AGS segir að það þurfi kerfisbreytingar til að koma íslensku „vaxtarvélinni“ í gang

Íslensk stjórnvöld og vinnumarkaður brugðust hratt og rétt við þeim áföllum sem urðu í efnahagslífinu í ár. Til lengri tíma þarf hins vegar að búa til nýjar atvinnustoðir undir íslenska efnahagslífið til að draga úr áhættu og tryggja hagvöxt.

island-albania_9954400694_o.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að íslenskt efna­hags­kerfi muni taka aftur við sér á næsta ári, og að búist sé við hag­vexti þá í kjöl­far sam­dráttar í ár með til­heyr­andi minni einka­neyslu og auknu atvinnu­leysi, er íslenskur efna­hagur við­kvæm­ur. Við­brögð stjórn­valda við nið­ur­sveifl­unni sem varð í ár, sér­stak­lega í ferða­þjón­ustu vegna gjald­þrots WOW air og þess að Icelandair getur ekki notað Boeing MAX 737 vél­arnar sín­ar, hafa mildað höggið sem hefði getað skollið á Íslandi. Þar er um að ræða aukin slaka í rík­is­fjár­mál­um, sem mun skila því að rík­is­sjóður verður rek­inn í halla í ár, og aðgerðir Seðla­banka Íslands til að reyna að örva kerf­ið, með því að lækka vexti um 1,5 pró­sentu­stig frá því í maí. 

Lífs­kjara­samn­ing­arnir sem und­ir­rit­aðir voru nokkrum dögum eftir að WOW air varð gjald­þrota, þar sem samið var um hóf­legar launa­hækk­anir á næstu þremur árum og teng­ingu launa­þró­unar við þjóð­ar­tekj­ur, voru líka lyk­il­breyta í því að takast á við breyttar aðstæður í íslensku efna­hags­líf­i. 

Ýmsar ytri aðstæður gætu haft nei­kvæð áhrif á Ísland án þess að landið hafi neitt með ákvarð­anir þeim tengdum að gera, til dæmis Brex­it, aukin and­staða við alþjóða­sam­vinnu og við­skipta­stríð stór­velda. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfir­lýs­ingu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) vegna úttektar á íslensku efna­hags­lífi sem birt var í dag. Sendi­nefnd frá sjóðn­um, undir for­ystu Ivu Petr­ovu hefur verið hér­lendis und­an­farnar tvær vikur að vinna úttekt­ina og fundað með íslenskum stjórn­völdum og öðrum hag­að­il­u­m. 

Auglýsing
AGS hrósar auk þess yfir­vof­andi sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, en sjóð­ur­inn hefur lengi mælt með því að Íslend­ingar fari þá leið til að tryggja betra sam­ræmi í eft­ir­liti með og betri yfir­sýn yfir íslenskt fjár­mála­kerf­i. 

Þarf að koma íslensku „vaxt­ar­vél­inni“ í gang

Tölu­vert púður fer í að benda á leiðir til að upp­færa „vaxt­ar­vél“ íslenska efna­hags­lífs­ins. AGS segir að Íslandi þurfi á fleiri sér­fræð­ingum að halda til að auka fjöl­breytni í efna­hags­líf­inu og fjölga vaxta­sprot­um. Í yfir­lýs­ingu sjóðs­ins segir að þar sem Ísland sé lítið efna­hags­kerfi þá sé nauð­syn­legt fyrir landið að geta treyst á fleiri stoðir en þær fáu sem nú haldi kerf­inu uppi. Þar er vit­an­lega átt við ferða­þjón­ustu, sjáv­ar­út­veg og orku­sölu, allt geirar sem nýta nátt­úru­auð­lindir að uppi­stöðu, en byggj­ast ekki fyrst og síð­ast á hug­viti. Þessi staða geri Ísland við­kvæm­ari fyrir áföll­um, líkt og sást í ár þegar loðnu­brestur og vand­ræði flug­fé­laga skil­uðu öllu kerf­inu í sam­drátt­arfasa. Þá sé erf­ið­ara að meta áhættu í litla íslenska kerf­inu þar sem gagn­sæi í rekstri óskráðra fyr­ir­tækja, sem geti haft mikið áhrif á allt efna­hags­kerfið fari rekstur þeirra illa, sé allt of lítið. Þar er aug­ljós­lega verið að vísa til WOW air, en bág fjár­hags­staða þess fyr­ir­tækis varð ekki opin­ber fyrr en á seinni hluta síð­asta árs, þegar rekst­ur­inn var þegar kom­inn í mikið óefn­i. 

AGS leggur líka áherslu á að íslenskar nátt­úru­auð­lindir verði varð­veittar í þeim til­gangi að styðja við hefð­bundn­ari atvinnu­veg­i. 

Á meðal þeirra leiða sem AGS bendir á að þurfi að fara, til að kveikja aftur í vaxt­ar­mögu­leikum Íslands, eru vel skipu­lagðar kerf­is­breyt­ingar í mennta­kerf­inu, aukin áhersla á menntun kenn­ara og aukin áhersla á að hjálpa börnum inn­flytj­enda að aðlag­ast og þar með gefa þeim betra tæki­færi á að nýta hæfi­leika sína til fulls. Inn­flytj­endum til Íslands hefur fjölgað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum og nú eru um 46 þús­und erlendir rík­is­borg­arar sem búa í land­inu. Fyrir örfáum árum síðan voru þeir um 20 þús­und. Þrátt fyrir sam­drátt í efna­hags­líf­inu í ár hefur þeim haldið áfram að fjölga og því fátt sem bendir til þess að um tíma­bundna aukn­ingu sé að ræða. 

Áhyggjur af orð­spori Íslands vegna pen­inga­þvættis

Þá þarf Ísland að taka það alvar­lega að kom­ast sem fyrst af gráum lista Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) og draga þar með úr orð­spors­á­hætt­unni sem sú vera skapar fyrir Ísland. AGS bendir á að íslensk stjórn­völd hafi tekið stór skref í að upp­færa varnir sínar gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka frá því að landið fékk fall­ein­kunn hjá FATF í apríl 2018. Þær upp­færslur hafa fyrst og síð­ast verið á lagaum­hverfi og reglu­verki en enn vantar að sýna hversu vel varn­irnar virki þegar á reyn­i. 

Þrátt fyrir að Ísland hafi verið sett á gráa list­ann í októ­ber þá hefur það ekki haft mikil áhrif á þátt­töku Íslands á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum né á greiðslur til íslenskra fyr­ir­tækja, en ljóst sé að áfram­hald­andi árvekni sé nauð­syn­leg til að tryggja að það ger­ist ekki. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar