Hvað gæti falist í sameiningu Íslandsbanka og Arion banka?

Að undanförnu hafa birst umfjallanir og greinar í Morgunblaðinu, þar sem fjallað er um mögulega sameiningu Íslandsbanka og Arion banka. Mikil hagræðing hefur átt sér stað í fjármálageiranum, en tæplega 300 hafa misst vinnuna í bönkum undanfarin tvö ár.

Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Að und­an­förnu hafa birst umfjall­anir og greinar í Morg­un­blað­inu, þar sem fjallað hefur verið um mögu­leik­ann á því að sam­eina Íslands­banka og Arion banka. Meðal þeirra sem fjall­aði um þessi mál, var Albert Þór Jóns­son, við­skipta­fræð­ingur og fjár­fest­ir, sem hvatti til þess í gær í grein, að þetta yrði skoðað vand­lega, enda væri þörf á því að hag­ræða í banka­kerf­inu svo það gæti þjón­u­stað heim­ili og fyr­ir­tæki betur og með betri vaxta­kjörum á lán­um. 

Tekið skal fram, að ekk­ert form­legt ferli er komið í gang, hvað þessi sam­ein­ing­ar­á­form varð­ar, en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur talað fyrir því að hann vilji ekki bíða of lengi með að koma sölu­ferli á hlutum rík­is­ins í bönkum af stað, og þá með meiri hag­kvæmni í banka­kerf­inu að leið­ar­ljósi. 

Bankakerfið og helstu stærðir þess. Mynd: MH.

Auglýsing

Sam­keppn­is­sjón­ar­miðin

Ljóst er að það yrði ekki auð­sótt að fá sam­þykki sam­keppn­is­yf­ir­valda fyrir sam­ein­ingu tveggja af þremur bönkum á Íslandi, sem skil­grein­ast sem kerf­is­lægt mik­il­vægir bank­ar. En vel gæti farið svo, að látið yrði á það reyna, enda virð­ist óhjá­kvæmi­legt að bank­arnir hag­ræði veru­lega í rekstri. 

Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri, fjall­aði um áskor­anir og stöðu fjár­mála­kerf­is­ins í erindi á SFF deg­in­um, og sagði þar meðal ann­ars að banka­kerfið væri að skreppa sam­an, krefj­andi væri að skila við­un­andi arð­semi og þrýst­ing­ur­inn væri í þá átt til fram­tíðar horft. 

Merki­leg staða á Íslandi

Ekki þarf að hafa mörg orð uppi um það, að á Íslandi er uppi merki­leg staða í fjár­mála­kerf­inu. Kerfið byggð­ist upp á neyð­ar­lög­un­um, þar sem nýir bankar voru búnir til á grunni inn­lendrar starf­semi föllnu bank­anna, og hefur það á tíu árum smátt og smátt verið að styrkjast, og efna­hags­reikn­ingar að taka á sig end­an­lega mynd, eftir upp­færslur á lána­söfn­um. 

Staðan núna er sú að eigið fé Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans er um 620 millj­arðar króna, og á íslenska ríkið bæði Íslands­banka og Lands­bank­ann en sam­an­lagt eigið fé þeirra banka nemur um 415 millj­örðum króna. 

Eig­in­fjár­hlut­föll hafa verið á bil­inu 22 til 27 pró­sent, sem telst hátt í alþjóð­legum sam­an­burði, en um 89 pró­sent af banka­kerf­inu er nú bundið við starf­semi á Íslandi en 11 pró­sent erlend­is. Þetta er algjör kúvend­ing frá því sem áður var. Farið var ítar­lega yfir þessa stöðu í frétta­skýr­ingum um stöð­una hjá Arion banka, á dög­un­um. 

Hvernig liti sam­ein­aður banki út?

Sé horft til hug­mynd­ar­innar um að sam­eina Íslands­banka og Arion banka, þá myndi eigið fé þess banka vera um 371 millj­arður króna, sé miðað við sam­an­lagt eigið fé eins og það er á papp­ír­un­um. 

Hins vegar myndi sam­ein­ing gefa færi á mik­illi hag­ræð­ingu, en í grein sinn í Morg­un­blað­inu í gær, nefndi Albert að það mætti spara um 15 millj­arða árlega með sam­ein­ingu, og skila því meðal ann­ars til heim­ila og fyr­ir­tækja með betri kjör­u­m. 

Sé litið til þess, að upp­sagnir á 100 starfs­mönnum Arion banka áttu að skila um 1,3 millj­arði í sparn­aði á ári, þá er ljóst að 15 millj­arða sparn­aður myndi þýða að mik­ill fjöldi starfs­manna myndi missa vinn­una. Að teknu til­lit til ann­ars rekstr­ar­kostn­aðar en launa, þá gætu þetta verið um 800 starfs­gildi, laus­lega áætl­að. 

Íslenska ríkið er með 415 í eigið fé, hjá tveimur fyrirtækjum. Íslandsbanka og Landsbankanum. Aðeins Landsvirkjun er með meira eigið fé, af dótturfélögum ríkisins, en það nemur um 260 milljörðum króna, þessi misserin.

Íslands­banki er með um 47 pró­sent af eigin fénu, eins og það er í dag, en Arion banki 53 pró­sent. Sam­ein­aður banki gæti verið í stöðu til að lækka eigið fé sitt nokkuð mik­ið, og greiða tugi millj­arða til hlut­hafa, ef það tæk­ist að draga mikið úr kostn­aði sam­hliða sam­ein­ing­unn­i. 

Bara hug­myndir

Eins og áður seg­ir, þá er ekk­ert fast í hendi í þessum efn­um, en búast má við því að hag­ræð­ing í fjár­mála­kerf­inu muni halda áfram á næst­unni. Lands­bank­inn er stærsti banki lands­ins, og hefur grunn­rekstur hans einnig gengið mun betur en hjá hinum bönk­un­um, á und­an­förnum miss­er­um. Kostn­að­ar­hlut­fall er lægst þar og arð­semi á eigin fé er hæst. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar