Donald Trump Bandaríkjaforseti gerðist sekur um brot í starfi, með því að taka sérhagsmuni sína fram yfir þjóðarhagsmuni í samskiptum við annað þjóðríki, að mati sérfræðinga sem kallaðir voru fyrir Bandaríkjaþing í dag, til að ræða um rannsóknarferlið sú er í gangi sem leitt getur til embættismissis (impeachment).
Demókratar segja Trump hafa gerst brotlegan, meðal annars með því að þrýsta á um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og nú forsetaframbjóðanda, en líka með því að fylgja ekki formlegum leiðum í samskiptum við önnur ríki, í þessu tilfelli Úkraínu.
Skýrsla var gefin út af rannsóknarnefnd þingsins í gær.
Samkvæmt umfjöllun New York Times lét Michael J. Gerhardt, prófessor við University of North Carolina, hafa eftir sér í vitnisburði, að ef þær staðreyndir um samskipti Trump og samstarfsmanna hans við Úkraínu, væru ekki atriði sem leitt gætu til embættismissis, þá væru í raun engin atriði sem gætu gert það. Svo augljós væru brot Trump, einkum gagnvart stjórnarskrá landsins en einnig gagnvart formlegum reglum um hvernig ætti að haga samskiptum við önnur ríki í tilfelli forseta.
If this devastating factual report by @RepAdamSchiff’s Intelligence Committee doesn’t warrant the president’s impeachment and removal — ANY president’s impeachment and removal — then the Constitution’s protection against tyranny is dead. Period. Fullstop. https://t.co/7A1W3Q1w6C
— Laurence Tribe (@tribelaw) December 3, 2019
Noah Feldman, prófessor við Harvard, gekk raunar lengra en Gerhardt, og sagði að ef það væri ekki hægt að láta það leiða til embættismissis, að taka eiginhagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni, þá væri lýðræðið í raun ekki fyrir hendi.
Repúblikanar kölluðu fyrir Jonathan Turley, prófessor við Georgetown University, sem sagðist óttast það að Demókratar væru að teygja lopann, og ná því fram að athafnir Trumps myndu leiða til embættismissis, án þess að nægilegar sannanir væru á borðinu.
Breaking News: The U.S. House Intelligence Committee released an impeachment report accusing President Trump of abuse of power in his Ukraine pressure campaign https://t.co/dN8GcXoTqp
— The New York Times (@nytimes) December 3, 2019
Samkvæmt umfjöllun New York Times, er búist við að harkalega verði deil í Bandaríkjaþingi næstu daga, þegar mat verður lagt á það hvort Trump hafi brotið af sér, eða ekki. Mike Pence varaforseti er sagður beita sér af hörku, og segir Repúblikana þurfa að standa saman og taka til varna, eins og það er orðað í umfjöllun New York Times.