Segja ásakanir Samherja fráleitar

Fréttastjóri RÚV hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ásökunum Samherja um ranga umfjöllun RÚV er hafnað.

ruv rikisutvarpid rúv ríkisútvarpið
Auglýsing

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, segir í yfir­lýs­ingu að ásak­anir Sam­herja um rang­færslur í umfjöllun RÚV um Sam­herja og við­skipti félags­ins í Namib­íu, eigi ekki við rök að styðj­ast. Þá virð­ist sem Sam­herji sé að reyna að afvega­leiða umræðu sem hófst í kjöl­far þáttar Kveiks 12. nóv­em­ber, og vega per­sónu­lega að frétta­mann­inum Helga Selj­an. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Rakel fyrir hönd RÚV, en Sam­herji sendi fyrr í dag frá sér til­kynn­ingu þar sem fyr­ir­tækið sak­aði RÚV, Stund­ina og eftir atvikum aðra fjöl­miðla, um ranga umfjöllun og óskaði eftir leið­rétt­ingum á rang­færsl­um.

Til­kynn­ingin er svohljóð­andi:

Auglýsing

„Vegna frétta­til­kynn­ing­ar Sam­herja í dag um fé­lagið Cape Cod FS og mein­t­ar rang­­færsl­ur Rík­­is­út­­varps­ins í um­­fjöll­un Kveiks er til­­efni til að árétta nokkr­ar stað­reynd­­ir.   Í um­­fjöll­un Kveiks hef­ur aldrei verið full­yrt að Sam­herji eigi eða hafi átt fé­lagið Cape Cod FS á Mar­s­hall-eyj­­um. Hið rétta er að Kveik­ur sagði frá því að Sam­herji not­aði fé­lagið og að starfs­maður út­­gerð­inn­ar hafi haft pró­kúru á  reikn­ing­um þess í norska bank­an­um DNB. Í um­­fjöll­un Kveiks sagði orð­rétt: 

,,Skoðun DNB á reikn­ing­um sem bank­inn taldi víst að væru tengd­ir Sam­herja tóku meðal ann­­ars til fé­lags­ins JPC Ship­mana­­gement sem sá um ráðn­ing­­ar­­samn­inga starfs­­manna á skip­um fé­lags­ins víða um heim. Það var sagt móð­ur­­­fé­lag ann­­ars fé­lags, Cape Cod Fs, á Mar­s­hall-eyj­um, sem DNB taldi raun­ar í eigu Sam­herja. Enda hafði starfs­maður fyr­ir­tæk­is­ins verið meðal pró­kúru­hafa reikn­ings­ins og stofn­and­i.“

Þessi atriði eru byggð á gögn­um sem Wik­i­­Leaks birti á þriðju­dag og ýms­ir miðl­ar, þar á meðal RÚV og NRK, hafa unnið frétt­ir upp úr. 

Hvað varðar frétta­til­kynn­ingu Sam­herja frá 26.nóv­emer sl. und­ir fyr­ir­­sögn­inni ,,Upp­­­spuni í Rík­­is­út­­varp­inu“ skal það áréttað að um­­mæli Helga Selj­an frétta­­manns Kveiks um störf sem hafi tap­­ast í Wal­vis Bay í Namib­íu eru bein til­­vitn­un í þátt Kveiks um Sam­herj­a­­málið þann 12.nóv­­em­ber sl. Í þætt­in­um er að finna frá­­­sögn Jó­hann­es­ar Stef­áns­­son­ar fyrr­ver­andi starfs­­manns Sam­herja um þau þús­und störf sem hafi tap­­ast og aðrar heim­ild­ir Kveiks styðja þá frá­­­sögn. Þar á meðal skrif namib­ískra fjöl­miðla. 

Ásak­an­ir Sam­herja í garð frétta­­manns­ins um ósann­indi eru frá­­­leit­­ar. Virð­ast í raun snú­­ast um til­­raun fyr­ir­tæk­is­ins til að af­­vega­­leiða umræð­una með því að vega per­­són­u­­lega að frétta­­mann­in­um og draga úr trú­verð­ug­­leika hans. Og líta al­farið fram­hjá þeim upp­­lýs­ing­um og gögn­um sem komu fram í þætti Kveiks 12.nóv­­em­ber og um­­mæli hans byggj­­ast á. 

Full­yrð­ing­ar Sam­herja í til­­kynn­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu daga um mein­t­ar rang­­færsl­ur RÚV eiga ekki við rök að styðj­ast og kalla ekki á leið­rétt­ingu eins og fyr­ir­tækið hef­ur kraf­ist.

Þar sem Sam­herji hef­ur marg­ít­rekað hafnað við­tali við Kveik um efn­is­­at­riði máls­ins hef­ur hins veg­ar ekki reynst unnt að fá svör við fjöl­­mörg­um spurn­ing­­um. 

F.h. rit­­stjórn­­ar Kveiks, 

Rakel Þor­bergs­dótt­ir".Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum.
Fjórði hver íbúi á Suðurnesjum útlendingur
Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af hverjum fjórum þeirra búa annað hvort þar eða á Suðurnesjunum. Það sveitarfélag sem er með lægst hlutfall útlendinga er einungis með einn útlending á skrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent