„Það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því“

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins spyr hvers vegna ekki sé verið að bjóða einhverjum á lágum launum, sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í morgun að henni finn­ist að rukka mætti borg­ar­full­trúa fyrir mat­inn sem boðið er upp á á borg­ar­stjórn­ar­fund­um, þau hefðu efni á því. Hún spyr enn fremur af hverju ekki sé frekar verið að bjóða ein­hverjum á lágum laun­um, sem sinnir mik­il­vægu starfi í borg­inni, í mat.

Ástæðan fyrir skrifum hennar eru fréttir þess efnis að kostn­aður við þá 20 fundi sem borg­ar­stjórn hefur haldið frá júlí á síð­asta ári til júní á þessu ári nemi rúmum 17 millj­ónum eða 850 þús­und krónum á hvern fund. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og áhættu­stýr­inga­sviðs við fyr­ir­spurn Pawels Bar­toszek, for­seta borg­ar­stjórn­ar, sem kynnt var á fundi for­sætis­nefndar fyrir helgi en RÚV greindi frá þessu í morgun.

„Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöld­mat á staðnum en fundir borg­ar­stjórnar byrja klukkan 14:00 (í und­an­tekn­ing­ar­til­fellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitt­hvað stórt sem þarf tvær umræður í borg­ar­stjórn) og við fundum langt fram eft­ir,“ skrifar Sanna.

Auglýsing

Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöld­mat á staðnum en fundir borg­ar­stjórnar byrj­a...

Posted by Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir on Tues­day, Decem­ber 3, 2019

15 þús­und á hvern borg­ar­full­trúa

Í frétt RÚV kemur fram að inni í þess­ari upp­hæð sé matur frá Múla­kaffi upp á 5,8 millj­ónir eða 295 þús­und á hvern fund og svo aðrar veit­ingar upp á 1,3 millj­ón­ir. Á hverjum fundi borg­ar­stjórnar sé því borðað og drukkið fyrir 360 þús­und krónur eða rúmar 15 þús­und krónur á hvern borg­ar­full­trúa.

„Í svari skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjórnar kemur fram að kostn­að­ur­inn við hvern fund borg­ar­stjórnar sé um það bil 850 þús­und krón­ur. Greitt sé fyrir veit­ingar handa borg­ar­stjórn, útsend­ingar á vef Reykja­vík­ur­borgar og fyrir yfir­vinnu hús­varða í Ráð­hús­inu frá klukkan sex um kvöld­ið.

Fjár­mála- og áhættu­stýr­inga­svið segir að þrír hús­verðir séu í yfir­vinnu frá klukkan 18 á meðan húsið sé opið. „Ef borg­ar­stjórn­ar­fundir stæðu skemur en til klukkan 18 myndi spar­ast mat­ar­kostn­að­ur, útsend­inga­kostn­aður og yfir­vinna hús­varða.“ Ekki hafi verið greitt sér­stak­lega fyrir yfir­vinnu ann­arra starfs­manna á skrif­stofu borg­ar­stjórnar vegna funda borg­ar­stjórnar en að jafn­aði séu tveir til þrír starfs­menn á sér­stakri funda­vakt eftir að dag­vinnu­tíma lýk­ur,“ segir í frétt­inni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent