Segja ásakanir Samherja fráleitar

Fréttastjóri RÚV hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ásökunum Samherja um ranga umfjöllun RÚV er hafnað.

ruv rikisutvarpid rúv ríkisútvarpið
Auglýsing

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, segir í yfir­lýs­ingu að ásak­anir Sam­herja um rang­færslur í umfjöllun RÚV um Sam­herja og við­skipti félags­ins í Namib­íu, eigi ekki við rök að styðj­ast. Þá virð­ist sem Sam­herji sé að reyna að afvega­leiða umræðu sem hófst í kjöl­far þáttar Kveiks 12. nóv­em­ber, og vega per­sónu­lega að frétta­mann­inum Helga Selj­an. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Rakel fyrir hönd RÚV, en Sam­herji sendi fyrr í dag frá sér til­kynn­ingu þar sem fyr­ir­tækið sak­aði RÚV, Stund­ina og eftir atvikum aðra fjöl­miðla, um ranga umfjöllun og óskaði eftir leið­rétt­ingum á rang­færsl­um.

Til­kynn­ingin er svohljóð­andi:

Auglýsing

„Vegna frétta­til­kynn­ing­ar Sam­herja í dag um fé­lagið Cape Cod FS og mein­t­ar rang­­færsl­ur Rík­­is­út­­varps­ins í um­­fjöll­un Kveiks er til­­efni til að árétta nokkr­ar stað­reynd­­ir.   Í um­­fjöll­un Kveiks hef­ur aldrei verið full­yrt að Sam­herji eigi eða hafi átt fé­lagið Cape Cod FS á Mar­s­hall-eyj­­um. Hið rétta er að Kveik­ur sagði frá því að Sam­herji not­aði fé­lagið og að starfs­maður út­­gerð­inn­ar hafi haft pró­kúru á  reikn­ing­um þess í norska bank­an­um DNB. Í um­­fjöll­un Kveiks sagði orð­rétt: 

,,Skoðun DNB á reikn­ing­um sem bank­inn taldi víst að væru tengd­ir Sam­herja tóku meðal ann­­ars til fé­lags­ins JPC Ship­mana­­gement sem sá um ráðn­ing­­ar­­samn­inga starfs­­manna á skip­um fé­lags­ins víða um heim. Það var sagt móð­ur­­­fé­lag ann­­ars fé­lags, Cape Cod Fs, á Mar­s­hall-eyj­um, sem DNB taldi raun­ar í eigu Sam­herja. Enda hafði starfs­maður fyr­ir­tæk­is­ins verið meðal pró­kúru­hafa reikn­ings­ins og stofn­and­i.“

Þessi atriði eru byggð á gögn­um sem Wik­i­­Leaks birti á þriðju­dag og ýms­ir miðl­ar, þar á meðal RÚV og NRK, hafa unnið frétt­ir upp úr. 

Hvað varðar frétta­til­kynn­ingu Sam­herja frá 26.nóv­emer sl. und­ir fyr­ir­­sögn­inni ,,Upp­­­spuni í Rík­­is­út­­varp­inu“ skal það áréttað að um­­mæli Helga Selj­an frétta­­manns Kveiks um störf sem hafi tap­­ast í Wal­vis Bay í Namib­íu eru bein til­­vitn­un í þátt Kveiks um Sam­herj­a­­málið þann 12.nóv­­em­ber sl. Í þætt­in­um er að finna frá­­­sögn Jó­hann­es­ar Stef­áns­­son­ar fyrr­ver­andi starfs­­manns Sam­herja um þau þús­und störf sem hafi tap­­ast og aðrar heim­ild­ir Kveiks styðja þá frá­­­sögn. Þar á meðal skrif namib­ískra fjöl­miðla. 

Ásak­an­ir Sam­herja í garð frétta­­manns­ins um ósann­indi eru frá­­­leit­­ar. Virð­ast í raun snú­­ast um til­­raun fyr­ir­tæk­is­ins til að af­­vega­­leiða umræð­una með því að vega per­­són­u­­lega að frétta­­mann­in­um og draga úr trú­verð­ug­­leika hans. Og líta al­farið fram­hjá þeim upp­­lýs­ing­um og gögn­um sem komu fram í þætti Kveiks 12.nóv­­em­ber og um­­mæli hans byggj­­ast á. 

Full­yrð­ing­ar Sam­herja í til­­kynn­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu daga um mein­t­ar rang­­færsl­ur RÚV eiga ekki við rök að styðj­ast og kalla ekki á leið­rétt­ingu eins og fyr­ir­tækið hef­ur kraf­ist.

Þar sem Sam­herji hef­ur marg­ít­rekað hafnað við­tali við Kveik um efn­is­­at­riði máls­ins hef­ur hins veg­ar ekki reynst unnt að fá svör við fjöl­­mörg­um spurn­ing­­um. 

F.h. rit­­stjórn­­ar Kveiks, 

Rakel Þor­bergs­dótt­ir".Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent