Sagðir hafa óskað eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga – Hafna fréttinni

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.

Gunnþór Ingvarsson
Gunnþór Ingvarsson
Auglýsing

Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaup­stað, er sagður hafa óskað eftir leið­bein­ingum frá stjórn­endum Sam­herja varð­andi það hvernig blekkja mætti Græn­lend­inga til að kom­ast yfir veiði­heim­ildir og vel­vild.

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í morg­un.

Auglýsing

Gunn­þór skrifar í tölvu­pósti til Aðal­steins Helga­son­ar, Jóhann­esar Stef­áns­sonar og manns hjá Sam­herja sem hefur net­fangið sigg­i@­sam­herj­i.­is.:

„Sælir félag­ar. Þannig er mál með vexti að vinir okkar í Græn­landi, Hen­rik Leth, var að biðja mig að setja niður fyrir sig hvað þyrfti til í fjár­fest­ing­um, veið­um, vinnslu og hafn­ar­mann­virkjum ef menn myndu vera setja upp fiski­mjöls og upp­sjáv­ar­verk­smiðju í Amma­salik aust­ur­strönd Græn­lands.

Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, heldur eru ein­hverjir heima­menn í Græn­landi með ein­hverja með sér í því að reyna ná kvótum og good­will af stjórn­völdum með því að þykj­ast vera fara byggja upp á Austur Græn­land­i,“ und­ir­strikar Gunn­þór í pósti sín­um. „Eigið þið ekki til­búna ein­hverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afr­ík­u?“

Hen­rik Leth er stjórn­ar­for­maður Polar Seafood sem mun vera stærsta fyr­ir­tæki í einka­eigu á Græn­landi, sam­kvæmt frétt­inni.

Í Frétta­blað­inu kemur fram að Sam­herj­a­menn­irnir hafi tekið vel í beiðni Gunn­þórs. „Það er kannski spurn­ing um að taka frá Marokkó, hvað seg­irðu um það?“ spyr Jóhannes í svar­skeyti og beinir þá spurn­ing­unni til áður­nefnds Sigga.

„Gunn­þór, ertu að leit­ast eftir einv­herju ýtar­legu eða bara í kynn­ing­ar­formi?“ spyr hann síðan stjórn­anda Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Nei, bara punktum hvað þarf,“ svarar Gunn­þór Ingva­son.

Umræddur póstur Gunn­þórs var sendur þann 30. apríl 2014 og er hluti skjala sem Wiki­leaks hefur birt. Póst­ur­inn ber yfir­skrift­ina: Að nema nýjar lend­ur. 

Gunn­þór vildi ekki tjá sig við Frétta­blaðið um mál­ið.

Upp­fært: Síð­degis barst neð­an­greind yfir­lýs­ing frá Síld­ar­vinnsl­unni þar sem frétt Frétta­blaðs­ins er hafn­að. Sam­hliða hefur fyr­ir­sögn verið breytt.

„Í morgun birt­ist frétt um að Gunn­þór Ingva­son fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar hefði óskað eftir leið­bein­ingum frá Sam­herja hinn 30. apríl árið 2014 varð­andi það hvernig blekkja mætti Græn­lend­inga til að kom­ast yfir veiði­heim­ildir og kvóta. Þessi frétt er algjör­lega röng og í reynd­inni merki­legt hvernig blaða­maður getur lesið þetta út úr þeim tölvu­pósti sem vitnað er til.

 

Síld­ar­vinnslan hf. hefur átt í far­sælu sam­starfi við Græn­lend­inga frá árinu 2003 við rekstur útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is. Árið 2012 festi stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki Græn­lands, Polar Seafood, kaup á meiri­hlut­anum í útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu sem þá fékk nafnið Polar Pelag­ic, en Síld­ar­vinnslan á þriðj­ungs hlut í því. Stjórn Polar Seafood hefur alla tíð sinnt öllum sam­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins við græn­lensk stjórn­völd. Stjórn­ar­for­maður Polar Seafood er Hen­rik Leth en hann hefur lengi verið einn af helstu for­ystu­mönnum græn­lensks sjáv­ar­út­vegs.

 

Árið 2014 hafði Hen­rik Leth sam­band við Gunn­þór Ingva­son og tjáði honum að á Græn­landi væri í umræð­unni að ein­hverjir áform­uðu að koma upp fiski­mjöls- og upp­sjáv­ar­vinnslu í Amma­salik á aust­ur­strönd lands­ins.  Taldi Hen­rik þessi áform mjög óraun­hæf og áleit að þau væru sett fram í þeim til­gangi að ná kvóta hjá græn­lenskum stjórn­völd­um. Til þess að fá nán­ari upp­lýs­ingar um tækni­leg mál­efni og kostnað við upp­bygg­ingu eins og þessa leit­aði hann til Gunn­þórs Ingva­son­ar. Gunn­þór vissi að Sam­herji hefði nýlega látið gera áætl­anir um slíka upp­bygg­ingu í Marokkó og ein­fald­ast væri að skoða þær. Sendi hann Sam­herj­a­mönnum tölvu­póst þar sem hann bað um að fá þessar upp­lýs­ingar þó þær ættu við um upp­bygg­ingu í Afr­íku. Þar með var mál­inu lokið að hans hálfu.

 

Hen­rik Leth segir eft­ir­far­andi um þetta: „Ég leit­aði til Gunn­þórs um upp­lýs­ingar ein­fald­lega vegna þess að Síld­ar­vinnslan hefur mikla reynslu og þekk­ingu á upp­bygg­ingu og rekstri vinnslu­fyr­ir­tækja. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að hægt væri að búa til svona nei­kvæða frétt um greið­vikni hans í minn garð. Þetta er sorg­legt dæmi um óvönduð vinnu­brögð fjöl­miðla.“ 

 

Af fram­an­sögðu má ljóst vera að orð Gunn­þórs Ingva­sonar í tölvu­póst­inum voru slitin úr sam­hengi í umræddri frétt. Síld­ar­vinnslan harmar þann vill­andi og meið­andi mál­flutn­ing sem birt­ist í frétt­inn­i.”

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent