Play frestar miðasölu

Áætlanir lággjaldaflugfélagsins Play þess efnis að byrja að selja miða til farþega í nóvember gengu ekki eftir. Félagið greinir þó frá því að miðasala sé handan við hornið.

Play flugfélag
Auglýsing

Sölu far­miða hjá lággjalda­flug­fé­lag­inu Play hefur verið frestað en upp­haf­lega ætl­aði félagið að byrja að selja miða í nóv­em­ber.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu þeirra í dag.

„Þar sem við erum sprota­fyr­ir­tæki þá geta hlut­irnir tekið aðeins lengri tíma en áætlað er, þar sem það þarf að ganga frá ýmsum hlut­u­m,“ segir í færsl­unni.

Auglýsing

Sam­kvæmt Play þarf fólk þó ekki að hafa áhyggj­ur, „við erum að vinna hörðum höndum að því að ná að byrja að selja miða eins fljótt og hægt er og við getum ekki beðið eftir að deila með ykkur áætl­unum okk­ar.“

PLAY tickets As a new air­line on the market, we are very thank­ful for the great recept­ion. We at PLAY cannot wait to...

Posted by PLAY on Sat­ur­day, Novem­ber 30, 2019


Kjarn­inn greindi frá því í byrjun nóv­em­ber að lág­far­gjalda­flug­­fé­lagið myndi byrja að selja flug­­­ferðir strax og flug­­­rekstr­­ar­­leyfi frá Sam­­göng­u­­stofu fyrir starf­­semi þess yrði komin í hús. Vinna við öflun þess hefði staðið yfir frá því í júní og væri nán­­ast lok­ið. Leyfið yrði gefið út þegar Play hefði lokið hluta­fjár­­­mögnun sinn­i.

Play hafði þegar tryggt sér 40 milljón evra, um 5,5 millj­­arða króna, láns­fjár­­­mögnun frá breska fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóðnum Athene Capital, sem hefur á móti kaup­rétt á tíu pró­­sent hlut í flug­­­fé­lag­inu. Sú fjár­­­mögnun er stækk­­an­­leg upp í 80 millj­­ónir evra, um ell­efu millj­­arða króna, að ákveðnum skil­yrðum upp­­­fyllt­u­m. En á þó eftir að fjár­­­magna 12 millj­­ónir evra, tæp­­lega 1,7 millj­­arða króna, í eigin fé fyrir Play og Íslensk verð­bréf hafa gert einka­­sölu­­samn­ing við Play um að tryggja það fjár­­­magn. Þeir sem leggja það til munu eign­­ast 50 pró­­sent í Play á móti Neo ehf., félagi lyk­il­­stjórn­­enda þess. Hlutur beggja mun þynn­­ast niður í 45 pró­­sent ef Athene Capi­­tal ákveður að nýta kaup­rétt sinn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent