„Það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því“

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins spyr hvers vegna ekki sé verið að bjóða einhverjum á lágum launum, sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í morgun að henni finn­ist að rukka mætti borg­ar­full­trúa fyrir mat­inn sem boðið er upp á á borg­ar­stjórn­ar­fund­um, þau hefðu efni á því. Hún spyr enn fremur af hverju ekki sé frekar verið að bjóða ein­hverjum á lágum laun­um, sem sinnir mik­il­vægu starfi í borg­inni, í mat.

Ástæðan fyrir skrifum hennar eru fréttir þess efnis að kostn­aður við þá 20 fundi sem borg­ar­stjórn hefur haldið frá júlí á síð­asta ári til júní á þessu ári nemi rúmum 17 millj­ónum eða 850 þús­und krónum á hvern fund. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og áhættu­stýr­inga­sviðs við fyr­ir­spurn Pawels Bar­toszek, for­seta borg­ar­stjórn­ar, sem kynnt var á fundi for­sætis­nefndar fyrir helgi en RÚV greindi frá þessu í morgun.

„Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöld­mat á staðnum en fundir borg­ar­stjórnar byrja klukkan 14:00 (í und­an­tekn­ing­ar­til­fellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitt­hvað stórt sem þarf tvær umræður í borg­ar­stjórn) og við fundum langt fram eft­ir,“ skrifar Sanna.

Auglýsing

Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöld­mat á staðnum en fundir borg­ar­stjórnar byrj­a...

Posted by Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir on Tues­day, Decem­ber 3, 2019

15 þús­und á hvern borg­ar­full­trúa

Í frétt RÚV kemur fram að inni í þess­ari upp­hæð sé matur frá Múla­kaffi upp á 5,8 millj­ónir eða 295 þús­und á hvern fund og svo aðrar veit­ingar upp á 1,3 millj­ón­ir. Á hverjum fundi borg­ar­stjórnar sé því borðað og drukkið fyrir 360 þús­und krónur eða rúmar 15 þús­und krónur á hvern borg­ar­full­trúa.

„Í svari skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjórnar kemur fram að kostn­að­ur­inn við hvern fund borg­ar­stjórnar sé um það bil 850 þús­und krón­ur. Greitt sé fyrir veit­ingar handa borg­ar­stjórn, útsend­ingar á vef Reykja­vík­ur­borgar og fyrir yfir­vinnu hús­varða í Ráð­hús­inu frá klukkan sex um kvöld­ið.

Fjár­mála- og áhættu­stýr­inga­svið segir að þrír hús­verðir séu í yfir­vinnu frá klukkan 18 á meðan húsið sé opið. „Ef borg­ar­stjórn­ar­fundir stæðu skemur en til klukkan 18 myndi spar­ast mat­ar­kostn­að­ur, útsend­inga­kostn­aður og yfir­vinna hús­varða.“ Ekki hafi verið greitt sér­stak­lega fyrir yfir­vinnu ann­arra starfs­manna á skrif­stofu borg­ar­stjórnar vegna funda borg­ar­stjórnar en að jafn­aði séu tveir til þrír starfs­menn á sér­stakri funda­vakt eftir að dag­vinnu­tíma lýk­ur,“ segir í frétt­inni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent