Segja ásakanir Samherja fráleitar

Fréttastjóri RÚV hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ásökunum Samherja um ranga umfjöllun RÚV er hafnað.

ruv rikisutvarpid rúv ríkisútvarpið
Auglýsing

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, segir í yfir­lýs­ingu að ásak­anir Sam­herja um rang­færslur í umfjöllun RÚV um Sam­herja og við­skipti félags­ins í Namib­íu, eigi ekki við rök að styðj­ast. Þá virð­ist sem Sam­herji sé að reyna að afvega­leiða umræðu sem hófst í kjöl­far þáttar Kveiks 12. nóv­em­ber, og vega per­sónu­lega að frétta­mann­inum Helga Selj­an. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Rakel fyrir hönd RÚV, en Sam­herji sendi fyrr í dag frá sér til­kynn­ingu þar sem fyr­ir­tækið sak­aði RÚV, Stund­ina og eftir atvikum aðra fjöl­miðla, um ranga umfjöllun og óskaði eftir leið­rétt­ingum á rang­færsl­um.

Til­kynn­ingin er svohljóð­andi:

Auglýsing

„Vegna frétta­til­kynn­ing­ar Sam­herja í dag um fé­lagið Cape Cod FS og mein­t­ar rang­­færsl­ur Rík­­is­út­­varps­ins í um­­fjöll­un Kveiks er til­­efni til að árétta nokkr­ar stað­reynd­­ir.   Í um­­fjöll­un Kveiks hef­ur aldrei verið full­yrt að Sam­herji eigi eða hafi átt fé­lagið Cape Cod FS á Mar­s­hall-eyj­­um. Hið rétta er að Kveik­ur sagði frá því að Sam­herji not­aði fé­lagið og að starfs­maður út­­gerð­inn­ar hafi haft pró­kúru á  reikn­ing­um þess í norska bank­an­um DNB. Í um­­fjöll­un Kveiks sagði orð­rétt: 

,,Skoðun DNB á reikn­ing­um sem bank­inn taldi víst að væru tengd­ir Sam­herja tóku meðal ann­­ars til fé­lags­ins JPC Ship­mana­­gement sem sá um ráðn­ing­­ar­­samn­inga starfs­­manna á skip­um fé­lags­ins víða um heim. Það var sagt móð­ur­­­fé­lag ann­­ars fé­lags, Cape Cod Fs, á Mar­s­hall-eyj­um, sem DNB taldi raun­ar í eigu Sam­herja. Enda hafði starfs­maður fyr­ir­tæk­is­ins verið meðal pró­kúru­hafa reikn­ings­ins og stofn­and­i.“

Þessi atriði eru byggð á gögn­um sem Wik­i­­Leaks birti á þriðju­dag og ýms­ir miðl­ar, þar á meðal RÚV og NRK, hafa unnið frétt­ir upp úr. 

Hvað varðar frétta­til­kynn­ingu Sam­herja frá 26.nóv­emer sl. und­ir fyr­ir­­sögn­inni ,,Upp­­­spuni í Rík­­is­út­­varp­inu“ skal það áréttað að um­­mæli Helga Selj­an frétta­­manns Kveiks um störf sem hafi tap­­ast í Wal­vis Bay í Namib­íu eru bein til­­vitn­un í þátt Kveiks um Sam­herj­a­­málið þann 12.nóv­­em­ber sl. Í þætt­in­um er að finna frá­­­sögn Jó­hann­es­ar Stef­áns­­son­ar fyrr­ver­andi starfs­­manns Sam­herja um þau þús­und störf sem hafi tap­­ast og aðrar heim­ild­ir Kveiks styðja þá frá­­­sögn. Þar á meðal skrif namib­ískra fjöl­miðla. 

Ásak­an­ir Sam­herja í garð frétta­­manns­ins um ósann­indi eru frá­­­leit­­ar. Virð­ast í raun snú­­ast um til­­raun fyr­ir­tæk­is­ins til að af­­vega­­leiða umræð­una með því að vega per­­són­u­­lega að frétta­­mann­in­um og draga úr trú­verð­ug­­leika hans. Og líta al­farið fram­hjá þeim upp­­lýs­ing­um og gögn­um sem komu fram í þætti Kveiks 12.nóv­­em­ber og um­­mæli hans byggj­­ast á. 

Full­yrð­ing­ar Sam­herja í til­­kynn­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu daga um mein­t­ar rang­­færsl­ur RÚV eiga ekki við rök að styðj­ast og kalla ekki á leið­rétt­ingu eins og fyr­ir­tækið hef­ur kraf­ist.

Þar sem Sam­herji hef­ur marg­ít­rekað hafnað við­tali við Kveik um efn­is­­at­riði máls­ins hef­ur hins veg­ar ekki reynst unnt að fá svör við fjöl­­mörg­um spurn­ing­­um. 

F.h. rit­­stjórn­­ar Kveiks, 

Rakel Þor­bergs­dótt­ir".Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent