Hagnaður í sjávarútvegi 27 milljarðar í fyrra

Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna á milli ára en hann nam 12,2 prósentum í fyrra samanborið við 7,1 prósent árið áður. Í árslok 2018 var eigið fé sjávarútvegsins tæpir 297 milljarðar króna.

HBGrandi
Auglýsing

Hagn­aður í sjáv­ar­út­vegi jókst tölu­vert í fyrra þrátt fyrir að veiði­gjöld hafi aldrei verið hærri. Hreinn hagn­aður (EBT) í sjáv­ar­út­vegi nam 26,9 millj­örðum króna í fyrra, sam­kvæmt árgreiðslu­að­ferð. Hagn­að­ur­inn nam 12,2 pró­sentum sam­an­borið við 7,1 pró­sent árið áður. 

Þetta kemur fram hag­tíð­indum Hag­stofu Íslands en hún tekur árlega saman yfir­lit um rekstur helstu greina sjáv­ar­út­vegs. Úrvinnsla Hag­stofu Íslands á þessum gögnum er með sama hætti og tíðkast hefur um langt ára­bil og er að mestu leyti reist á upp­gjörs­að­ferðum sem beitt er við gerð þjóð­hags­reikn­inga.

Í sam­an­tekt Hag­stof­unnar kemur fram að hagn­aður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og tekju­skatt (EBIT­DA) sem hlut­fall af heild­ar­tekj­u­m hækk­að­i milli áranna 2017 og 2018. Í fisk­veiðum og fisk­vinnslu hækk­aði hlut­fallið (án milli­við­skipta) úr 21,2 pró­sentum í 25,2 pró­sent, í fisk­veiðum fór hlut­fallið úr 18,1 pró­senti í 18,0 pró­sent og í fisk­vinnslu úr 10,6 pró­sentum í 14,8 pró­sent.

Auglýsing

Hagn­aður í sjáv­ar­út­vegi ef við miðað er við ­upp­gjörs­að­ferð er 11,5 pró­sent árið 2018 eða 25,4 millj­arð­ar­ ­sam­an­borið við 6,9 pró­sent hagn­að árið 2017 eða 13,1 millj­arð­ar. 

Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi voru heild­ar­eignir sjáv­ar­út­vegs­ins rúmir 709 millj­arðar króna í árs­lok 2018. Heild­ar­skuldir hækk­uðu um 10 pró­sent á milli ára og numu 412 millj­örðum króna. Eigið fé ­sjáv­ar­út­vegs­ins var tæp­lega 297 millj­arðar króna í árs­lok 2018.

Ótrú­­legt góð­æri í grein­inni síð­­ast­lið­inn ára­tug

Frá hruni hefur eig­in­fjár­­­staða sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­anna batnað um 355 millj­­arða króna, en hún var nei­­kvæð í lok árs 2008. Nú, líkt og áður sagði er eigin fjár­staða jákvæð um 297 millj­­arða króna. 

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 12,3 millj­­arða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 92,5 millj­­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­­ur. 

Sam­an­lagt hefur hagur sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ar­ins, því vænkast um 447,5 millj­­arða króna frá árinu 2008 og út síð­­asta ár, eða á einum ára­tug.

Veið­i­­­gjöld voru 11,3 millj­­arðar króna í fyrra, sem eru þau hæstu sem geir­inn hefur greitt. Það nán­­ast tvö­­­föld­uð­ust milli ára, úr 6,8 millj­­örðum króna árið 2017. Sam­tals frá árinu 2011, og út síð­­asta ár, greiddi sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn 63,3 millj­­arða króna í veið­i­­­gjöld. 

Veið­i­­­gjöldin áttu að lækka á þessu ári, og áætlað var að þau myndu skila um sjö millj­­örðum króna í rík­­is­­kass­ann í ár sam­­kvæmt fjár­­laga­frum­varp­i stjórn­valda. Veiði­gjöldin eiga síðan að skila inn enn minna í rík­is­kass­ann á næsta ári vegna fjár­fest­inga í grein­inni eða alls 5 millj­arða króna. 

Ný lög um veið­i­­­­gjald tóku gildi um síð­­­­­ustu ára­­­mót þar sem meðal ann­­­ars var settur nýr reikn­i­­stofn sem bygg­ist á afkomu við veiðar hvers nytja­­­stofns. Í fjár­­­laga­frum­varp­inu sagði að með breyt­ing­unum sé dregið úr töf við með­­­­­ferð upp­­­lýs­inga um átta mán­uði. „Þá er veið­i­­gjaldið nú ákveðið fyrir alm­an­aksár í stað fisk­veið­i­­ár­s.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent