Of seint í rassinn gripið í vörnum gegn peningaþvætti

Skýrsla dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráa lista FATF er komin út.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Aðdrag­andi þess að Ísland var sett á gráa lista FATF er langur og nokkrar sam­verk­andi orsakir liggja að baki. Þetta kemur fram í nýút­kominni skýrslu dóms­mála­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um aðdrag­anda og ástæður þess að Ísland lenti á gráa lista FATF.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Stjórn­ar­ráðs­ins var skýrslan lögð fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis og var hún til umfjöll­unar á fundi nefnd­ar­innar í gær­morg­un. Jafn­framt kemur fram að aðgerða­á­ætlun um end­ur­bætur sé í far­vegi.

Í skýrsl­unni kemur fram að úrvinnsla Íslands á útistand­andi atriðum í þriðju úttekt­inni 2006 til 2016 hafi alvar­lega farið út af spor­inu í kjöl­far hruns­ins. Í þeim efnum verði að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi hér á landi og mjög tak­mark­aðrar getu stjórn­valda til að leggja áherslu á varnir gegn pen­inga­þvætti.

Auglýsing

Aðgerðir vart dugað til að klóra í bakk­ann

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að þær tak­mörk­uðu bjargir sem Ísland hafi þó getað varið til þessa mála­flokks á árunum eftir hrunið hafi vart dugað til að klóra í bakk­ann í þess­ari eft­ir­fylgni.

Þá er bent á að þetta hafi þó ekki blasað við á þessum tíma, þegar íslenskt fjár­mála­kerfi var í tölu­verðri ein­angrun vegna gjald­eyr­is­hafta og aðrar áskor­anir hafi kallað á athygli og vinnu stjórn­valda. Þrátt fyrir það sé ljóst að vinna hefði mátt betur úr þeim áskor­unum sem fylgdu þriðju úttekt­inni og af þeim skýrslum FATF sem liggja fyrir um eft­ir­fylgnis­tíma­bilið verði ráðið að þol­in­mæði sam­tak­anna hafi verið að þrotum komin þegar Ísland komst loks út úr eft­ir­fylgni þriðju úttekt­ar­inn­ar.

Í skýrsl­unni kemur enn fremur fram að vitað sé til þess að vísað hafi verið til slakrar frammi­stöðu Íslands í þriðju úttekt­inni þegar mál­efni Íslands hafi borið á góma á vett­vangi sam­tak­anna, það er að Ísland hafi ekki sinnt starfi FATF af metn­aði með því að leggja til sér­fræð­inga í úttektir á öðrum ríkjum og svo fram­veg­is.

Fjár­magn í mála­flokk­inn kom of seint

Þá verði ekki fram­hjá því litið að á umræddum tíma virð­ist hafa verið til staðar tak­mörkuð þekk­ing á starf­semi og kröfum FATF og því ekki nægi­lega vitað um umfang þess starfs sem þátt­taka Íslands í sam­tök­unum krafð­ist. Af þeim sökum virð­ist ekki hafa verið sett aukið fjár­magn í mála­flokk­inn fyrr en of seint eða haustið 2017, þegar fjórða úttektin var þegar haf­in.

Ekki verði heldur fram­hjá því horft að fjórða úttektin hafi ekki verið nægj­an­lega vel und­ir­búin af Íslands hálfu og stjórn­kerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauð­syn­leg hafi ver­ið, en jafn­framt verði að hafa í huga í því sam­bandi að á umræddum tíma hafi kosn­ingar verið tíðar og ráð­herra­skipti í inn­an­rík­is- og dóms­mála­ráðu­neyt­inu ör.

Stjórn­völd ekki nægi­lega með­vituð um grund­vall­ar­breyt­ingar á til­mælum FATF

Sam­kvæmt skýrslu­höf­unum verður þannig að ætla að hlut­að­eig­andi stofn­anir hafi verið lítt með­vit­aðar um þær kröfur sem gerðar voru af hálfu FATF og ekki undir það búnar að taka ábyrgð á því verk­efni sem fólst í úttekt­inni. Þegar málið hafi verið tekið fast­ari tökum í kjöl­far fjórðu úttekt­ar­inn­ar, með til­heyr­andi upp­bygg­ingu á reynslu og auk­inni þekk­ingu á mála­flokkn­um, hafi senni­lega þegar verið orðið of seint að bregð­ast við kröfum FATF með full­nægj­andi hætti.

„Þá skiptir hér jafn­framt máli að þegar fjórða úttektin fór fram höfðu orðið grund­vall­ar­breyt­ingar á til­mælum og aðferða­fræði FATF sem stjórn­völd virð­ast ekki hafa verið nægi­lega með­vituð um. Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttekt­inni, svo og orð­spor lands­ins eftir þriðju úttekt­ina, virð­ist því hafa vegið þyngra en þær umfangs­miklu aðgerðir sem ráð­ist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka,“ segir í skýrsl­unni.

Hins vegar benda skýrslu­höf­undar á að þetta ferli hafi verið lær­dóms­ríkt þar sem orðið hafi til dýr­mæt reynsla og þekk­ing innan stjórn­kerf­is­ins sem nýst hafi vel í þeim umbótum sem þegar hafa farið fram, og muni áfram nýt­ast í þeim aðgerðum sem nú sé unnið að til þess að vinna bug á þeim ágöllum sem enn eru taldir vera til staðar á vörnum Íslands að þessu leyti.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent