Of seint í rassinn gripið í vörnum gegn peningaþvætti

Skýrsla dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráa lista FATF er komin út.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Aðdrag­andi þess að Ísland var sett á gráa lista FATF er langur og nokkrar sam­verk­andi orsakir liggja að baki. Þetta kemur fram í nýút­kominni skýrslu dóms­mála­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um aðdrag­anda og ástæður þess að Ísland lenti á gráa lista FATF.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Stjórn­ar­ráðs­ins var skýrslan lögð fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis og var hún til umfjöll­unar á fundi nefnd­ar­innar í gær­morg­un. Jafn­framt kemur fram að aðgerða­á­ætlun um end­ur­bætur sé í far­vegi.

Í skýrsl­unni kemur fram að úrvinnsla Íslands á útistand­andi atriðum í þriðju úttekt­inni 2006 til 2016 hafi alvar­lega farið út af spor­inu í kjöl­far hruns­ins. Í þeim efnum verði að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi hér á landi og mjög tak­mark­aðrar getu stjórn­valda til að leggja áherslu á varnir gegn pen­inga­þvætti.

Auglýsing

Aðgerðir vart dugað til að klóra í bakk­ann

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að þær tak­mörk­uðu bjargir sem Ísland hafi þó getað varið til þessa mála­flokks á árunum eftir hrunið hafi vart dugað til að klóra í bakk­ann í þess­ari eft­ir­fylgni.

Þá er bent á að þetta hafi þó ekki blasað við á þessum tíma, þegar íslenskt fjár­mála­kerfi var í tölu­verðri ein­angrun vegna gjald­eyr­is­hafta og aðrar áskor­anir hafi kallað á athygli og vinnu stjórn­valda. Þrátt fyrir það sé ljóst að vinna hefði mátt betur úr þeim áskor­unum sem fylgdu þriðju úttekt­inni og af þeim skýrslum FATF sem liggja fyrir um eft­ir­fylgnis­tíma­bilið verði ráðið að þol­in­mæði sam­tak­anna hafi verið að þrotum komin þegar Ísland komst loks út úr eft­ir­fylgni þriðju úttekt­ar­inn­ar.

Í skýrsl­unni kemur enn fremur fram að vitað sé til þess að vísað hafi verið til slakrar frammi­stöðu Íslands í þriðju úttekt­inni þegar mál­efni Íslands hafi borið á góma á vett­vangi sam­tak­anna, það er að Ísland hafi ekki sinnt starfi FATF af metn­aði með því að leggja til sér­fræð­inga í úttektir á öðrum ríkjum og svo fram­veg­is.

Fjár­magn í mála­flokk­inn kom of seint

Þá verði ekki fram­hjá því litið að á umræddum tíma virð­ist hafa verið til staðar tak­mörkuð þekk­ing á starf­semi og kröfum FATF og því ekki nægi­lega vitað um umfang þess starfs sem þátt­taka Íslands í sam­tök­unum krafð­ist. Af þeim sökum virð­ist ekki hafa verið sett aukið fjár­magn í mála­flokk­inn fyrr en of seint eða haustið 2017, þegar fjórða úttektin var þegar haf­in.

Ekki verði heldur fram­hjá því horft að fjórða úttektin hafi ekki verið nægj­an­lega vel und­ir­búin af Íslands hálfu og stjórn­kerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauð­syn­leg hafi ver­ið, en jafn­framt verði að hafa í huga í því sam­bandi að á umræddum tíma hafi kosn­ingar verið tíðar og ráð­herra­skipti í inn­an­rík­is- og dóms­mála­ráðu­neyt­inu ör.

Stjórn­völd ekki nægi­lega með­vituð um grund­vall­ar­breyt­ingar á til­mælum FATF

Sam­kvæmt skýrslu­höf­unum verður þannig að ætla að hlut­að­eig­andi stofn­anir hafi verið lítt með­vit­aðar um þær kröfur sem gerðar voru af hálfu FATF og ekki undir það búnar að taka ábyrgð á því verk­efni sem fólst í úttekt­inni. Þegar málið hafi verið tekið fast­ari tökum í kjöl­far fjórðu úttekt­ar­inn­ar, með til­heyr­andi upp­bygg­ingu á reynslu og auk­inni þekk­ingu á mála­flokkn­um, hafi senni­lega þegar verið orðið of seint að bregð­ast við kröfum FATF með full­nægj­andi hætti.

„Þá skiptir hér jafn­framt máli að þegar fjórða úttektin fór fram höfðu orðið grund­vall­ar­breyt­ingar á til­mælum og aðferða­fræði FATF sem stjórn­völd virð­ast ekki hafa verið nægi­lega með­vituð um. Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttekt­inni, svo og orð­spor lands­ins eftir þriðju úttekt­ina, virð­ist því hafa vegið þyngra en þær umfangs­miklu aðgerðir sem ráð­ist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka,“ segir í skýrsl­unni.

Hins vegar benda skýrslu­höf­undar á að þetta ferli hafi verið lær­dóms­ríkt þar sem orðið hafi til dýr­mæt reynsla og þekk­ing innan stjórn­kerf­is­ins sem nýst hafi vel í þeim umbótum sem þegar hafa farið fram, og muni áfram nýt­ast í þeim aðgerðum sem nú sé unnið að til þess að vinna bug á þeim ágöllum sem enn eru taldir vera til staðar á vörnum Íslands að þessu leyti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent