Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir í stöðuuppfærslu á Facebook að á örfáum árum hafi svokallaður svartur föstudagur verið trommaður upp sem einn helsti kaupgleðileikur ársins með allskyns gylliboðum eins og verslun „sé að fara úr móð.“
„Meðfram hvetja misgæfuleg lánafyrirtæki fólk til skuldsetningar, til að kaupa hluti sem okkur vantar ekki, fyrir peninga sem við eigum ekki. Verum vakandi og látum ekki plata okkur til að kaupa óþarfa,“ skrifar Breki. Hann endar mál sitt á því að hvetja fólk til að forðast ofneyslu.
Svartur föstudagur, sem á ensku nefnist Black Friday, er fjórði föstudagurinn í nóvember á ári hverju. Víða um heim er dagurinn talinn marka upphaf jólaverslunartímans. Margar verslanir bjóða upp á afslátt og lengja opnunartíma sinn þann dag.
Í Bandaríkjunum er svartur föstudagur tekjuhæstur dagur ársins í mörgum verslunum en í mörgum löndum, þar á meðal Kanada, Bretlandi, Þýskalandi, á Íslandi og víðar, hefur hefðin verið tekið upp.
Á örfáum árum hefur svartur föstudagur verið trommaður upp sem einn helsti kaupgleðileikur ársins með allskyns...
Posted by Breki Karlsson on Thursday, November 28, 2019