Tungumálakennsla númer eitt, tvö og þrjú

Pólski sendiherrann á Íslandi segir að til þess að pólsk börn geti lært íslensku vel þá sé mikilvægt fyrir þau að fá góða kennslu í pólsku einnig.

Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi.
Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi.
Auglýsing

Pólska sendi­ráði leggur áherslu á aðeins einn hlut: Að bæta aðstöðu fyrir pólsk börn í skól­um. „Fyrir þá sem ákveða að dvelja á Íslandi til lengri tíma er mik­il­vægt að huga að pól­skri tungu­mála­kennslu fyrir börn­in. Það er nauð­syn­legt að geta við­haldið móð­ur­mál­inu því þegar börn eru vel stödd þar þá eiga þau auð­veld­ara með læra önnur tungu­mál.“

Þetta seg­ir ­Ger­ard Pokruszyński, fyrsti pólski sendi­herr­ann á Íslandi, í sam­tali við Kjarn­ann.

Hann segir að auð­vitað verði börnin að læra íslenska tungu­málið en til þess að þau geti gert það vel þá sé mik­il­vægt fyrir þau að fá góða kennslu í pólsku einnig. „Ef þau velja síðan að búa hér áfram þá aukast tæki­færi þeirra ef þau eru góð í íslensku. Þetta hef ég einnig rætt við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herrann, Lilju Alfreðs­dótt­ur, að börnin læri pólsku og íslensku. Það er auð­vitað eðli­legt að þau læri tungu­málið í land­inu þar sem þau búa.“

Telur að færri muni koma með batn­andi ástandi í Pól­landi

Ger­ard segir að erfitt geti verið að reikna út nákvæman fjölda Pól­verja á Íslandi því þrátt fyrir að sam­kvæmt Þjóð­skrá séu þeir rúm­lega 20.000 þús­und tals­ins þá sé lík­legt að þeir séu fleiri. „Inn í þess­ari tölu eru til dæmis ekki þeir sem einnig eru orðnir Íslend­ingar en þeir eru á bil­inu fjögur til fimm þús­und tals­ins.“

­Sendi­herr­ann segir að Pól­verjum fjölgi um 2.000 á hverju ári hverju. „Ég tel að þessi þróun muni halda áfram næstu ár. Vegna þess að efna­hags­á­stand í Pól­landi er að verða mun betra þá munu færri koma hingað til lands, að mínu mati. Atvinnu­leysi er um fimm pró­sent núna í Pól­landi og er það á stefnu­skrá nýrrar rík­is­stjórnar að hækka lægstu laun­in. Ef þau mark­mið nást þá þýðir það að lægstu laun­in, sem og miðl­ungs, verða á við helm­ings­laun á Íslandi. Og vegna þess að það kostar mjög mikið að lifa hér á landi þá verða launin svipuð fyrir sömu vinnu hér og í Pól­land­i,“ segir hann.

Auglýsing

Á næstu fjórum til átta árum mun fólk því halda áfram að flytja frá Pól­landi til Íslands, að hans mati en eftir það mun fjöld­inn snar­minnka. „Sumir munu auð­vitað ákveða að halda áfram að búa hér á landi en aðrir munu óhjá­kvæmi­lega flytja aftur til Pól­lands.“

Margir sneru til baka í og eftir hrun

Ger­ard bendir á að oft dvelji Pól­verjar hér á landi og vinni í nokkur ár og fari síðan til baka. „Hinn hefð­bundni Pól­verji dvelur hér á landi í tíu til tólf ár en á ein­hverjum tíma­punkti ákveði hann hvort hann vilji halda áfram að vera hér eða fara til bak­a.“ Þar skipti miklu máli hvort börn séu í spil­inu, hvort fólk vilji að afkom­end­urnir alist upp á Íslandi eða í Pól­landi. „Ef börnin fara í íslenska skóla þá er það ákveðnum vand­kvæðum bundið að fara til bak­a.“

Lang­flestir Pól­verjar fluttu hingað til lands fyrir efna­hags­hrunið 2008. Fjölg­aði þeim í kjöl­far þess að Pól­land gekk í Evr­ópu­sam­bandið árið 2004 og þegar tak­mörk­unum á frjálsu flæði launa­fólks frá nýjum ríkjum ESS var aflétt á Íslandi um vorið 2006. Efna­hags­upp­gangur hér á landi á þessum árum hafði mikið að segja og ekki var vöntun á atvinnu í aðdrag­anda hruns­ins. 

Í og eftir hrunið sneru aftur á móti um 7.000 manns aftur til heima­lands­ins og fór þá fjöldi Pól­verja á Íslandi niður í rúm­lega 9.000 manns árið 2012.

Hægt er að lesa ítar­lega frétta­skýr­ingu um Pól­verja á Íslandi hér

Betur má ef duga skal

Pólskur orða­forði barna á aldr­inum 4 til 6 ára sem eiga pólska for­eldra en hafa alist upp á Íslandi frá fæð­ingu eða frum­bernsku var innan við­mið­un­ar­marka fyrir ein­tyngd pólsk börn. Þetta kemur fram í rann­sókn­inni Pólskur og íslenskur orða­forði tví­tyngdra leik­skóla­barna eftir Anetu Figl­ar­ska, Rann­veigu Odds­dótt­ur, Sam­úel Lefever og Hrafn­hildi Ragn­ars­dóttur sem birt var í lok árs 2017. Þetta eru jákvæðar nið­ur­stöður því góð tök á móð­ur­máli hafa jákvæð áhrif á til­einkun ann­ars máls. 



Íslenskur orða­forði þeirra var hins vegar mun slak­ari en orða­forði ein­tyngdra íslenskra barna á sama aldri. Nið­ur­stöður úr spurn­inga­könnun sýndu að fyrir tveggja ára aldur höfðu öll börnin fyrst og fremst heyrt pólsku dags­dag­lega en lítil kynni haft af íslensku. For­eldrar barn­anna voru með­vit­aðir um mik­il­vægi þess að börnin þeirra lærðu pólsku og hlúðu vel að mál­töku henn­ar. 



Í rann­sókn­inni kemur fram að fái börn góða kennslu í leik­skól­unum og áfram í grunn­skól­unum geti þau hæg­lega náð við­un­andi tökum á íslensku. Nið­ur­stöður fyrri rann­sókna bendi hins vegar til þess að þar þurfi að gera betur því tví­tyngd börn sem alast upp á Íslandi virð­ist ekki ná góðum tökum á íslensku og svip­aðar vís­bend­ingar megi sjá í þess­ari rann­sókn þar sem staða eldri barn­anna var síst betri en þeirra yngri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent