðið þing í Svíþjóð þar sem lögð var mikil áhersla á loftslagsmál.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Athygli vakti á Norð­ur­landa­ráðs­þingi sem haldið var í síð­ustu viku í Stokk­hólmi í Sví­þjóð að aktí­vist­inn Greta Thun­berg afþakkaði umhverf­is­verð­laun ráðs­ins en hún sagði að verð­­laun skiptu ekki máli en þakk­aði hún jafn­framt fyrir þann heiður að hafa verið val­in. Hún taldi að heldur þyrfti að virkja sam­taka­mátt fjöld­ans og þrýsta á stjórn­­­mála­­menn og aðra leið­­toga til að berj­­ast gegn mengun af manna­völdum og lofts­lags­breyt­ing­­um.

Þegar Kjarn­inn fal­að­ist eftir við­brögðum Guð­mundar Ingi Guð­brands­sonar umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra við því að Greta afþakk­aði verð­launin benti hann að dóm­nefndin hefði kom­ist að því að hún væri þess verðug að fá þessi verð­laun. „Ég myndi segja að þar er ég algjör­lega sam­mála dóm­nefnd­inni. Það er ótrú­legt hvað Gretu hefur tek­ist á einu ári að gera. Ekki bara að vekja þennan áhuga og hreyfi­afl á meðal ungs fólks heldur á meðal heims­byggð­ar­innar – ungra sem ald­inna. Og ef ein­hver mann­eskja ætti þessi verð­laun skilið á Norð­ur­lönd­unum þá væri það hún.“

Hann seg­ist aftur á móti algjör­lega virða ákvörðun Gretu að afþakka verð­laun­in. „Hún gefur sínar ástæður fyrir því og er hún bara ótrú­lega flott mann­eskja sem er virki­lega að berj­ast fyrir því að við öll gerum betur í þessum málum sem við verðum að ger­a.“

Auglýsing

Greta sagði að stjórn­mála­menn og þeir sem sitja við völd þyrftu að fara að hlusta á vís­ind­in. Guð­mundur Ingi segir að alltaf sé hægt að hlusta bet­ur. „En svo er það spurn­ingin um að heyra. Þannig að við þurfum að hlusta en jafn­framt að heyra og taka alvar­lega þess brýn­ingu sem kemur frá henni og í raun­inni bara sam­fé­lag­inu öllu. Ég tek undir það að við þurfum að gera meira og betur á Norð­ur­lönd­un­um, en þar eru mjög dæmi um þróun sem er og hefur verið að eiga sér stað. Við stöndum til dæmis fram­ar­lega þegar kemur að end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um.“

View this post on Instagram

I have received the Nor­dic Council’s environ­mental award 2019. I have decided to decline this prize. Her­e’s why: “I am cur­rently tra­vel­ing through Cali­fornia and ther­efore not able to be pres­ent with you today. I want to thank the Nor­dic Council for this award. It is a huge hono­ur. But the climate movem­ent does not need any more awards. What we need is for our polit­ici­ans and the people in power start to listen to the cur­rent, best availa­ble sci­ence. The Nor­dic countries have a great reputa­tion around the world when it comes to climate and environ­mental issu­es. There is no lack of bragg­ing about this. There is no lack of beauti­ful words. But when it comes to our act­ual emissions and our ecolog­ical foot­prints per capita - if we include our consum­ption, our imports as well as avi­ation and shipp­ing - then it’s a whole other story. In Sweden we live as if we had about 4 planets accor­ding to WWF and Global Foot­print Network. And roug­hly the same goes for the entire Nor­dic reg­ion. In Norway for instance, the govern­ment recently gave a record num­ber of permits to look for new oil and gas. The newly opened oil and natural gas-fi­eld, ”Jo­han Sver­dr­up” is expected to prod­uce oil and natural gas for 50 years; oil and gas that would generate global CO2 emissions of 1,3 billion tonn­es. The gap between what the sci­ence says is needed to limit the incr­e­ase of global tempera­t­ure rise to below 1,5 or even 2 degrees - and polit­ics that run the Nor­dic countries is gig­ant­ic. And there are still no signs whatsoever of the changes required. The Paris Agreem­ent, which all of the Nor­dic countries have signed, is based on the aspect of equity, which means that richer countries must lead the way. We belong to the countries that have the possi­bility to do the most. And yet our countries still basically do not­hing. So until you start to act in accor­dance with what the sci­ence says is needed to limit the global tempera­t­ure rise below 1,5 degrees or even 2 degrees celsi­us, I - and Fridays For Fut­ure in Sweden - choose not to accept the Nor­dic Councils environ­mental award nor the prize money of 500 000 Swed­ish kronor. Best wis­hes Greta Thun­berg”

A post shared by Greta Thun­berg (@gret­athun­berg) on



Guð­mundur Ingi segir að Norð­ur­löndin þurfi núna að ein­beita sér að sam­göng­um. „Þarna þurfa þessi lönd að sam­eina krafta sína,“ segir hann. Norð­menn er það ríki sem er með hæsta hlut­fallið af nýskráðum bif­reiðum sem eru vist­hæf­ar. Ísland er í öðru sæti á eftir Norð­mönnum og segir Guð­mundur Ingi að mik­il­vægt sé að líta á alla þessa þætti en hann tekur bygg­ing­ar­iðn­að­inn einnig sem dæmi. „Þar er stór geiri sem við verðum að horfa til í auknum mæli. Ég vil líka nefna sér­stak­lega að sjáv­ar­út­vegur og land­bún­aður er stórir þættir þegar kemur að útlosun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda. Og þar þarf að eiga sér stað þessi umbylt­ing í orku­kerf­unum en það er kannski aðeins lengra í lausn­irnar en það þarf virki­lega að hraða því.“

Allt alþjóð­legt sam­starf skilar ein­hverjum árangri

Þegar Guð­mundur Ingi er spurður út í það hvort þing á borð við Norð­ur­landa­ráðs­þingið sé þess virði í ljósi þess að slíkt þing hefur stórt kolefn­is­spor þá segir hann að allt alþjóð­legt sam­starf skili ein­hverjum árangri. „Hins vegar breytir það því ekki að ég held að við getum aukið notkun fjar­funda­bún­aðar milli stærri funda. Það er aftur á móti mik­il­vægt að fólk hitt­ist vegna þess að það er öðru­vísi dýnamík sem mynd­ast milli fólks þegar það hitt­ist. En það þarf ekki endi­lega að vera alltaf. Ef við horfum til þess þegar fund­irnir eru haldnir á Norð­ur­lönd­unum – en til dæmis ekki heima á Íslandi – þá er kolefn­is­sporið minna því hægt er að ferð­ast með lestum og eru flugin styttri.“

Hann telur þó að þetta sé einn þáttur sem huga þurfi að og að hans mati eigi að stefna að því að kolefn­is­jafna alla fundi og þing á borð við þetta.

Rann­sóknir munu þó ekki bjarga haf­inu

Umhverf­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna ræddu saman á Norð­ur­landa­ráðs­þing­inu en þeir skrif­uðu undir yfir­lýs­ingu um hafið og lofts­lags­mál. „Við höfum und­an­farið verið að fá auk­inn þekk­ing­ar­grunn með skýrslu milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna núna í sept­em­ber og þarna eru Norð­ur­löndin að taka sig saman og skrifa undir yfir­lýs­ingu þess efnis hversu miklu máli hafið skipti. Sér­stak­lega hvað varðar lofts­lags­breyt­ing­ar,“ segir hann. 

„Við þurfum hvert um sig og í sam­ein­ingu að stuðla að því að auka rann­sóknir á breyt­ingu sem er að verða í haf­in­u,“ segir hann enn fremur en Guð­mundur Ingi nefnir sem dæmi í því sam­hengi að á Íslandi hafi stjórn­völd ákveðið að auka rann­sóknir á súrnun sjáv­ar. Stórt skref sé að fá upp­lýs­ingar um það. 

„En rann­sókn­irnar munu ekki bjarga haf­inu heldur þarf að draga úr los­un. Þarna er líka verið að horfa til þess að umgang­ast auð­lindir hafs­ins með sjálf­bærum hætti. Það er líka verið að líta til þess hvernig nýta megi betur vernd svæða í hafi til að styðja við getu hafs­ins til að stand­ast þær breyt­ingar sem eru þó að verða.“

Lögðu áherslu á svo­kallað hringrás­ar­hag­kerfi

Guð­mundur Ingi telur að þetta sé mjög tíma­bær yfir­lýs­ing hjá ráð­herr­un­um. Einnig hafi þau lagt áherslu á fundum sínum á svo­kallað hringrás­ar­hag­kerfi en sam­kvæmt honum var það rætt mjög ítar­lega.

„Hringrás­ar­hag­kerfið gengur út á það að í stað­inn fyrir að horfa á fram­leiðslu og þjón­ustu sem línu­lega þar sem þú setur hrá­efnin inn og það verður til ein­hver vara eða þjón­usta og síðan verður til úrgangur sem við hendum þá séum við að reyna að búa til hring úr ferl­inu. Við pælum í því hvaða hrá­efni sé verið að setja inn – hvaða áhrif það muni hafa á nátt­úr­una, hvernig við munum kom­ast af með sem minnst hrá­efni og hvernig hægt sé að auka ábyrgð fram­leið­anda. Síðan eftir því sem þetta fer lengra í keðj­una þá kemur neyt­and­inn einnig inn. Svo veltum við því fyrir okkur hvernig við með­höndlum síðan afgang­ana sem verða til í kerf­inu, það er úrgang­inn, og könnum hvort við getum nýtt þá með ein­hverjum hætti þannig að við búum til hag­kerfi sem fer í hring en er ekki línu­leg­t,“ segir ráð­herr­ann.

Sam­hljómur milli ráð­herr­anna

Hann segir að þarna hafi verið gerðar margar rann­sóknir víða, sér­stak­lega í Evr­ópu, sem sýni að efna­hags­lega séu tæki­færi fólgin í slíku hag­kerfi. „Við, nor­rænu umhverf­is­ráð­herr­arn­ir, tókum þá ákvörðun á þing­inu að ráð­ast í nor­ræna úttekt á efna­hags­legum áhrifum þess að inn­leiða hringrás­ar­hag­kerfi í okkar lönd­um. Þetta er held ég dæmi­gert nor­rænt sam­starf, að draga fram með hvaða hætti getum við sýnt fram á að þetta séu lausnir sem ekki bara skila árangri fyrir lofts­lagið og það að fara betur með auð­lind­irn­ar, heldur felist líka í þeim tæki­færi. Að það felist tæki­færi í þessum breyt­ing­um,“ segir hann.

Mjög mik­ill sam­hljómur er milli umhverf­is­ráð­herranna, að sögn Guð­mundar Inga. „Það er ofboðs­lega gaman að upp­lifa að það er mjög mik­ill sam­hljómur milli land­anna í þessum mál­u­m.“

Lausnir sem inni­halda nátt­úr­una sem ger­anda

Jafn­framt tóku ráð­herr­arnir fyrir það sem Ísland hefur lagt áherslu á til fjölda ára og hefur núna fengið nafnið á ensku „Nat­ure based solution“ sem kalla mætti á íslensku „Nátt­úru­vænar lausnir“.

„Það er í raun­inni þegar við erum að horfa á það hvernig við getum komið fram með lausnir sem inni­halda nátt­úr­una sem ger­anda. Til að mynda að end­ur­heimta vot­lendi, þar sem þú ert í raun­inni að koma í veg fyrir að koltví­sýr­ingur sleppi út í and­rúms­loft­ið. Á sama tíma er verið að end­ur­heimta líf­kerfið og að tengja saman þessa tvo þætt­i,“ segir hann og bætir því við að það sama megi segja um land­græðslu. „Þar er verið að koma í veg fyrir frek­ari land­eyð­ingu og á sama tíma og verið er að binda kolefni, sem og auka líf­fræði­lega fjöl­breytni. Og verið er í raun­inni að stuðla að því að mörg sú þjón­usta sem vist­kerfin veita okkur við­hald­ist.“

Guð­mundur Ingi segir að Ísland hafi lagt mikla áherslu á þessa þætti á for­mennsku­ár­inu sínu en í apríl síð­ast­liðnum þegar umhverf­is­ráð­herr­arnir hitt­ust síð­ast ákváðu þeir að tekin yrðu saman dæmi af Norð­ur­lönd­unum með hvaða hætti þau hafi unnið þetta í hverju landi. „Einnig var þetta mikið til umræðu á Climate summit í New York í sept­em­ber síð­ast­liðnum og er einn af þeim þáttum sem alþjóða­sam­fé­lagið er loks­ins að horfa í mun meiri mæli á. Ísland og fleiri ríki hafa lagt áherslu á þetta lengi í gegnum okkar sögu af land­græðslu,“ segir hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent