Of seint í rassinn gripið í vörnum gegn peningaþvætti

Skýrsla dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráa lista FATF er komin út.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Aðdrag­andi þess að Ísland var sett á gráa lista FATF er langur og nokkrar sam­verk­andi orsakir liggja að baki. Þetta kemur fram í nýút­kominni skýrslu dóms­mála­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um aðdrag­anda og ástæður þess að Ísland lenti á gráa lista FATF.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Stjórn­ar­ráðs­ins var skýrslan lögð fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis og var hún til umfjöll­unar á fundi nefnd­ar­innar í gær­morg­un. Jafn­framt kemur fram að aðgerða­á­ætlun um end­ur­bætur sé í far­vegi.

Í skýrsl­unni kemur fram að úrvinnsla Íslands á útistand­andi atriðum í þriðju úttekt­inni 2006 til 2016 hafi alvar­lega farið út af spor­inu í kjöl­far hruns­ins. Í þeim efnum verði að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi hér á landi og mjög tak­mark­aðrar getu stjórn­valda til að leggja áherslu á varnir gegn pen­inga­þvætti.

Auglýsing

Aðgerðir vart dugað til að klóra í bakk­ann

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að þær tak­mörk­uðu bjargir sem Ísland hafi þó getað varið til þessa mála­flokks á árunum eftir hrunið hafi vart dugað til að klóra í bakk­ann í þess­ari eft­ir­fylgni.

Þá er bent á að þetta hafi þó ekki blasað við á þessum tíma, þegar íslenskt fjár­mála­kerfi var í tölu­verðri ein­angrun vegna gjald­eyr­is­hafta og aðrar áskor­anir hafi kallað á athygli og vinnu stjórn­valda. Þrátt fyrir það sé ljóst að vinna hefði mátt betur úr þeim áskor­unum sem fylgdu þriðju úttekt­inni og af þeim skýrslum FATF sem liggja fyrir um eft­ir­fylgnis­tíma­bilið verði ráðið að þol­in­mæði sam­tak­anna hafi verið að þrotum komin þegar Ísland komst loks út úr eft­ir­fylgni þriðju úttekt­ar­inn­ar.

Í skýrsl­unni kemur enn fremur fram að vitað sé til þess að vísað hafi verið til slakrar frammi­stöðu Íslands í þriðju úttekt­inni þegar mál­efni Íslands hafi borið á góma á vett­vangi sam­tak­anna, það er að Ísland hafi ekki sinnt starfi FATF af metn­aði með því að leggja til sér­fræð­inga í úttektir á öðrum ríkjum og svo fram­veg­is.

Fjár­magn í mála­flokk­inn kom of seint

Þá verði ekki fram­hjá því litið að á umræddum tíma virð­ist hafa verið til staðar tak­mörkuð þekk­ing á starf­semi og kröfum FATF og því ekki nægi­lega vitað um umfang þess starfs sem þátt­taka Íslands í sam­tök­unum krafð­ist. Af þeim sökum virð­ist ekki hafa verið sett aukið fjár­magn í mála­flokk­inn fyrr en of seint eða haustið 2017, þegar fjórða úttektin var þegar haf­in.

Ekki verði heldur fram­hjá því horft að fjórða úttektin hafi ekki verið nægj­an­lega vel und­ir­búin af Íslands hálfu og stjórn­kerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauð­syn­leg hafi ver­ið, en jafn­framt verði að hafa í huga í því sam­bandi að á umræddum tíma hafi kosn­ingar verið tíðar og ráð­herra­skipti í inn­an­rík­is- og dóms­mála­ráðu­neyt­inu ör.

Stjórn­völd ekki nægi­lega með­vituð um grund­vall­ar­breyt­ingar á til­mælum FATF

Sam­kvæmt skýrslu­höf­unum verður þannig að ætla að hlut­að­eig­andi stofn­anir hafi verið lítt með­vit­aðar um þær kröfur sem gerðar voru af hálfu FATF og ekki undir það búnar að taka ábyrgð á því verk­efni sem fólst í úttekt­inni. Þegar málið hafi verið tekið fast­ari tökum í kjöl­far fjórðu úttekt­ar­inn­ar, með til­heyr­andi upp­bygg­ingu á reynslu og auk­inni þekk­ingu á mála­flokkn­um, hafi senni­lega þegar verið orðið of seint að bregð­ast við kröfum FATF með full­nægj­andi hætti.

„Þá skiptir hér jafn­framt máli að þegar fjórða úttektin fór fram höfðu orðið grund­vall­ar­breyt­ingar á til­mælum og aðferða­fræði FATF sem stjórn­völd virð­ast ekki hafa verið nægi­lega með­vituð um. Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttekt­inni, svo og orð­spor lands­ins eftir þriðju úttekt­ina, virð­ist því hafa vegið þyngra en þær umfangs­miklu aðgerðir sem ráð­ist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka,“ segir í skýrsl­unni.

Hins vegar benda skýrslu­höf­undar á að þetta ferli hafi verið lær­dóms­ríkt þar sem orðið hafi til dýr­mæt reynsla og þekk­ing innan stjórn­kerf­is­ins sem nýst hafi vel í þeim umbótum sem þegar hafa farið fram, og muni áfram nýt­ast í þeim aðgerðum sem nú sé unnið að til þess að vinna bug á þeim ágöllum sem enn eru taldir vera til staðar á vörnum Íslands að þessu leyti.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent