Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu nam 50,8 milljörðum króna í október og er það hæsta mánaðarvelta á höfuðborgarsvæðinu síðan í júlí 2015 en þá var veltan 53,8 milljarðar króna. Í október voru alls 988 kaupsamningur um fasteignir þinglýstir og hafa þeir ekki verið fleiri í einum mánuði síðan í júlí 2015. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.
56 prósent aukning milli ára
Í október námu viðskipti með eignir í fjölbýli 38,3 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 10,7 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 1,7 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 51,4 milljónir króna.
Fjöldi kaupsamninga í október í ár var mun meiri en í sama mánuði í fyrra eða alls 56,1 prósent aukning í fjölda kaupsamninga. Þá jókst veltan jafnframt um 48,5 prósent.
Þá fjölgaði kaupsamninga einnig á milli mánaða en í september 2019 var alls 708 kaupsamningum þinglýst og fjölgaði því kaupsamningum um 39,5 prósent á milli mánaða. Veltan í september var 37,7 milljarðar króna og jókst veltan því um 34,5 prósent á milli mánaða.