Hvað gæti falist í sameiningu Íslandsbanka og Arion banka?

Að undanförnu hafa birst umfjallanir og greinar í Morgunblaðinu, þar sem fjallað er um mögulega sameiningu Íslandsbanka og Arion banka. Mikil hagræðing hefur átt sér stað í fjármálageiranum, en tæplega 300 hafa misst vinnuna í bönkum undanfarin tvö ár.

Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Að und­an­förnu hafa birst umfjall­anir og greinar í Morg­un­blað­inu, þar sem fjallað hefur verið um mögu­leik­ann á því að sam­eina Íslands­banka og Arion banka. Meðal þeirra sem fjall­aði um þessi mál, var Albert Þór Jóns­son, við­skipta­fræð­ingur og fjár­fest­ir, sem hvatti til þess í gær í grein, að þetta yrði skoðað vand­lega, enda væri þörf á því að hag­ræða í banka­kerf­inu svo það gæti þjón­u­stað heim­ili og fyr­ir­tæki betur og með betri vaxta­kjörum á lán­um. 

Tekið skal fram, að ekk­ert form­legt ferli er komið í gang, hvað þessi sam­ein­ing­ar­á­form varð­ar, en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur talað fyrir því að hann vilji ekki bíða of lengi með að koma sölu­ferli á hlutum rík­is­ins í bönkum af stað, og þá með meiri hag­kvæmni í banka­kerf­inu að leið­ar­ljósi. 

Bankakerfið og helstu stærðir þess. Mynd: MH.

Auglýsing

Sam­keppn­is­sjón­ar­miðin

Ljóst er að það yrði ekki auð­sótt að fá sam­þykki sam­keppn­is­yf­ir­valda fyrir sam­ein­ingu tveggja af þremur bönkum á Íslandi, sem skil­grein­ast sem kerf­is­lægt mik­il­vægir bank­ar. En vel gæti farið svo, að látið yrði á það reyna, enda virð­ist óhjá­kvæmi­legt að bank­arnir hag­ræði veru­lega í rekstri. 

Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri, fjall­aði um áskor­anir og stöðu fjár­mála­kerf­is­ins í erindi á SFF deg­in­um, og sagði þar meðal ann­ars að banka­kerfið væri að skreppa sam­an, krefj­andi væri að skila við­un­andi arð­semi og þrýst­ing­ur­inn væri í þá átt til fram­tíðar horft. 

Merki­leg staða á Íslandi

Ekki þarf að hafa mörg orð uppi um það, að á Íslandi er uppi merki­leg staða í fjár­mála­kerf­inu. Kerfið byggð­ist upp á neyð­ar­lög­un­um, þar sem nýir bankar voru búnir til á grunni inn­lendrar starf­semi föllnu bank­anna, og hefur það á tíu árum smátt og smátt verið að styrkjast, og efna­hags­reikn­ingar að taka á sig end­an­lega mynd, eftir upp­færslur á lána­söfn­um. 

Staðan núna er sú að eigið fé Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans er um 620 millj­arðar króna, og á íslenska ríkið bæði Íslands­banka og Lands­bank­ann en sam­an­lagt eigið fé þeirra banka nemur um 415 millj­örðum króna. 

Eig­in­fjár­hlut­föll hafa verið á bil­inu 22 til 27 pró­sent, sem telst hátt í alþjóð­legum sam­an­burði, en um 89 pró­sent af banka­kerf­inu er nú bundið við starf­semi á Íslandi en 11 pró­sent erlend­is. Þetta er algjör kúvend­ing frá því sem áður var. Farið var ítar­lega yfir þessa stöðu í frétta­skýr­ingum um stöð­una hjá Arion banka, á dög­un­um. 

Hvernig liti sam­ein­aður banki út?

Sé horft til hug­mynd­ar­innar um að sam­eina Íslands­banka og Arion banka, þá myndi eigið fé þess banka vera um 371 millj­arður króna, sé miðað við sam­an­lagt eigið fé eins og það er á papp­ír­un­um. 

Hins vegar myndi sam­ein­ing gefa færi á mik­illi hag­ræð­ingu, en í grein sinn í Morg­un­blað­inu í gær, nefndi Albert að það mætti spara um 15 millj­arða árlega með sam­ein­ingu, og skila því meðal ann­ars til heim­ila og fyr­ir­tækja með betri kjör­u­m. 

Sé litið til þess, að upp­sagnir á 100 starfs­mönnum Arion banka áttu að skila um 1,3 millj­arði í sparn­aði á ári, þá er ljóst að 15 millj­arða sparn­aður myndi þýða að mik­ill fjöldi starfs­manna myndi missa vinn­una. Að teknu til­lit til ann­ars rekstr­ar­kostn­aðar en launa, þá gætu þetta verið um 800 starfs­gildi, laus­lega áætl­að. 

Íslenska ríkið er með 415 í eigið fé, hjá tveimur fyrirtækjum. Íslandsbanka og Landsbankanum. Aðeins Landsvirkjun er með meira eigið fé, af dótturfélögum ríkisins, en það nemur um 260 milljörðum króna, þessi misserin.

Íslands­banki er með um 47 pró­sent af eigin fénu, eins og það er í dag, en Arion banki 53 pró­sent. Sam­ein­aður banki gæti verið í stöðu til að lækka eigið fé sitt nokkuð mik­ið, og greiða tugi millj­arða til hlut­hafa, ef það tæk­ist að draga mikið úr kostn­aði sam­hliða sam­ein­ing­unn­i. 

Bara hug­myndir

Eins og áður seg­ir, þá er ekk­ert fast í hendi í þessum efn­um, en búast má við því að hag­ræð­ing í fjár­mála­kerf­inu muni halda áfram á næst­unni. Lands­bank­inn er stærsti banki lands­ins, og hefur grunn­rekstur hans einnig gengið mun betur en hjá hinum bönk­un­um, á und­an­förnum miss­er­um. Kostn­að­ar­hlut­fall er lægst þar og arð­semi á eigin fé er hæst. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar