Sagðir hafa óskað eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga – Hafna fréttinni

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.

Gunnþór Ingvarsson
Gunnþór Ingvarsson
Auglýsing

Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaup­stað, er sagður hafa óskað eftir leið­bein­ingum frá stjórn­endum Sam­herja varð­andi það hvernig blekkja mætti Græn­lend­inga til að kom­ast yfir veiði­heim­ildir og vel­vild.

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í morg­un.

Auglýsing

Gunn­þór skrifar í tölvu­pósti til Aðal­steins Helga­son­ar, Jóhann­esar Stef­áns­sonar og manns hjá Sam­herja sem hefur net­fangið sigg­i@­sam­herj­i.­is.:

„Sælir félag­ar. Þannig er mál með vexti að vinir okkar í Græn­landi, Hen­rik Leth, var að biðja mig að setja niður fyrir sig hvað þyrfti til í fjár­fest­ing­um, veið­um, vinnslu og hafn­ar­mann­virkjum ef menn myndu vera setja upp fiski­mjöls og upp­sjáv­ar­verk­smiðju í Amma­salik aust­ur­strönd Græn­lands.

Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, heldur eru ein­hverjir heima­menn í Græn­landi með ein­hverja með sér í því að reyna ná kvótum og good­will af stjórn­völdum með því að þykj­ast vera fara byggja upp á Austur Græn­land­i,“ und­ir­strikar Gunn­þór í pósti sín­um. „Eigið þið ekki til­búna ein­hverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afr­ík­u?“

Hen­rik Leth er stjórn­ar­for­maður Polar Seafood sem mun vera stærsta fyr­ir­tæki í einka­eigu á Græn­landi, sam­kvæmt frétt­inni.

Í Frétta­blað­inu kemur fram að Sam­herj­a­menn­irnir hafi tekið vel í beiðni Gunn­þórs. „Það er kannski spurn­ing um að taka frá Marokkó, hvað seg­irðu um það?“ spyr Jóhannes í svar­skeyti og beinir þá spurn­ing­unni til áður­nefnds Sigga.

„Gunn­þór, ertu að leit­ast eftir einv­herju ýtar­legu eða bara í kynn­ing­ar­formi?“ spyr hann síðan stjórn­anda Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Nei, bara punktum hvað þarf,“ svarar Gunn­þór Ingva­son.

Umræddur póstur Gunn­þórs var sendur þann 30. apríl 2014 og er hluti skjala sem Wiki­leaks hefur birt. Póst­ur­inn ber yfir­skrift­ina: Að nema nýjar lend­ur. 

Gunn­þór vildi ekki tjá sig við Frétta­blaðið um mál­ið.

Upp­fært: Síð­degis barst neð­an­greind yfir­lýs­ing frá Síld­ar­vinnsl­unni þar sem frétt Frétta­blaðs­ins er hafn­að. Sam­hliða hefur fyr­ir­sögn verið breytt.

„Í morgun birt­ist frétt um að Gunn­þór Ingva­son fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar hefði óskað eftir leið­bein­ingum frá Sam­herja hinn 30. apríl árið 2014 varð­andi það hvernig blekkja mætti Græn­lend­inga til að kom­ast yfir veiði­heim­ildir og kvóta. Þessi frétt er algjör­lega röng og í reynd­inni merki­legt hvernig blaða­maður getur lesið þetta út úr þeim tölvu­pósti sem vitnað er til.

 

Síld­ar­vinnslan hf. hefur átt í far­sælu sam­starfi við Græn­lend­inga frá árinu 2003 við rekstur útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is. Árið 2012 festi stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki Græn­lands, Polar Seafood, kaup á meiri­hlut­anum í útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu sem þá fékk nafnið Polar Pelag­ic, en Síld­ar­vinnslan á þriðj­ungs hlut í því. Stjórn Polar Seafood hefur alla tíð sinnt öllum sam­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins við græn­lensk stjórn­völd. Stjórn­ar­for­maður Polar Seafood er Hen­rik Leth en hann hefur lengi verið einn af helstu for­ystu­mönnum græn­lensks sjáv­ar­út­vegs.

 

Árið 2014 hafði Hen­rik Leth sam­band við Gunn­þór Ingva­son og tjáði honum að á Græn­landi væri í umræð­unni að ein­hverjir áform­uðu að koma upp fiski­mjöls- og upp­sjáv­ar­vinnslu í Amma­salik á aust­ur­strönd lands­ins.  Taldi Hen­rik þessi áform mjög óraun­hæf og áleit að þau væru sett fram í þeim til­gangi að ná kvóta hjá græn­lenskum stjórn­völd­um. Til þess að fá nán­ari upp­lýs­ingar um tækni­leg mál­efni og kostnað við upp­bygg­ingu eins og þessa leit­aði hann til Gunn­þórs Ingva­son­ar. Gunn­þór vissi að Sam­herji hefði nýlega látið gera áætl­anir um slíka upp­bygg­ingu í Marokkó og ein­fald­ast væri að skoða þær. Sendi hann Sam­herj­a­mönnum tölvu­póst þar sem hann bað um að fá þessar upp­lýs­ingar þó þær ættu við um upp­bygg­ingu í Afr­íku. Þar með var mál­inu lokið að hans hálfu.

 

Hen­rik Leth segir eft­ir­far­andi um þetta: „Ég leit­aði til Gunn­þórs um upp­lýs­ingar ein­fald­lega vegna þess að Síld­ar­vinnslan hefur mikla reynslu og þekk­ingu á upp­bygg­ingu og rekstri vinnslu­fyr­ir­tækja. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að hægt væri að búa til svona nei­kvæða frétt um greið­vikni hans í minn garð. Þetta er sorg­legt dæmi um óvönduð vinnu­brögð fjöl­miðla.“ 

 

Af fram­an­sögðu má ljóst vera að orð Gunn­þórs Ingva­sonar í tölvu­póst­inum voru slitin úr sam­hengi í umræddri frétt. Síld­ar­vinnslan harmar þann vill­andi og meið­andi mál­flutn­ing sem birt­ist í frétt­inn­i.”

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent