Til skoðunar að stærri óskráð fyrirtæki skili inn rekstrarupplýsingum

Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að gera kröfu til fyrirtækja, sem fara yfir vissa stærð en eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að það sé til skoð­unar innan rík­is­stjórn­ar­innar að gera þá kröfu til óskráðra fyr­ir­tæki, sem fari yfir vissa stærð, að þau skili einnig inn upp­lýs­ingum árs­fjórð­ungs­lega líkt og skráðum fyr­ir­tækjum er skylt. Þetta kom fram í svari ráð­herra við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn á Alþingi í dag. 

Aukið gagn­sæi íslenskra stór­fyr­ir­tækja

Í svari ráð­herra kemur jafn­framt fram að Katrín telur að Sam­herj­a­málið geti svo sann­ar­lega haft áhrif á íslenskt at­vinnu­líf og allar íslenskar útflutn­ings­greinar en ekki aðeins þetta eina fyr­ir­tæki og orð­spor þess. Að mati Katrínar er því vert að spyrja að því hvernig hægt sé að gera betur þegar kemur að gagn­sæi atvinnu­lífs­ins og fyr­ir­tækja. 

Hún segir að eitt af því sem sé til skoð­unar um þessar mundir hjá ­rík­is­stjórn­inn­i sé aukin upp­lýs­inga­skylda stórra fyr­ir­tæki. Sam­kvæmt Katrínu er til skoð­unar hvort ekki sé eðli­leg­t að gera rík­ari kröfu til fyr­ir­tækja af til­tek­inn­i ­stærð, sem ekki eru skráð á mark­að, um að skila inn upp­lýs­ing­um árs­fjórð­ungs­lega líkt og skráð fyr­ir­tæki á hluta­bréfa­mark­að­i. 

Auglýsing

Katrín segir að Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, sé einmitt með mál á sinn­i ­þing­mála­skrá þar sem breyt­ingar eru boð­aðar á þessu. 

„Þetta eru hags­munir íslensk atvinnu­lífs. Það á að líta á það sem sókn­ar­færi fyrir sig að hér sé ­mikið gagn­sæi og skýrt reglu­verk. Líta á það sem sókn­ar­færi fremur en íþyngj­and­i,“ segir Katrín. 

Erf­ið­ara að meta áhættu vegna óskráðra fyr­ir­tækja

Í nýlegri úttekt Alþjóða­gjald­eyr­is­­sjóðs­ins (AGS) á íslensku efna­hags­lífi, sem birt var þann 11. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, kemur fram að erf­ið­ara sé að meta áhættu í íslenska efna­hag­skref­in­u ­vegna ógang­sæi í rekstri óskráðra fyr­ir­tækja. Sér­stak­lega óskráðra fyr­ir­tæki sem geta haft mikið áhrif á allt efna­hags­kerfi Íslands fari rekstur þeirra illa. AGS vísar þar vænt­an­lega til WOW a­ir en bág fjár­­hags­­staða þess fyr­ir­tækis varð ekki opin­ber fyrr en á seinni hluta síð­­asta árs, þegar rekst­­ur­inn var þegar kom­inn í mikið óefn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Marshall í launalaust leyfi og ætlar í framboð
Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.
Kjarninn 9. mars 2021
Tvö ný smit staðfest
Sextán manns eru í einangrun vegna COVID-19. Tvö ný smit greindust í gær. Yfir 1.500 einkennasýni voru tekin í gær.
Kjarninn 9. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar
Kjarninn 9. mars 2021
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent