Allir byggðakjarnar landsins komnir með ljósleiðara

Framkvæmdum við lagningu ljósleiðara til Mjóafjarðar er lokið en byggðin þar er seinasti byggðakjarninn sem tengdur er við ljósleiðarakerfi landsins.

Mjóifjörður
Mjóifjörður
Auglýsing

Fram­kvæmdum við lagn­ingu ljós­leið­ara til Mjóa­fjarðar er lokið og teng­ingar komnar í hús á svæð­inu. Byggðin í Mjó­a­firði er sein­asti byggða­kjarn­inn sem tengdur er við ljós­leið­ara­kerfi lands­ins.

Þetta kemur fram á vef sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Þá segir að allar byggðir lands­ins hafi því aðgang að tryggu fjar­skipta- og net­sam­bandi með til­heyr­andi þjón­ustu og öryggi. Heima­fólk fagn­aði þessum tíma­mótum við sér­staka athöfn á Sól­brekku í Mjó­a­firði. „Þar flutti Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, ávarp í til­efni dags­ins og opn­aði fyrir ljós­leið­ara­teng­ing­una með tákn­rænum hætt­i,“ segir á vef sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Sam­kvæmt sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu hefur ljós­leið­ara­væð­ing í dreif­býli gengið mjög vel á síð­ustu árum með verk­efn­inu Ísland ljóstengt, sem Fjar­skipta­sjóður hefur umsjón með. „Með styrkjum til sveit­ar­fé­laga hefur verið unnið að því sleitu­laust frá árið 2016 að tengja ljós­leið­ara í allar byggðir og sveita­býli lands­ins.“

Verk­efnið í Mjó­a­firði var unnið í sam­starfi Fjar­skipta­sjóðs, Neyð­ar­lín­unn­ar, Rarik, Mílu, Fjarð­ar­byggðar og Seyð­is­fjarð­ar­kaup­stað­ar. Ljós­leið­ari og raf­strengur var lagður um 17 kíló­metra leið og flest hús hafa síðan verið tengd við ljós. Ljós­leið­ar­inn leysir af hólmi fjalla­stöð fjar­skipta og gamla loft­línu raf­magns. Unnið hefur verið mark­visst að þessum áfanga frá árinu 2014 þegar loft­lína raf­magns slitn­aði efst í Aust­dal í 1000 m hæð. Frá­gangur á yfir­borði klár­ast næsta sum­ar, sam­kvæmt ráðu­neyt­in­u. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flytur ávarp við athöfnina á Sólbrekku. Sitjandi eru Sigfús Vilhjálmsson í Brekku, Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Jón Björn Hákonarson, formaður Fjarskiptasjóðs.

„Á næsta ári er stefnt að því að leggja ljós­leið­ara frá Hánefs­stöðum í sím­stöð í Seyð­is­firði í sam­vinnu við Rarik. Næst á eftir verður unnið að því að hring­tengja Nes­kaup­stað og Eski­fjörð. Byggða­kjarn­arnir tveir eru ein­göngu tengdir frá Reyð­ar­firði en með hring­teng­ingu er fjar­skipta­ör­yggi tryggt til mik­illa muna,“ segir á vef ráðu­neyt­is­ins. 

Fjar­skipta­sjóður og Neyð­ar­línan ohf. gerðu fyrr á árinu sam­komu­lag um allt að 70 millj­óna króna fram­lag sjóðs­ins til verk­efna sem miða að upp­bygg­ingu fjar­skipta­inn­viða utan mark­aðs­svæða. Lagn­ing ljós­leið­ara til Mjóa­fjarðar og hring­teng­ing byggð­ar­laga á svæð­inu falla undir þetta sam­komu­lag en einnig verk­efnið að leggja ljós­leið­ara yfir Kjöl frá Reyk­holti í Skaga­fjörð.

Sam­starf fjar­skipta­sjóðs og Neyð­ar­línu um lagn­ingu ljós­leið­ara hefur auk­ist síð­ustu ár, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá ráðu­neyt­inu, en mark­miðið er að bæta far­síma­sam­band á þjóð­veg­um, fjöl­förnum ferða­manna­stöð­um, rým­ing­ar­svæðum við eld­stöðvar og á hafi úti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent