Hagnaður í sjávarútvegi 27 milljarðar í fyrra

Hagnaður í sjávarútvegi jókst til muna á milli ára en hann nam 12,2 prósentum í fyrra samanborið við 7,1 prósent árið áður. Í árslok 2018 var eigið fé sjávarútvegsins tæpir 297 milljarðar króna.

HBGrandi
Auglýsing

Hagn­aður í sjáv­ar­út­vegi jókst tölu­vert í fyrra þrátt fyrir að veiði­gjöld hafi aldrei verið hærri. Hreinn hagn­aður (EBT) í sjáv­ar­út­vegi nam 26,9 millj­örðum króna í fyrra, sam­kvæmt árgreiðslu­að­ferð. Hagn­að­ur­inn nam 12,2 pró­sentum sam­an­borið við 7,1 pró­sent árið áður. 

Þetta kemur fram hag­tíð­indum Hag­stofu Íslands en hún tekur árlega saman yfir­lit um rekstur helstu greina sjáv­ar­út­vegs. Úrvinnsla Hag­stofu Íslands á þessum gögnum er með sama hætti og tíðkast hefur um langt ára­bil og er að mestu leyti reist á upp­gjörs­að­ferðum sem beitt er við gerð þjóð­hags­reikn­inga.

Í sam­an­tekt Hag­stof­unnar kemur fram að hagn­aður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og tekju­skatt (EBIT­DA) sem hlut­fall af heild­ar­tekj­u­m hækk­að­i milli áranna 2017 og 2018. Í fisk­veiðum og fisk­vinnslu hækk­aði hlut­fallið (án milli­við­skipta) úr 21,2 pró­sentum í 25,2 pró­sent, í fisk­veiðum fór hlut­fallið úr 18,1 pró­senti í 18,0 pró­sent og í fisk­vinnslu úr 10,6 pró­sentum í 14,8 pró­sent.

Auglýsing

Hagn­aður í sjáv­ar­út­vegi ef við miðað er við ­upp­gjörs­að­ferð er 11,5 pró­sent árið 2018 eða 25,4 millj­arð­ar­ ­sam­an­borið við 6,9 pró­sent hagn­að árið 2017 eða 13,1 millj­arð­ar. 

Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi voru heild­ar­eignir sjáv­ar­út­vegs­ins rúmir 709 millj­arðar króna í árs­lok 2018. Heild­ar­skuldir hækk­uðu um 10 pró­sent á milli ára og numu 412 millj­örðum króna. Eigið fé ­sjáv­ar­út­vegs­ins var tæp­lega 297 millj­arðar króna í árs­lok 2018.

Ótrú­­legt góð­æri í grein­inni síð­­ast­lið­inn ára­tug

Frá hruni hefur eig­in­fjár­­­staða sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­anna batnað um 355 millj­­arða króna, en hún var nei­­kvæð í lok árs 2008. Nú, líkt og áður sagði er eigin fjár­staða jákvæð um 297 millj­­arða króna. 

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 12,3 millj­­arða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 92,5 millj­­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­­ur. 

Sam­an­lagt hefur hagur sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ar­ins, því vænkast um 447,5 millj­­arða króna frá árinu 2008 og út síð­­asta ár, eða á einum ára­tug.

Veið­i­­­gjöld voru 11,3 millj­­arðar króna í fyrra, sem eru þau hæstu sem geir­inn hefur greitt. Það nán­­ast tvö­­­föld­uð­ust milli ára, úr 6,8 millj­­örðum króna árið 2017. Sam­tals frá árinu 2011, og út síð­­asta ár, greiddi sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn 63,3 millj­­arða króna í veið­i­­­gjöld. 

Veið­i­­­gjöldin áttu að lækka á þessu ári, og áætlað var að þau myndu skila um sjö millj­­örðum króna í rík­­is­­kass­ann í ár sam­­kvæmt fjár­­laga­frum­varp­i stjórn­valda. Veiði­gjöldin eiga síðan að skila inn enn minna í rík­is­kass­ann á næsta ári vegna fjár­fest­inga í grein­inni eða alls 5 millj­arða króna. 

Ný lög um veið­i­­­­gjald tóku gildi um síð­­­­­ustu ára­­­mót þar sem meðal ann­­­ars var settur nýr reikn­i­­stofn sem bygg­ist á afkomu við veiðar hvers nytja­­­stofns. Í fjár­­­laga­frum­varp­inu sagði að með breyt­ing­unum sé dregið úr töf við með­­­­­ferð upp­­­lýs­inga um átta mán­uði. „Þá er veið­i­­gjaldið nú ákveðið fyrir alm­an­aksár í stað fisk­veið­i­­ár­s.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent