„Það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því“

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins spyr hvers vegna ekki sé verið að bjóða einhverjum á lágum launum, sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í morgun að henni finn­ist að rukka mætti borg­ar­full­trúa fyrir mat­inn sem boðið er upp á á borg­ar­stjórn­ar­fund­um, þau hefðu efni á því. Hún spyr enn fremur af hverju ekki sé frekar verið að bjóða ein­hverjum á lágum laun­um, sem sinnir mik­il­vægu starfi í borg­inni, í mat.

Ástæðan fyrir skrifum hennar eru fréttir þess efnis að kostn­aður við þá 20 fundi sem borg­ar­stjórn hefur haldið frá júlí á síð­asta ári til júní á þessu ári nemi rúmum 17 millj­ónum eða 850 þús­und krónum á hvern fund. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og áhættu­stýr­inga­sviðs við fyr­ir­spurn Pawels Bar­toszek, for­seta borg­ar­stjórn­ar, sem kynnt var á fundi for­sætis­nefndar fyrir helgi en RÚV greindi frá þessu í morgun.

„Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöld­mat á staðnum en fundir borg­ar­stjórnar byrja klukkan 14:00 (í und­an­tekn­ing­ar­til­fellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitt­hvað stórt sem þarf tvær umræður í borg­ar­stjórn) og við fundum langt fram eft­ir,“ skrifar Sanna.

Auglýsing

Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöld­mat á staðnum en fundir borg­ar­stjórnar byrj­a...

Posted by Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir on Tues­day, Decem­ber 3, 2019

15 þús­und á hvern borg­ar­full­trúa

Í frétt RÚV kemur fram að inni í þess­ari upp­hæð sé matur frá Múla­kaffi upp á 5,8 millj­ónir eða 295 þús­und á hvern fund og svo aðrar veit­ingar upp á 1,3 millj­ón­ir. Á hverjum fundi borg­ar­stjórnar sé því borðað og drukkið fyrir 360 þús­und krónur eða rúmar 15 þús­und krónur á hvern borg­ar­full­trúa.

„Í svari skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjórnar kemur fram að kostn­að­ur­inn við hvern fund borg­ar­stjórnar sé um það bil 850 þús­und krón­ur. Greitt sé fyrir veit­ingar handa borg­ar­stjórn, útsend­ingar á vef Reykja­vík­ur­borgar og fyrir yfir­vinnu hús­varða í Ráð­hús­inu frá klukkan sex um kvöld­ið.

Fjár­mála- og áhættu­stýr­inga­svið segir að þrír hús­verðir séu í yfir­vinnu frá klukkan 18 á meðan húsið sé opið. „Ef borg­ar­stjórn­ar­fundir stæðu skemur en til klukkan 18 myndi spar­ast mat­ar­kostn­að­ur, útsend­inga­kostn­aður og yfir­vinna hús­varða.“ Ekki hafi verið greitt sér­stak­lega fyrir yfir­vinnu ann­arra starfs­manna á skrif­stofu borg­ar­stjórnar vegna funda borg­ar­stjórnar en að jafn­aði séu tveir til þrír starfs­menn á sér­stakri funda­vakt eftir að dag­vinnu­tíma lýk­ur,“ segir í frétt­inni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokum sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent