Til skoðunar að stærri óskráð fyrirtæki skili inn rekstrarupplýsingum

Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að gera kröfu til fyrirtækja, sem fara yfir vissa stærð en eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að það sé til skoð­unar innan rík­is­stjórn­ar­innar að gera þá kröfu til óskráðra fyr­ir­tæki, sem fari yfir vissa stærð, að þau skili einnig inn upp­lýs­ingum árs­fjórð­ungs­lega líkt og skráðum fyr­ir­tækjum er skylt. Þetta kom fram í svari ráð­herra við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn á Alþingi í dag. 

Aukið gagn­sæi íslenskra stór­fyr­ir­tækja

Í svari ráð­herra kemur jafn­framt fram að Katrín telur að Sam­herj­a­málið geti svo sann­ar­lega haft áhrif á íslenskt at­vinnu­líf og allar íslenskar útflutn­ings­greinar en ekki aðeins þetta eina fyr­ir­tæki og orð­spor þess. Að mati Katrínar er því vert að spyrja að því hvernig hægt sé að gera betur þegar kemur að gagn­sæi atvinnu­lífs­ins og fyr­ir­tækja. 

Hún segir að eitt af því sem sé til skoð­unar um þessar mundir hjá ­rík­is­stjórn­inn­i sé aukin upp­lýs­inga­skylda stórra fyr­ir­tæki. Sam­kvæmt Katrínu er til skoð­unar hvort ekki sé eðli­leg­t að gera rík­ari kröfu til fyr­ir­tækja af til­tek­inn­i ­stærð, sem ekki eru skráð á mark­að, um að skila inn upp­lýs­ing­um árs­fjórð­ungs­lega líkt og skráð fyr­ir­tæki á hluta­bréfa­mark­að­i. 

Auglýsing

Katrín segir að Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, sé einmitt með mál á sinn­i ­þing­mála­skrá þar sem breyt­ingar eru boð­aðar á þessu. 

„Þetta eru hags­munir íslensk atvinnu­lífs. Það á að líta á það sem sókn­ar­færi fyrir sig að hér sé ­mikið gagn­sæi og skýrt reglu­verk. Líta á það sem sókn­ar­færi fremur en íþyngj­and­i,“ segir Katrín. 

Erf­ið­ara að meta áhættu vegna óskráðra fyr­ir­tækja

Í nýlegri úttekt Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóðs­ins (AGS) á íslensku efna­hags­lífi, sem birt var þann 11. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, kemur fram að erf­ið­ara sé að meta áhættu í íslenska efna­hag­skref­in­u ­vegna ógang­sæi í rekstri óskráðra fyr­ir­tækja. Sér­stak­lega óskráðra fyr­ir­tæki sem geta haft mikið áhrif á allt efna­hags­kerfi Íslands fari rekstur þeirra illa. AGS vísar þar vænt­an­lega til WOW a­ir en bág fjár­­hags­­staða þess fyr­ir­tækis varð ekki opin­ber fyrr en á seinni hluta síð­­asta árs, þegar rekst­­ur­inn var þegar kom­inn í mikið óefn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent