Til skoðunar að stærri óskráð fyrirtæki skili inn rekstrarupplýsingum

Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að gera kröfu til fyrirtækja, sem fara yfir vissa stærð en eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að gera þá kröfu til óskráðra fyrirtæki, sem fari yfir vissa stærð, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega líkt og skráðum fyrirtækjum er skylt. Þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í dag. 

Aukið gagnsæi íslenskra stórfyrirtækja

Í svari ráðherra kemur jafnframt fram að Katrín telur að Samherjamálið geti svo sannarlega haft áhrif á íslenskt atvinnulíf og allar íslenskar útflutningsgreinar en ekki aðeins þetta eina fyrirtæki og orðspor þess. Að mati Katrínar er því vert að spyrja að því hvernig hægt sé að gera betur þegar kemur að gagnsæi atvinnulífsins og fyrirtækja. 

Hún segir að eitt af því sem sé til skoðunar um þessar mundir hjá ríkisstjórninni sé aukin upplýsingaskylda stórra fyrirtæki. Samkvæmt Katrínu er til skoðunar hvort ekki sé eðlilegt að gera ríkari kröfu til fyrirtækja af tiltekinni stærð, sem ekki eru skráð á markað, um að skila inn upplýsingum ársfjórðungslega líkt og skráð fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. 

Auglýsing

Katrín segir að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sé einmitt með mál á sinni þingmálaskrá þar sem breytingar eru boðaðar á þessu. 

„Þetta eru hagsmunir íslensk atvinnulífs. Það á að líta á það sem sóknarfæri fyrir sig að hér sé mikið gagnsæi og skýrt regluverk. Líta á það sem sóknarfæri fremur en íþyngjandi,“ segir Katrín. 

Erfiðara að meta áhættu vegna óskráðra fyrirtækja

Í nýlegri úttekt Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) á íslensku efna­hags­lífi, sem birt var þann 11. nóvember síðastliðinn, kemur fram að erfiðara sé að meta áhættu í íslenska efnahagskrefinu vegna ógangsæi í rekstri óskráðra fyrirtækja. Sérstaklega óskráðra fyrirtæki sem geta haft mikið áhrif á allt efnahagskerfi Íslands fari rekstur þeirra illa. AGS vísar þar væntanlega til WOW air en bág fjár­hags­staða þess fyr­ir­tækis varð ekki opin­ber fyrr en á seinni hluta síð­asta árs, þegar rekst­ur­inn var þegar kom­inn í mikið óefn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent