Sagðir hafa óskað eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga – Hafna fréttinni

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.

Gunnþór Ingvarsson
Gunnþór Ingvarsson
Auglýsing

Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaup­stað, er sagður hafa óskað eftir leið­bein­ingum frá stjórn­endum Sam­herja varð­andi það hvernig blekkja mætti Græn­lend­inga til að kom­ast yfir veiði­heim­ildir og vel­vild.

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í morg­un.

Auglýsing

Gunn­þór skrifar í tölvu­pósti til Aðal­steins Helga­son­ar, Jóhann­esar Stef­áns­sonar og manns hjá Sam­herja sem hefur net­fangið sigg­i@­sam­herj­i.­is.:

„Sælir félag­ar. Þannig er mál með vexti að vinir okkar í Græn­landi, Hen­rik Leth, var að biðja mig að setja niður fyrir sig hvað þyrfti til í fjár­fest­ing­um, veið­um, vinnslu og hafn­ar­mann­virkjum ef menn myndu vera setja upp fiski­mjöls og upp­sjáv­ar­verk­smiðju í Amma­salik aust­ur­strönd Græn­lands.

Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, heldur eru ein­hverjir heima­menn í Græn­landi með ein­hverja með sér í því að reyna ná kvótum og good­will af stjórn­völdum með því að þykj­ast vera fara byggja upp á Austur Græn­land­i,“ und­ir­strikar Gunn­þór í pósti sín­um. „Eigið þið ekki til­búna ein­hverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afr­ík­u?“

Hen­rik Leth er stjórn­ar­for­maður Polar Seafood sem mun vera stærsta fyr­ir­tæki í einka­eigu á Græn­landi, sam­kvæmt frétt­inni.

Í Frétta­blað­inu kemur fram að Sam­herj­a­menn­irnir hafi tekið vel í beiðni Gunn­þórs. „Það er kannski spurn­ing um að taka frá Marokkó, hvað seg­irðu um það?“ spyr Jóhannes í svar­skeyti og beinir þá spurn­ing­unni til áður­nefnds Sigga.

„Gunn­þór, ertu að leit­ast eftir einv­herju ýtar­legu eða bara í kynn­ing­ar­formi?“ spyr hann síðan stjórn­anda Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Nei, bara punktum hvað þarf,“ svarar Gunn­þór Ingva­son.

Umræddur póstur Gunn­þórs var sendur þann 30. apríl 2014 og er hluti skjala sem Wiki­leaks hefur birt. Póst­ur­inn ber yfir­skrift­ina: Að nema nýjar lend­ur. 

Gunn­þór vildi ekki tjá sig við Frétta­blaðið um mál­ið.

Upp­fært: Síð­degis barst neð­an­greind yfir­lýs­ing frá Síld­ar­vinnsl­unni þar sem frétt Frétta­blaðs­ins er hafn­að. Sam­hliða hefur fyr­ir­sögn verið breytt.

„Í morgun birt­ist frétt um að Gunn­þór Ingva­son fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar hefði óskað eftir leið­bein­ingum frá Sam­herja hinn 30. apríl árið 2014 varð­andi það hvernig blekkja mætti Græn­lend­inga til að kom­ast yfir veiði­heim­ildir og kvóta. Þessi frétt er algjör­lega röng og í reynd­inni merki­legt hvernig blaða­maður getur lesið þetta út úr þeim tölvu­pósti sem vitnað er til.

 

Síld­ar­vinnslan hf. hefur átt í far­sælu sam­starfi við Græn­lend­inga frá árinu 2003 við rekstur útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is. Árið 2012 festi stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki Græn­lands, Polar Seafood, kaup á meiri­hlut­anum í útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu sem þá fékk nafnið Polar Pelag­ic, en Síld­ar­vinnslan á þriðj­ungs hlut í því. Stjórn Polar Seafood hefur alla tíð sinnt öllum sam­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins við græn­lensk stjórn­völd. Stjórn­ar­for­maður Polar Seafood er Hen­rik Leth en hann hefur lengi verið einn af helstu for­ystu­mönnum græn­lensks sjáv­ar­út­vegs.

 

Árið 2014 hafði Hen­rik Leth sam­band við Gunn­þór Ingva­son og tjáði honum að á Græn­landi væri í umræð­unni að ein­hverjir áform­uðu að koma upp fiski­mjöls- og upp­sjáv­ar­vinnslu í Amma­salik á aust­ur­strönd lands­ins.  Taldi Hen­rik þessi áform mjög óraun­hæf og áleit að þau væru sett fram í þeim til­gangi að ná kvóta hjá græn­lenskum stjórn­völd­um. Til þess að fá nán­ari upp­lýs­ingar um tækni­leg mál­efni og kostnað við upp­bygg­ingu eins og þessa leit­aði hann til Gunn­þórs Ingva­son­ar. Gunn­þór vissi að Sam­herji hefði nýlega látið gera áætl­anir um slíka upp­bygg­ingu í Marokkó og ein­fald­ast væri að skoða þær. Sendi hann Sam­herj­a­mönnum tölvu­póst þar sem hann bað um að fá þessar upp­lýs­ingar þó þær ættu við um upp­bygg­ingu í Afr­íku. Þar með var mál­inu lokið að hans hálfu.

 

Hen­rik Leth segir eft­ir­far­andi um þetta: „Ég leit­aði til Gunn­þórs um upp­lýs­ingar ein­fald­lega vegna þess að Síld­ar­vinnslan hefur mikla reynslu og þekk­ingu á upp­bygg­ingu og rekstri vinnslu­fyr­ir­tækja. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að hægt væri að búa til svona nei­kvæða frétt um greið­vikni hans í minn garð. Þetta er sorg­legt dæmi um óvönduð vinnu­brögð fjöl­miðla.“ 

 

Af fram­an­sögðu má ljóst vera að orð Gunn­þórs Ingva­sonar í tölvu­póst­inum voru slitin úr sam­hengi í umræddri frétt. Síld­ar­vinnslan harmar þann vill­andi og meið­andi mál­flutn­ing sem birt­ist í frétt­inn­i.”

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Forstjóri Samherja vill aftur í stjórn Sjóvá
Tímabundinn forstjóri Samherja steig úr stól stjórnarformanns Sjóvá í nóvember í fyrra vegna anna. Hann sækist nú eftir því að setjast aftur í stjórnina á komandi aðalfundi. Samherji á tæpan helming í stærsta eiganda Sjóvá.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Kristín Þorsteinsdóttir.
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins vill í stjórn Sýnar
Á meðal þeirra sem vilja taka sæti í stjórn eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis Íslands er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi stjórnarformaður VÍS.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent