Of seint í rassinn gripið í vörnum gegn peningaþvætti

Skýrsla dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráa lista FATF er komin út.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Aðdrag­andi þess að Ísland var sett á gráa lista FATF er langur og nokkrar sam­verk­andi orsakir liggja að baki. Þetta kemur fram í nýút­kominni skýrslu dóms­mála­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um aðdrag­anda og ástæður þess að Ísland lenti á gráa lista FATF.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Stjórn­ar­ráðs­ins var skýrslan lögð fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis og var hún til umfjöll­unar á fundi nefnd­ar­innar í gær­morg­un. Jafn­framt kemur fram að aðgerða­á­ætlun um end­ur­bætur sé í far­vegi.

Í skýrsl­unni kemur fram að úrvinnsla Íslands á útistand­andi atriðum í þriðju úttekt­inni 2006 til 2016 hafi alvar­lega farið út af spor­inu í kjöl­far hruns­ins. Í þeim efnum verði að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi hér á landi og mjög tak­mark­aðrar getu stjórn­valda til að leggja áherslu á varnir gegn pen­inga­þvætti.

Auglýsing

Aðgerðir vart dugað til að klóra í bakk­ann

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að þær tak­mörk­uðu bjargir sem Ísland hafi þó getað varið til þessa mála­flokks á árunum eftir hrunið hafi vart dugað til að klóra í bakk­ann í þess­ari eft­ir­fylgni.

Þá er bent á að þetta hafi þó ekki blasað við á þessum tíma, þegar íslenskt fjár­mála­kerfi var í tölu­verðri ein­angrun vegna gjald­eyr­is­hafta og aðrar áskor­anir hafi kallað á athygli og vinnu stjórn­valda. Þrátt fyrir það sé ljóst að vinna hefði mátt betur úr þeim áskor­unum sem fylgdu þriðju úttekt­inni og af þeim skýrslum FATF sem liggja fyrir um eft­ir­fylgnis­tíma­bilið verði ráðið að þol­in­mæði sam­tak­anna hafi verið að þrotum komin þegar Ísland komst loks út úr eft­ir­fylgni þriðju úttekt­ar­inn­ar.

Í skýrsl­unni kemur enn fremur fram að vitað sé til þess að vísað hafi verið til slakrar frammi­stöðu Íslands í þriðju úttekt­inni þegar mál­efni Íslands hafi borið á góma á vett­vangi sam­tak­anna, það er að Ísland hafi ekki sinnt starfi FATF af metn­aði með því að leggja til sér­fræð­inga í úttektir á öðrum ríkjum og svo fram­veg­is.

Fjár­magn í mála­flokk­inn kom of seint

Þá verði ekki fram­hjá því litið að á umræddum tíma virð­ist hafa verið til staðar tak­mörkuð þekk­ing á starf­semi og kröfum FATF og því ekki nægi­lega vitað um umfang þess starfs sem þátt­taka Íslands í sam­tök­unum krafð­ist. Af þeim sökum virð­ist ekki hafa verið sett aukið fjár­magn í mála­flokk­inn fyrr en of seint eða haustið 2017, þegar fjórða úttektin var þegar haf­in.

Ekki verði heldur fram­hjá því horft að fjórða úttektin hafi ekki verið nægj­an­lega vel und­ir­búin af Íslands hálfu og stjórn­kerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauð­syn­leg hafi ver­ið, en jafn­framt verði að hafa í huga í því sam­bandi að á umræddum tíma hafi kosn­ingar verið tíðar og ráð­herra­skipti í inn­an­rík­is- og dóms­mála­ráðu­neyt­inu ör.

Stjórn­völd ekki nægi­lega með­vituð um grund­vall­ar­breyt­ingar á til­mælum FATF

Sam­kvæmt skýrslu­höf­unum verður þannig að ætla að hlut­að­eig­andi stofn­anir hafi verið lítt með­vit­aðar um þær kröfur sem gerðar voru af hálfu FATF og ekki undir það búnar að taka ábyrgð á því verk­efni sem fólst í úttekt­inni. Þegar málið hafi verið tekið fast­ari tökum í kjöl­far fjórðu úttekt­ar­inn­ar, með til­heyr­andi upp­bygg­ingu á reynslu og auk­inni þekk­ingu á mála­flokkn­um, hafi senni­lega þegar verið orðið of seint að bregð­ast við kröfum FATF með full­nægj­andi hætti.

„Þá skiptir hér jafn­framt máli að þegar fjórða úttektin fór fram höfðu orðið grund­vall­ar­breyt­ingar á til­mælum og aðferða­fræði FATF sem stjórn­völd virð­ast ekki hafa verið nægi­lega með­vituð um. Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttekt­inni, svo og orð­spor lands­ins eftir þriðju úttekt­ina, virð­ist því hafa vegið þyngra en þær umfangs­miklu aðgerðir sem ráð­ist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka,“ segir í skýrsl­unni.

Hins vegar benda skýrslu­höf­undar á að þetta ferli hafi verið lær­dóms­ríkt þar sem orðið hafi til dýr­mæt reynsla og þekk­ing innan stjórn­kerf­is­ins sem nýst hafi vel í þeim umbótum sem þegar hafa farið fram, og muni áfram nýt­ast í þeim aðgerðum sem nú sé unnið að til þess að vinna bug á þeim ágöllum sem enn eru taldir vera til staðar á vörnum Íslands að þessu leyti.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent