Of seint í rassinn gripið í vörnum gegn peningaþvætti

Skýrsla dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráa lista FATF er komin út.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Aðdrag­andi þess að Ísland var sett á gráa lista FATF er langur og nokkrar sam­verk­andi orsakir liggja að baki. Þetta kemur fram í nýút­kominni skýrslu dóms­mála­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um aðdrag­anda og ástæður þess að Ísland lenti á gráa lista FATF.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Stjórn­ar­ráðs­ins var skýrslan lögð fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis og var hún til umfjöll­unar á fundi nefnd­ar­innar í gær­morg­un. Jafn­framt kemur fram að aðgerða­á­ætlun um end­ur­bætur sé í far­vegi.

Í skýrsl­unni kemur fram að úrvinnsla Íslands á útistand­andi atriðum í þriðju úttekt­inni 2006 til 2016 hafi alvar­lega farið út af spor­inu í kjöl­far hruns­ins. Í þeim efnum verði að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi hér á landi og mjög tak­mark­aðrar getu stjórn­valda til að leggja áherslu á varnir gegn pen­inga­þvætti.

Auglýsing

Aðgerðir vart dugað til að klóra í bakk­ann

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að þær tak­mörk­uðu bjargir sem Ísland hafi þó getað varið til þessa mála­flokks á árunum eftir hrunið hafi vart dugað til að klóra í bakk­ann í þess­ari eft­ir­fylgni.

Þá er bent á að þetta hafi þó ekki blasað við á þessum tíma, þegar íslenskt fjár­mála­kerfi var í tölu­verðri ein­angrun vegna gjald­eyr­is­hafta og aðrar áskor­anir hafi kallað á athygli og vinnu stjórn­valda. Þrátt fyrir það sé ljóst að vinna hefði mátt betur úr þeim áskor­unum sem fylgdu þriðju úttekt­inni og af þeim skýrslum FATF sem liggja fyrir um eft­ir­fylgnis­tíma­bilið verði ráðið að þol­in­mæði sam­tak­anna hafi verið að þrotum komin þegar Ísland komst loks út úr eft­ir­fylgni þriðju úttekt­ar­inn­ar.

Í skýrsl­unni kemur enn fremur fram að vitað sé til þess að vísað hafi verið til slakrar frammi­stöðu Íslands í þriðju úttekt­inni þegar mál­efni Íslands hafi borið á góma á vett­vangi sam­tak­anna, það er að Ísland hafi ekki sinnt starfi FATF af metn­aði með því að leggja til sér­fræð­inga í úttektir á öðrum ríkjum og svo fram­veg­is.

Fjár­magn í mála­flokk­inn kom of seint

Þá verði ekki fram­hjá því litið að á umræddum tíma virð­ist hafa verið til staðar tak­mörkuð þekk­ing á starf­semi og kröfum FATF og því ekki nægi­lega vitað um umfang þess starfs sem þátt­taka Íslands í sam­tök­unum krafð­ist. Af þeim sökum virð­ist ekki hafa verið sett aukið fjár­magn í mála­flokk­inn fyrr en of seint eða haustið 2017, þegar fjórða úttektin var þegar haf­in.

Ekki verði heldur fram­hjá því horft að fjórða úttektin hafi ekki verið nægj­an­lega vel und­ir­búin af Íslands hálfu og stjórn­kerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauð­syn­leg hafi ver­ið, en jafn­framt verði að hafa í huga í því sam­bandi að á umræddum tíma hafi kosn­ingar verið tíðar og ráð­herra­skipti í inn­an­rík­is- og dóms­mála­ráðu­neyt­inu ör.

Stjórn­völd ekki nægi­lega með­vituð um grund­vall­ar­breyt­ingar á til­mælum FATF

Sam­kvæmt skýrslu­höf­unum verður þannig að ætla að hlut­að­eig­andi stofn­anir hafi verið lítt með­vit­aðar um þær kröfur sem gerðar voru af hálfu FATF og ekki undir það búnar að taka ábyrgð á því verk­efni sem fólst í úttekt­inni. Þegar málið hafi verið tekið fast­ari tökum í kjöl­far fjórðu úttekt­ar­inn­ar, með til­heyr­andi upp­bygg­ingu á reynslu og auk­inni þekk­ingu á mála­flokkn­um, hafi senni­lega þegar verið orðið of seint að bregð­ast við kröfum FATF með full­nægj­andi hætti.

„Þá skiptir hér jafn­framt máli að þegar fjórða úttektin fór fram höfðu orðið grund­vall­ar­breyt­ingar á til­mælum og aðferða­fræði FATF sem stjórn­völd virð­ast ekki hafa verið nægi­lega með­vituð um. Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttekt­inni, svo og orð­spor lands­ins eftir þriðju úttekt­ina, virð­ist því hafa vegið þyngra en þær umfangs­miklu aðgerðir sem ráð­ist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka,“ segir í skýrsl­unni.

Hins vegar benda skýrslu­höf­undar á að þetta ferli hafi verið lær­dóms­ríkt þar sem orðið hafi til dýr­mæt reynsla og þekk­ing innan stjórn­kerf­is­ins sem nýst hafi vel í þeim umbótum sem þegar hafa farið fram, og muni áfram nýt­ast í þeim aðgerðum sem nú sé unnið að til þess að vinna bug á þeim ágöllum sem enn eru taldir vera til staðar á vörnum Íslands að þessu leyti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent