Mynd: Bára Huld Beck Bjarni Benediktsson
Mynd: Bára Huld Beck

Afkoma ríkissjóðs verður neikvæð um 15 milljarða í ár

Tekjur ríkissjóðs í ár verða 30 milljörðum krónum lægri en reiknað hafði verið með á fjárlögum. Útgjöld munu verða mun hærri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir, aðallega vegna aukins kostnaðar vegna atvinnuleysis sem tengist beint gjaldþroti WOW air, og milljarða greiðslna vegna ólögmætrar afturvirkar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega.

Afkoma rík­is­sjóðs verður nei­kvæð um 14,8 millj­arða króna í ár. Þegar fjár­lög fyrir árið 2019 voru sam­þykkt átti að vera umtals­verður afgangur af rík­is­rekstr­inum en ýmsar breyt­ing­ar, bæði á tekju- og gjalda­hlið rekst­urs­ins, hafa gert það að verkum að nið­ur­staðan verður önnur og verri. 

Nið­ur­staðan er enn verri en gert var ráð fyrir í sept­em­ber, þegar fjár­laga­frum­varp fyrir 2020 var lagt fram, en þá var búist við því að afkoman myndi verða nei­kvæð um 8,8 millj­arða króna í ár.

Þetta kemur fram í frum­varpi til fjár­auka­laga sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, dreifði um helg­ina. 

Tekjur 30 millj­örðum lægri

Tekjur rík­is­sjóðs verða 30 millj­örðum krónum lægri en fjár­lög gerðu ráð fyr­ir. Þyngst vegur að fjár­magnstekju­skattur mun skila 6,2 millj­örðum krónum minna í rík­is­kass­ann en reiknað var með. Kjarn­inn greindi frá því í októ­ber að fjár­magnstekjur lands­manna hefðu enda dreg­ist saman úr 166 millj­örðum króna árið 2017 í tæp­lega 138 millj­arða króna í fyrra. Það er sam­dráttur upp á 17 pró­sent.

Fjár­magnstekjur eru allar vaxta­­tekjur auk sölu­hagn­að­­ar, arðs og tekna af atvinn­u­­rekstri. Skattur á fjár­­­magnstekjur er umtals­vert lægri en á launa­­tekj­­ur. Fjár­magnstekju­skattur var hækk­aður upp í 22 pró­sent í byrjun árs 2018.

Þá verða tekjur rík­is­sjóðs vegna tekju­skatts­greiðslna lög­að­ila, þ.e. félaga og fyr­ir­tækja, 5,5 millj­örðum krónum lægri en reiknað var með. Á móti kemur að tekjur vegna tekju­skatts ein­stak­linga, þ.e. vegna launa­tekna, verða 1,1 millj­arði krónum hærri en fjár­lög gerðu ráð fyr­ir.

Aðrar tekjur en skatt­tekjur lækka líka, alls um átta millj­arða króna, frá því sem áður var áætl­að. Arð­greiðslur frá rík­is­fyr­ir­tækjum eru þar stærsta breyt­an, en arð­greiðslur frá bönkum verða 7,1 millj­arði krónum lægri en fjár­lög gerðu ráð fyr­ir. Á móti skil­aði Lands­virkjun 1,5 millj­arði krónum meira í arð en reiknað var með. „Að lokum má nefna að gert er ráð fyrir að tekjur rík­is­sjóðs af sölu los­un­ar­heim­ilda í við­skipta­kerfi ESB lækki um 0,7 ma.kr. vegna til­færslu milli ára,“ segir í fjár­auka­lög­um.

Háar greiðslur vegna ólög­mætrar skerð­ingar

Fjár­auka­lögin gera ráð fyrir að kostn­aður við rekstur rík­is­sjóðs auk­ist um 14,9 millj­arða króna á næsta ári. Þar ráða nokkrir stórir kostn­að­ar­liðir mestu. Í fyrsta lagi aukast útgjöld vegna greiðslna til öryrkja og aldr­aðra um 7,3 millj­arða króna frá fyrri áætl­un. Meg­in­þorri þeirrar upp­hæðar er til­komin vegna dóms Lands­réttar um ólög­mæti aft­ur­virkrar skerð­ingar á greiðslum til elli­líf­eyr­is­þega vegna greiðslna úr skyldu­bundnum atvinnu­tengdum líf­eyr­is­sjóð­um. Áætluð áhrif þessa dóms nema um 5,4 millj­örðum króna. Í fjár­auka­laga­frum­varp­inu seg­ir: „Bætur voru skertar aft­ur­virkt með laga­breyt­ingu frá árinu 2017 þar sem verið var að leið­rétta mis­tök sem voru gerð við breyt­ingu á lögum um almanna­trygg­ingar árið áður og heim­ila áttu skerð­ingu á greiðslum til elli­líf­eyr­is­þega aft­ur­virkt um tvo mán­uði. Aft­ur­virkni lag­anna var dæmd ólög­mæt og Trygg­inga­stofnun rík­is­ins gert að greiða til baka skerð­inguna ásamt drátt­ar­vöxt­um. Alls fengu 29.000 ein­stak­lingar leið­rétt­ingu á greiðslum elli­líf­eyris fyrir jan­úar og febr­úar 2017, eða sem nemur um 190.000 kr. á hvern elli­líf­eyr­is­þega að með­al­tali. “

Í fjár­auka­lögum er einnig verið að leið­rétta örorku­bætur í sam­ræmi við álit umboðs­manns Alþingis sem varðar áhrif búsetu­tíma erlendis á rétt til örorku­líf­eyr­is, sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að lækkun greiðslu­hlut­falls líf­eyris vegna búsetu erlendis væri ekki í sam­ræmi við lög. Áhrif af áliti umboðs­manns nema um 800 millj­ónum króna á árinu 2019 en alls hafa 320 manns fengið leið­rétt­ingu það sem af er ári. Þá er gert ráð fyrir tæp­lega 1,5 millj­arða króna aukn­ingu fram­laga vegna halla sjúkra­trygg­inga­liða á yfir­stand­andi ári, sem ekki hefur verið brugð­ist við með við­eig­andi ráð­stöf­un­um.

Þrot WOW air skilur eftir millj­arða­kostnað

Hinn stóri lið­ur­inn sem bítur fast í rík­is­rekst­ur­inn nú er aukin kostn­aður vegna hærra atvinnu­leysis og greiðslna úr Ábyrgð­ar­sjóði launa, aðal­lega vegna gjald­þrots WOW air sem hefur aukið veru­lega kostnað vegna beggja liða. Atvinnu­leysi stefnir í að verða 3,5 pró­sent í ár, en var 2,4 pró­sent að með­al­tali í fyrra. 

Í frum­varp­inu er lagt til að fjár­heim­ild til mála­flokks­ins verði aukin um 7,6 millj­arða króna. Af þeirri upp­hæð er gert ráð fyrir að tæp­lega 6,3 millj­arðar króna fari í að mæta auknum útgjöldum Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs á yfir­stand­andi ári. Þá er er farið fram á að tæp­lega 1,3 millj­arðar króna fari til Ábyrgð­ar­sjóðs launa til að mæta auknum útgreiðslum vegna gjald­þrota fyr­ir­tækja á árin­u. 

Þá verða greiðslur vegna fæð­ing­ar­or­lofs verða rúm­lega 1,1 millj­arði krónum hærri en gert var ráð fyrir í fjár­lögum árs­ins en þessa aukn­ingu má helst rekja til þess að hámarks­greiðslur hafa hækkað frá fyrra ári auk þess sem for­eldrum sem taka fæð­ing­ar­or­lof hefur fjölgað umfram for­sendur fjár­laga, sem og orlofs­dög­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar