Þorsteinn Már með alla þræði í hendi sér

Sérfræðingar á vegum KPMG í Hollandi unnu úttekt á starfsemi Samherja og sögðu forstjórann nær einráðan í fyrirtækinu, í úttekt sinni. Ef fyrirtæki er með raunverulega framkvæmdastjórn á Íslandi á það að greiða skatta þar.

þorsteinn már.jpg
Auglýsing

Engin hefð­bundin fram­kvæmda­stjórn var hjá Sam­herja heldur liggja allir þræð­irnir við stjórnun þess, um stór og smá mál, til for­stjór­ans og stórs eig­anda, Þor­steins Más Bald­vins­son­ar. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í bók­inn­i  „Ekk­ert að fela – Á slóð Sam­herja í Afr­ík­­u“, eftir Helga Selj­an, Aðal­­­stein Kjart­ans­­son og Sté­­fán Aðal­­­stein Drengs­­son, þar sem fjallað er ítar­­lega um sögu og umsvif sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ris­ans Sam­herja, sem var nýverið afhjúp­aður í Kveiks­þætti sama teym­­is. ­Bókin kemur út í dag.

Bókin byggir á rann­sókn­ar­vinnu þeirra á Sam­herj­a­skjöl­unum svo­nefndu, sem Kveik­ur, Stund­in, og Al Jazeera hafa unnið úr, en Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfs­maður Sam­herja, kom gögn­unum til Wiki­leaks. Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, hafði svo sam­band við Helga Selj­an, og hófst vinnan eftir það, en ítar­lega er farið yfir upp­haf þess­arar rann­sókn­ar­vinnu í fyrr­nefndri bók.

Yfir­lit yfir heild­ar­starf­semi

Í bók­inni er fjallað um úttekt sem sér­fræð­ingar á vegum KPMG í Hollandi unn­u á starf­semi Sam­herja. Til­gangur skýrslu sér­fræð­ing­ana frá Hollandi var að gefa yfir­lit af starf­semi Sam­herja, og ekki síst „flókið inn­an­húss hag­kerfi stór­fyr­ir­tækis sem starfar víða um heim,“eins og orð­rétt segir í bók­inni. Það var mat sér­fræð­ing­ana að í grund­vallar atriðum væri skipu­rit félags­ins ein­falt: Þor­steinn Már ræð­ur.

Auglýsing
Orðrétt segir um þetta í bók­inni (síður 76 til 82):

„Og Mái, eins og Þor­steinn Már er gjarnan kall­aður af vinum sínum og fjöl­skyldu, hefur ekki slegið slöku við þótt kom­inn sé fast að sjö­tugu og vill enn hafa putt­ana í stórum sem smáum við­fangs­efnum fyr­ir­tæk­is­ins um allan heim. Því hefur verið haldið fram að í raun sé engin hefð­bundin fram­kvæmda­stjórn í Sam­herja. Þetta birt­ist til dæmis í skýrslu sem KPMG og skatta­sér­fræð­ingar þess í Hollandi unnu fyrir fyr­ir­tækið í jan­úar árið 2014. Skýrslan byggð­ist á tveggja mán­aða skoðun sér­fræð­ing­anna á starf­semi Sam­herja og átti þannig að gefa mynd af því hvernig fyr­ir­tækið stýrði starf­semi sinni víða um heim, með inn­byrðis við­skiptum og skipu­lagi. Til­gangur skýrsl­unnar er að því er virð­ist að fá nokk­urs konar yfir­lit yfir starf­semi Sam­herja og ekki síst flókið inn­an­húss hag­kerfi stór­fyr­ir­tækis sem starfar víða um heim. Ekki er langt síðan hert var á reglum hér á landi um að fyr­ir­tæki sem selja vörur úr landi, til eigin fyr­ir­tækja erlend­is, eða eiga í ann­ars konar við­skiptum við tengd félög erlend­is, geri skil­merki­lega grein fyrir þeim. Allt til að hægt sé að tryggja að við­skiptin hafi ekki þann eina til­gang að færa til hagnað milli landa og kom­ast þannig hjá skött­u­m. 

Árið 2014 kom það sem sagt í hlut end­ur­skoð­un­arris­ans KPMG að draga upp mynd af Sam­herja og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­herji kom þá, ýmist beint eða óbeint, að útgerð í yfir tíu löndum í þremur heims­álf­um. Eign­ar­halds­fé­lög Sam­herja í kringum útgerð og fisk­vinnslur er að finna mun víðar um heim­inn, oft fjarri allri starf­semi félags­ins. Sú var tíðin að Þor­steinn Már Bald­vins­son rak einn og sjálfur fyr­ir­tækið Sam­herja þegar það sam­an­stóð af einum frysti­tog­ara, Akur­eyr­inni. Þá sögu þekktu all­ir. Sér­fræð­ingum KPMG kom hins vegar all­mjög á óvart þegar þeir sáu ekki betur en að nákvæm­lega sama skipu­rit væri enn við lýði í fyr­ir­tæk­inu. Skipa­stóll Sam­herja var nú hátt í 60 skip og heild­ar­veiði þeirra var nærri hálf milljón tonna upp úr sjó á ári. Árs­veltan nálg­að­ist 70 millj­arða króna. Vissu­lega höfðu bæst við starfs­menn á skrif­stof­una, en hið eig­in­lega skipu­rit var þó áfram eins. Þor­steinn Már ræður. „For­stjór­inn er eini fram­kvæmda­stjóri Sam­herj­a,“ sagði í skýrslu KPMG. „Engin form­leg fram­kvæmda­stjórn er innan Sam­herja hf.“ 



Í skýrsl­unni var einnig að finna aðrar upp­lýs­ingar sem vekja óneit­an­lega athygli: „Aðrir lyk­il­stjórn­end­ur, sem ekki eru starfs­menn Sam­herja beint, en stýra mis­mun­andi sviðum innan Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, eru í beinu sam­bandi við for­stjóra Sam­herja dag­lega. For­stjóri Sam­herja er lyk­il­maður í öllum við­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins og hefur bein afskipti af skipu­lagi veiða.“ 

Auglýsing
Þessi sýn KPMG vakti eðli­lega við­brögð innan Sam­herja, og áhyggjur hjá und­ir­mönnum Þor­steins Más af því að verið væri að færa dag­lega stjórn allrar starf­semi Sam­herja úti í heimi til Íslands. Til Þor­steins. Þetta sést glögg­lega á breyt­ingum sem gerðar hafa verið á skjal­inu, merktar „Fund­ar­her­berg­i“, að því er virð­ist af Örnu McClure, inn­an­hússlög­manni Sam­herja.

For­svars­menn Sam­herja hafa ítrekað haldið því fram að fram­kvæmda­stjórn hinna erlendu félaga fyr­ir­tæk­is­ins sé ekki hér á landi. Þau séu öll undir erlendri stjórn. Sam­kvæmt því sem KPMG sá við skoðun á fyr­ir­tæk­inu var því þver­öf­ugt far­ið. Þor­steinn Már reynd­ist í raun dag­legur stjórn­andi allra fyr­ir­tækj­anna sem heyra undir Sam­herj­a­sam­stæð­una. Hann sá um dag­lega fram­kvæmda­stjórn og allar fjár­fest­inga­á­kvarð­an­ir. Og hann fékkst meira að segja við að ráða hvern ein­asta skip­stjóra, allt frá Græn­lands­miðum og alla leið suður fyrir Góðr­ar­von­ar­höfða, auk þess sem hann ákvað hvar þessir skip­stjórar veiddu. Og allt þar á milli. Fyr­ir­tækjum sem eiga að vera undir stjórn heima­manna í hverju landi fyrir sig er í raun fjar­stýrt frá Íslandi, sam­kvæmt því sem end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki Sam­herja segir í þess­ari skýrslu.

For­stjór­inn fer með dag­lega stjórn á hinni svoköll­uðu fisk­veiði­stefnu. Hann er í tengslum við mark­aðs- og sölu­fyr­ir­tæki sem fylgj­ast með mark­aðs­verði og mark­aðs­þró­un. Með upp­lýs­ingar þaðan að vopni ákveður for­stjór­inn kúr­s­inn með fisk­veiði­stefn­unni og skipar fyrir bæði fram­kvæmda­stjórn útgerð­anna og vinnslu­stöðv­anna […] for­stjór­inn er í sam­bandi við lyk­il­stjórn­endur frá degi til dags og leggur grunn að ákvörð­unum um fisk­veiði­stefn­una. Lyk­il­starfs­menn eru meðal ann­ars skip­stjórar fiski­skip­anna sem eru mjög mik­il­vægir svo útgerð­ar­fé­lag nái árangri. Sér­hver skip­stjóri og lyk­il­stjórn­andi er val­inn af for­stjór­anum sjálf­um.

Þetta gæti mörgum þótt eðli­leg­asti hlutur í heim­i. 

Auglýsing
Þorsteinn Már er jú for­stjóri Sam­herja og á þessi fyr­ir­tæki. En málið er aðeins flókn­ara og snýst ekki síst um hvar greiða eigi skatta af starf­sem­inni. Ástæðan er ein­föld. Sam­kvæmt íslenskum lögum á fyr­ir­tæki, jafn­vel þótt það sé stað­sett í útlönd­um, að greiða skatta hér á landi ef raun­veru­leg fram­kvæmda­stjórn þess er hér. Í lögum segir ein­fald­lega að skylda til að greiða tekju­skatt af öllum tekjum sín­um, hvar sem þeirra er aflað, hvíli á öllum þeim fyr­ir­tækjum sem eigi hér heim­il­is­festi. Fyr­ir­tæki telj­ist eiga hér heim­il­is­festi „ef raun­veru­leg fram­kvæmda­stjórn er hér á land­i“. 

Rétt eins og KPMG virð­ist hafa kom­ist að nið­ur­stöðu um að væri raunin hjá Sam­herja og dótt­ur­fé­lögum þess í útlönd um. Þess vegna kemur ekki á óvart að í athuga­semdum sem settar hafa verið inn í skýrslu KPMG er fingur jafnan fettur út í þessar ábend­ingar end­ur­skoð­end­anna. Ekki út frá því að þær séu rang­ar, heldur að þær eigi ekki erindi í skýrsl­una. Þær skuli því ýmist „fjar­lægja“ eða „taka út“. Neð­an­greind athuga­semd fylgir til dæmis text­anum sem vitnað er til hér að ofan:

Gengur ekki. Velur ÞMB skip­stjór­ana sem gera svo samn­ing við fyr­ir­tæki sem aðrir eiga að stjórna? Jafn­vel fyr­ir­tæki mjög neð­ar­lega í strúkt­úrn­um?!

Og litlu síðar er athuga­semd um þá lýs­ingu KPMG að Þor­steinn Már stýri í raun starfs­manna­málum félags­ins um allan heim: 



Vafa­samt ef þetta á við um dótt­ur­fé­lög, sér­stak­lega erlendis […] Er vinna Sea­gold, Merc­ury, Icefresh Ltd. o.fl. öll ákveðin í höf­uð­stöðvum Sam­herja á Akur­eyr­i??? […] Local í lagi – dótt­ur­fé­lög ekki í lagi.

Og:

Vafa­samt ef þetta á líka við um dótt­ur­fé­lög­in, mjög spes varð­andi skip­stjór­ana […] Er Þor­steinn Már Bald­vins­son starfs­manna­stjóri/­mannauðs­stjóri eða er Anna María [mann  auðs­stjóri Sam­herja] það […] Ekki í lagi erlendis […] Hér þarf að vera á hreinu skilin milli erlendu dótt­ur­fé­lag­anna og Íslands. Erfitt að pikka út ann­ar­s.“

Við full­yrð­ingu KPMG þess efnis að fjár­málum allrar sam­stæð­unn­ar, og þannig erlendu félag­anna, sé stýrt frá Íslandi birt­ist athuga­semd­in:

ATH er í lagi að SI [fjár­mála­stjóri Sam­herja á Íslandi] sjái um fjár­stýr­ingu ein­stakra dótt­ur­fé­laga?

Þessar áhyggjur „Fund­ar­her­berg­is­ins“ hjá Sam­herja af því hvernig hinir hol­lensku skatta­sér­fræð­ingar KPMG sjá stöð­una eru reyndar skilj­an­leg­ar. Deilur um hvaðan Sam­herj­a­fé­lögum í útlöndum væri stjórnað var hluti af rann­sókn Seðla­bank­ans á hendur Sam­herja vegna gruns um brot á gjald­eyr­is­lögum sem hófst árið 2012. Seðla­bank­inn taldi þá að yfir­stjórn allra erlendu félag­anna væri hér á landi og því ætti að skila hingað gjald­eyri þeirra, hagn­aði og skött­um. Sam­herji þvertók fyrir að svo væri. Fyr­ir­tækin væru öll sjálf­stæð hvert í sínu landi og undir þar­lendri fram­kvæmda­stjórn. Þó virð­ist skipta máli við hvern Sam­herj­a­menn eru að ræða þegar kemur að því að lýsa með hvaða hætti fyr­ir­tækjum Sam­herja erlendis er stýrt. 

Í kynn­ingu á starf­semi félags­ins í Afr­íku, sem dag­sett er í mars­mán­uði 2010 og kyrfi­lega merkt sem trún­að­ar­mál, er til dæmis ítrekað talað um að starf­sem­inni sé stýrt frá Íslandi. Í kynn­ing­unni segir bein­línis að höf­uð­stöðvar Afr­íku­starf­sem­inn­ar, sem rekin var undir nafn­inu Katla Seafood, séu á Íslandi en þjón­usta við skip Kötlu Seafood sé á Kanarí­eyj­um. Sér­stök er líka við­kvæmni Sam­herja fyrir því að félagið sé í skýrslu KPMG sagt vera eitt stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki Íslands. Flestir kynnu að halda að vart þyrfti að taka það fram, en þó er athuga­semd gerð við þessa full­yrð­ingu í upp­hafs­setn­ingu skýrsl­unnar og spurt: 

„Er Sam­herj­a­sam­stæðan eitt stærsta fyr­ir­tæk­ið?““

Bókin Ekk­ert að fela, kemur út hjá For­lag­inu í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent