Særún Ósk Pálmadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Haga hf. Staðan er ný innan fyrirtækisins en markmið stöðunnar er meðal annars að gera boðleiðir skýrari og markvissari innan Haga og dótturfyrirtækja.
Særún hefur reynslu á sviði samskiptaráðgjafar og kemur til Haga frá ráðgjafastofunni Aton.JL, áður Aton, þar sem hún starfaði sem samskiptaráðgjafi síðastliðin þrjú ár.
Særún var einnig kynningarstjóri tónlistarhátíðarinnar Myrkir músíkdagar á árunum 2018 og 2019 og hefur hún einnig starfað sem sérfræðingur í samskiptum hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo og verkefnastjóri hjá Opna háskólanum í HR.
Særún er með M.Sc. gráðu í almannatengslum með áherslu á krísusamskipti frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og Háskólanum í Stirling í Skotlandi, sem og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.