Allir byggðakjarnar landsins komnir með ljósleiðara

Framkvæmdum við lagningu ljósleiðara til Mjóafjarðar er lokið en byggðin þar er seinasti byggðakjarninn sem tengdur er við ljósleiðarakerfi landsins.

Mjóifjörður
Mjóifjörður
Auglýsing

Fram­kvæmdum við lagn­ingu ljós­leið­ara til Mjóa­fjarðar er lokið og teng­ingar komnar í hús á svæð­inu. Byggðin í Mjó­a­firði er sein­asti byggða­kjarn­inn sem tengdur er við ljós­leið­ara­kerfi lands­ins.

Þetta kemur fram á vef sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Þá segir að allar byggðir lands­ins hafi því aðgang að tryggu fjar­skipta- og net­sam­bandi með til­heyr­andi þjón­ustu og öryggi. Heima­fólk fagn­aði þessum tíma­mótum við sér­staka athöfn á Sól­brekku í Mjó­a­firði. „Þar flutti Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, ávarp í til­efni dags­ins og opn­aði fyrir ljós­leið­ara­teng­ing­una með tákn­rænum hætt­i,“ segir á vef sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Sam­kvæmt sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu hefur ljós­leið­ara­væð­ing í dreif­býli gengið mjög vel á síð­ustu árum með verk­efn­inu Ísland ljóstengt, sem Fjar­skipta­sjóður hefur umsjón með. „Með styrkjum til sveit­ar­fé­laga hefur verið unnið að því sleitu­laust frá árið 2016 að tengja ljós­leið­ara í allar byggðir og sveita­býli lands­ins.“

Verk­efnið í Mjó­a­firði var unnið í sam­starfi Fjar­skipta­sjóðs, Neyð­ar­lín­unn­ar, Rarik, Mílu, Fjarð­ar­byggðar og Seyð­is­fjarð­ar­kaup­stað­ar. Ljós­leið­ari og raf­strengur var lagður um 17 kíló­metra leið og flest hús hafa síðan verið tengd við ljós. Ljós­leið­ar­inn leysir af hólmi fjalla­stöð fjar­skipta og gamla loft­línu raf­magns. Unnið hefur verið mark­visst að þessum áfanga frá árinu 2014 þegar loft­lína raf­magns slitn­aði efst í Aust­dal í 1000 m hæð. Frá­gangur á yfir­borði klár­ast næsta sum­ar, sam­kvæmt ráðu­neyt­in­u. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flytur ávarp við athöfnina á Sólbrekku. Sitjandi eru Sigfús Vilhjálmsson í Brekku, Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Jón Björn Hákonarson, formaður Fjarskiptasjóðs.

„Á næsta ári er stefnt að því að leggja ljós­leið­ara frá Hánefs­stöðum í sím­stöð í Seyð­is­firði í sam­vinnu við Rarik. Næst á eftir verður unnið að því að hring­tengja Nes­kaup­stað og Eski­fjörð. Byggða­kjarn­arnir tveir eru ein­göngu tengdir frá Reyð­ar­firði en með hring­teng­ingu er fjar­skipta­ör­yggi tryggt til mik­illa muna,“ segir á vef ráðu­neyt­is­ins. 

Fjar­skipta­sjóður og Neyð­ar­línan ohf. gerðu fyrr á árinu sam­komu­lag um allt að 70 millj­óna króna fram­lag sjóðs­ins til verk­efna sem miða að upp­bygg­ingu fjar­skipta­inn­viða utan mark­aðs­svæða. Lagn­ing ljós­leið­ara til Mjóa­fjarðar og hring­teng­ing byggð­ar­laga á svæð­inu falla undir þetta sam­komu­lag en einnig verk­efnið að leggja ljós­leið­ara yfir Kjöl frá Reyk­holti í Skaga­fjörð.

Sam­starf fjar­skipta­sjóðs og Neyð­ar­línu um lagn­ingu ljós­leið­ara hefur auk­ist síð­ustu ár, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá ráðu­neyt­inu, en mark­miðið er að bæta far­síma­sam­band á þjóð­veg­um, fjöl­förnum ferða­manna­stöð­um, rým­ing­ar­svæðum við eld­stöðvar og á hafi úti.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent