Allir byggðakjarnar landsins komnir með ljósleiðara

Framkvæmdum við lagningu ljósleiðara til Mjóafjarðar er lokið en byggðin þar er seinasti byggðakjarninn sem tengdur er við ljósleiðarakerfi landsins.

Mjóifjörður
Mjóifjörður
Auglýsing

Fram­kvæmdum við lagn­ingu ljós­leið­ara til Mjóa­fjarðar er lokið og teng­ingar komnar í hús á svæð­inu. Byggðin í Mjó­a­firði er sein­asti byggða­kjarn­inn sem tengdur er við ljós­leið­ara­kerfi lands­ins.

Þetta kemur fram á vef sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Þá segir að allar byggðir lands­ins hafi því aðgang að tryggu fjar­skipta- og net­sam­bandi með til­heyr­andi þjón­ustu og öryggi. Heima­fólk fagn­aði þessum tíma­mótum við sér­staka athöfn á Sól­brekku í Mjó­a­firði. „Þar flutti Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, ávarp í til­efni dags­ins og opn­aði fyrir ljós­leið­ara­teng­ing­una með tákn­rænum hætt­i,“ segir á vef sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Sam­kvæmt sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu hefur ljós­leið­ara­væð­ing í dreif­býli gengið mjög vel á síð­ustu árum með verk­efn­inu Ísland ljóstengt, sem Fjar­skipta­sjóður hefur umsjón með. „Með styrkjum til sveit­ar­fé­laga hefur verið unnið að því sleitu­laust frá árið 2016 að tengja ljós­leið­ara í allar byggðir og sveita­býli lands­ins.“

Verk­efnið í Mjó­a­firði var unnið í sam­starfi Fjar­skipta­sjóðs, Neyð­ar­lín­unn­ar, Rarik, Mílu, Fjarð­ar­byggðar og Seyð­is­fjarð­ar­kaup­stað­ar. Ljós­leið­ari og raf­strengur var lagður um 17 kíló­metra leið og flest hús hafa síðan verið tengd við ljós. Ljós­leið­ar­inn leysir af hólmi fjalla­stöð fjar­skipta og gamla loft­línu raf­magns. Unnið hefur verið mark­visst að þessum áfanga frá árinu 2014 þegar loft­lína raf­magns slitn­aði efst í Aust­dal í 1000 m hæð. Frá­gangur á yfir­borði klár­ast næsta sum­ar, sam­kvæmt ráðu­neyt­in­u. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flytur ávarp við athöfnina á Sólbrekku. Sitjandi eru Sigfús Vilhjálmsson í Brekku, Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Jón Björn Hákonarson, formaður Fjarskiptasjóðs.

„Á næsta ári er stefnt að því að leggja ljós­leið­ara frá Hánefs­stöðum í sím­stöð í Seyð­is­firði í sam­vinnu við Rarik. Næst á eftir verður unnið að því að hring­tengja Nes­kaup­stað og Eski­fjörð. Byggða­kjarn­arnir tveir eru ein­göngu tengdir frá Reyð­ar­firði en með hring­teng­ingu er fjar­skipta­ör­yggi tryggt til mik­illa muna,“ segir á vef ráðu­neyt­is­ins. 

Fjar­skipta­sjóður og Neyð­ar­línan ohf. gerðu fyrr á árinu sam­komu­lag um allt að 70 millj­óna króna fram­lag sjóðs­ins til verk­efna sem miða að upp­bygg­ingu fjar­skipta­inn­viða utan mark­aðs­svæða. Lagn­ing ljós­leið­ara til Mjóa­fjarðar og hring­teng­ing byggð­ar­laga á svæð­inu falla undir þetta sam­komu­lag en einnig verk­efnið að leggja ljós­leið­ara yfir Kjöl frá Reyk­holti í Skaga­fjörð.

Sam­starf fjar­skipta­sjóðs og Neyð­ar­línu um lagn­ingu ljós­leið­ara hefur auk­ist síð­ustu ár, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá ráðu­neyt­inu, en mark­miðið er að bæta far­síma­sam­band á þjóð­veg­um, fjöl­förnum ferða­manna­stöð­um, rým­ing­ar­svæðum við eld­stöðvar og á hafi úti.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent